Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2004 Útsalan hefst á morgun Jakkaföt stakir jakkar yfirhafnir skyrtur o.fl. o.fl. bolir Laugavegi 74 • Sími 551 3033 KAUPSKIP Innan samgönguráðu- neytisins er því vísað á bug að ekki hafi verið unnið að því að koma á reglum um skipa- skráningu íslenskra kaupskipa en félag skipstjórnarmanna hef- ur þungar áhyggjur af mikilli fækkun Íslendinga í áhöfnum þeirra erlendu skipa sem hér starfa fyrir íslenskar kaupskipa- útgerðir. Er bent á þá staðreynd að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra setti ásamt Geir Haarde fjármálaráðherra á fót starfshóp til að fara yfir og koma með til- lögur að frumvarpi til laga um ís- lenska alþjóðlega skipaskrá. Hefur verið unnið síðan að því að kanna fjárhagslegan ávinning, kostnað af stofnun slíkrar skipa- skrár og hver þörfin sé hér á landi. Sé tekið mið af nágranna- þjóðum eru skattaívilnanir af hálfu stjórnvalda forsenda stofn- unar slíkra skráa og hafa stjórn- völd hérlendis að nokkru tekið fyrstu skrefin í þá átt með und- anþágu frá stimpilgjöldum af af- sali og veðböndum og enn frem- ur heimilað þurrleiguskáningu á íslensku skipaskránni. Þetta hef- ur gert að verkum að kostnaður við skráningu hérlendis og erlendis er svipaður. Hagsmunaaðilar hafa einnig sýnt samstarfsvilja sem ekki var til staðar áður og standa vonir til að hægt verði að komast að niðurstöðu innan tíðar. ■ EFNAHAGSMÁL Heildartekjur ríkis- sjóðs námu tæpum 67 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt Hagstofu Íslands, sem birtir nú í fyrsta sinn saman- dregið talnaefni yfir fjármál ríkis og sveitarfélaga á rekstrargrunni innan ársins, en ekki eingöngu árstölur eins og verið hefur. Rekstrargjöld og fjárfestingar ríkisins voru 68.282 milljarðar króna og var tekjujöfnuður því neikvæður um 1,3 milljarða króna. Tekjur sveitarfélaganna voru rúmir 21 milljarður króna og rekstrargjöld og fjárfestingar námu 21.991 milljarði. Tekju- jöfnuður sveitarfélaga var því neikvæður um 0,6 milljarða. Tekjujöfnuður hins opinbera í heild var neikvæður um tvo millj- arða króna eða 2,2% af tekjum þeirra á fyrsta ársfjórðungi. Talnaefni þetta, sem byggir á bráðabirgðatölum frá Fjársýslu ríkisins og sveitarfélögum, er meðal annars unnið vegna þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á sig í tengslum við EES-samninginn. Upplýsingarnar munu einnig koma innlendum stjórnvöldum að gagni við mat á hagþróun innan ársins. Tölurnar frá sveitarfélög- unum byggja á úrtaki sjö sveitar- félaga með 50% íbúafjöldans og hefur það úrtak verið fært upp til heildar. ■ Menntaskólinn í Kópavogi: Skólinn fullsetinn FRAMHALDSNÁM Menntaskólinn í Kópavogi er fullsetinn og getur ekki tekið við fleiri nýnemum, seg- ir Steinnunn Inga Óttarsdóttir, áfangastjóri skólans. Greint var frá því að örfá sæti væru laus í frétt blaðsins í gær. Þau eru á skrifstofu- braut tvö. Inntökuskilyrði er að hafa lokið skrifstofubraut eitt eða tveim til þrem önnum í framhalds- skóla. Einnig eru nokkur laus pláss í hagnýtt fjármála- og viðskipta- greinanám sem er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja. Skrif- stofur skólans verða opnaðar 4. ágúst. Sjá upplýsingar á heimasíðu skólans. ■ GEIR HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA Rekstrargjöld og fjárfestingar ríkisins voru 68.282 milljarðar króna og var tekjujöfnuður því neikvæður um 1,3 milljarða króna. Hagstofan birtir tölur um fjármál hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi: Tveggja milljarða tap á rekstri hins opinbera Samgönguráðuneyti kannar kosti og galla alþjóðlegar skipaskrár: Unnið í samráði við hagsmunaaðila NÝLEG SKIP KAUPSKIPAFLOTANS Meta þarf kosti og galla alþjóðlegrar skipaskrár í samráði við hagsmunaaðila áður en ákvörðun um upptöku verður tekin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.