Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 10
10 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Á SVIÐ George Bush Bandaríkjaforseti gengur á svið í Istanbúl í gær. Bush var staddur í Ist- anbúl þar sem hann sat leiðtogafund NATO og hélt háskólanemum í borginni ræðu þar sem hann varði stefnu sína í málefnum Miðausturlanda. Bak við Bush sést Ortakoy-moskan og Bosporussund sem tengir Evrópu og Asíu. Bandarískur gísl í Írak: Tekinn af lífi BAGDAD, AP Íraskir andspyrnu- menn skutu bandarískan gísl til bana samkvæmt tilkynningu sem birtist á sjónvarpsstöðinni al Jazeera. Bandaríski hermað- urinn Keith Maupin var tekinn í gíslingu í apríl síðastliðnum ásamt sjö öðrum Bandaríkja- mönnum. Í tilkynningu frá sam- tökunum sem tóku Maupin haldi kom fram að hann hafi verið veginn vegna þess að bandarísk stjórnvöld hafa ekki breytt stefnu sinni í landinu. Maupin var tvítugur að aldri en samtök- in sem rændu honum eru ekki þekkt. Með tilkynningunni fylgdu myndbönd, annað sem sýndi Maupin skömmu eftir handtöku hans. Hitt var í lélegum gæðum sem sýnir mann sem sagður er vera Maupin með bundið fyrir augun og var sagt að hann yrði skotinn í hnakkann og grafinn en aftakan sjálf var ekki sýnd. Ekki er ljóst hvað upptakan er gömul. Lík af fimm þeirra sem var rænt ásamt Maupin í apríl fundust stuttu eftir að þeir voru numdir á brott. Þeir voru allir óbreyttir borgarar. ■ Kostnaður á hvern fram- haldsskólanemanda hækkar Kostnaður við hvern nemanda í framhaldsskóla eykst um 48 þúsund milli ára og er 563 þúsund krónur í ár. Það er 198 þúsund krónum hærra á hvern nemanda en árið 2000. Sporna þarf gegn vaxandi kostnaði í opinberum rekstri segir, varaformaður fjárlaganefndar. FRAMHALDSNÁM Gert er ráð fyrir að kostnaður á hvern framhalds- skólanema í dagskóla verði 563 þúsund í ár. Hann hækkar um 48 þúsund frá því í fyrra. Frá árinu 2000 hefur kostnaðurinn hækkað um 198 þúsund krónur á hvern nemanda, eða um tæplega 43 pró- sent, samkvæmt tölum frá menntamálaráðuneytinu. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir vaxandi kostnað í opinber- um rekstri mikið vandamál sem við þurfi að stríða og sporna gegn. „Við trúðum því statt og stöðugt í endaðan nóvember þegar við hækkuðum fjárveitingar til fram- haldsskólanna um 600 milljónir að það væri sannarlega nóg. Okkur er tjáð að núna séu umsóknirnar fleiri og meiri en nokkru sinni fyrr og hærra hlutfall árgangsins en nokkurn tímann fyrr. Við höf- um enga stöðu til að sanna það en við vitum að fjármálaráðherra er að skoða þetta núna.“ Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður menntamálaráð- herra, segir fjárúthlutun til fram- haldsskólanna fara eftir reiknilík- ani og tveir þættir ráði hækkun- inni. „Annars vegar verðlags- hækkanir á þessum þáttum sem reiknilíkanið tekur til og síðan þessi hækkun á framlögum til verknáms.“ Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður framhaldsskólanna, segir ljóst að nýir kostnaðarliðir hafi myndast á síðustu árum. „Við erum með svokallað framhalds- skólanet, þar sem allir framhalds- skólarnir eru tengdir saman. Þar er mikill kostnaður sem leggst á rekstur skólanna. Eins nemenda- forritið, Inna, sem allt bókhaldið í kringum nemendurna er í.“ Ingi- björg nefnir einnig kostnað við tölvukerfin og umsjónarmenn þeirra. Hún segir einnig að launa- hækkanir hafi verið þrjú prósent og að vísitalan hafi hækkað. „En ég get ekki sagt hvort þetta skýri mis- muninn milli áranna.“ gag@frettabladid.is Serbneskur stríðsglæpa- maður: Þrettán ára fangelsi HAAG, AP Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur dæmt Serbann Milan Babic í þrettán ára fangelsi fyrir þjóðernishreinsanir í Krajina-hér- aði í Króatíu. Babic var náinn samstarfsmaður Slobodan Milos- evic og rak grimmilega herferð gegn Króötum og múslimum í Krajina og voru hundruðir manna drepnir og og um 80 þúsund gerð- ir brottrækir. Rétturinn mat það við Babic að hann gaf sig sjálfviljugur fram og lýstir yfir iðrun, en dæmdi hann engu að síður í lengri fangelsis- vist en saksóknari fór fram á og lýsti aðgerðum hans sem „villi- mannslegum“. Babic rak tann- læknastofu áður en stríðið í Júgóslavíu braust út. ■ Vági í Færeyjum: Grindhvala- dráp HVALVEIÐAR Tæplega 30 grindhval- ir veiddust í fjörunni í Vági á Suð- urey í Færeyjum í fyrrakvöld. Þetta er fyrsti grindhvalahóp- urinn í tvö ár sem rekinn er á land og slátrað af sérstakri veiðikunn- áttu heimamanna. Kjötinu var skipt milli þeirra. Þetta kemur fram á vef fiskifrétta. ■ KEITH MAUPIN Hermaðurinn var tvítugur að aldri og var tekinn í gíslingu í apríl. MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Kostnaður framhaldsskólanna eykst. Fjöldi nemenda sem sótti um í skólum landsins kom menntamálaráðuneytinu á óvart. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K NÁINN SAM- STARFSMAÐUR Milan Babic var náinn samstarfs- maður Slobodan Milosevic. Telja fílastofna í hættu: Vilja strang- ari reglur PARÍS, AP Rúmlega tugur afrískra þjóða bað í gær um að settar yrðu strangari alþjóðlegar regl- ur um fílabeinsviðskipti. Telja þjóðirnar að nýlegar breytingar á reglugerðum stofni viðkvæm- um fílastofnum í hættu. Leiðtogar náttúruskoðunar- og veiðifyrirtækja sem hittust á tveggja daga fundi í París, sögð- ust vilja draga kjarkinn úr veiðiþjófum. „Við viljum gera allt til þess að stöðva viðskipti með fílabein,“ segir Bernand Perty, talsmaður alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.