Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2004 greiðslur sem gilda til ársins 2005. Samkvæmt þeim geta stjórnvöld og sveitarstjórnir sam- þykkt að láta fara fram atkvæða- greiðslur um tiltekin mál. Þegnar landsins eiga sama rétt að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrða er að í það minnsta 40 þúsund manns leggi fram kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um til- tekið mál. Ef slík beiðni kemur fram skal afla undirskrifta að minnsta kosti 600 þúsund kosn- ingabærra manna og er þá skylt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki hafa komið fram beiðnir um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessum grundvelli. Við framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslu er þess krafist að meirihluti þeirra sem taki þátt í atkvæðagreiðslunni felli þá ákvörðun sem um er að ræða í viðkomandi tilviki, enda séu þeir a.m.k. 30% atkvæðisbærra manna. Niðurstaða kosningar við slíkar aðstæður telst bindandi. Belgía Í Belgíu er hvorki að finna ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðsl- ur í stjórnarskránni né almennum lögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla mun hafa verið haldin einu sinni, þ.e. árið 1950. Atkvæðagreiðslan var ekki bindandi og var byggð á sérstökum lögum sem sett voru af því tilefni. Engin sérstök skilyrði voru sett og réð einfaldur meiri- hluti niðurstöðu í atkvæðagreiðsl- unni. Sviss Svissnesk stjórnskipan byggir að miklu leyti á því sem kallað er milliliðalaust lýðræði. Í Sviss er fyrir vikið löng hefð fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslum. Ef breyta á stjórnarskrá landsins er skylt að leggja málið undir þjóðaratkvæði. Þá geta þegnarnir krafist þess að almenn lög verði borin undir þjóð- aratkvæðagreiðslu með því að leggja fram tiltekinn fjölda undir- skrifta. Ekki er gerð krafa um lág- marksþátttöku eða afl atkvæða. Reglur Evrópuráðsins Feneyjarnefnd Evrópuráðsins gaf út leiðbeinandi reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur 2001. Strangt til tekið taka reglurnar eingöngu til þjóðaratkvæða- greiðslna sem eiga sér stað í tengslum við stjórnarskrárbreyt- ingar. Í hinum leiðbeinandi reglum er meðal annars lögð áhersla á að það sé skýrt kveðið á um það í stjórnarskrá hverjir hafi heimild til að vísa máli til þjóðaratkvæðis, hvers konar málefnum verði vís- að til þjóðaratkvæðis, hvort úrslit kosninga séu bindandi og fleira. Í hinum leiðbeinandi reglum er talið æskilegra að setja skilyrði um að tiltekið lágmarkshlutfall at- kvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði með eða á móti til- teknu málefni heldur en að binda úrslit kosninga því skilyrði, að til- tekið lágmarkshlutfall atkvæðis- bærra manna hafi tekið þátt í kosningunum sem slíkum. Vinna mun vera að hefjast hjá nefndinni um viðmið í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslur al- mennt, en hún mun ennþá vera á byrjunarstigi. ■ STRAND Ekki er enn ljóst hversu miklar skemmdir hafa orðið á tyrkneska súrálflutningaskipinu Kiran Pacific sem strandaði um 3,3 sjómílur norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardag. Skipið losnaði af standstað á mánudag með hjálp dráttarbáts- ins Hamars frá Hafnarfirði. Kafarar hafa unnu að athug- unum á skemmdum í gærdag og munu halda því áfram í dag. Þá er einnig unnið að því að af- ferma skipið en sú vinna getur tekið allt upp undir viku. Þá get- ur rigning tafið fyrir afferm- ingu þar sem súrálið er í duft- formi og má ekki blotna. Þegar skemmdir skipsins hafa verið kannaðar að fullu verður hægt ákveða hvert skipið fer til viðgerðar og hvort það muni geta siglt yfir hafið án fylgdarskips. Við fyrstu skoðun Siglingastofn- unar á skipinu virðist ekkert stór- vægilegt hafa verið að innanborðs þegar skipið strandaði. Enn á þó eftir að fara yfir hluta af pappír- um og skírteinum skipsins. ■ New York: AT&T sektað BANDARÍKIN, AP Bandaríska símafyrir- tækið AT&T hefur verið sektað um sem svarar 35 milljónum króna í kjölfar rannsóknar á viðskiptahátt- um þess. Auk þess að þurfa að greiða sektina þarf fyrirtækið að endur- greiða 311 þúsund íbúum New York ótilgreinda upphæð vegna reikninga sem þeim voru sendir. Fyrirtækið rukkaði fyrir símaþjónustu sem það hafði aldrei óskað eftir eða notaði aldrei. Þarf fólk að óska eftir endur- greiðslu innan 45 daga. Mjög mis- jafnt er hvað hver einstaklingur var rukkaður um háa fjárhæð. Þær nema allt frá nokkur hundruð krón- um upp í þúsundir króna. ■ KIRAN PACIFIC Afferming súrálsskipsins er hafin og getur staðið í allt upp undir viku. Kiran Pacific: Enn verið að kanna skemmdir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.