Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 19
Ýmislegt kynlegt ber á fjörur Internetsins um þessar mundir. Upplýsingaþjóðfélagið opnar ýmsar gáttir sem áður voru lokað- ar heima á Íslandi. Við getum fyl- gst með heimsviðburðum í beinni línu. Við getum kíkt yfir öxlina á valdhöfum okkar. Við höfum tæki- færi að skoða felustaði þeirra. Fréttabréfið Washfile er gefið út af usinfo.state.gov (sem ég geri ráð fyrir að hérlendis hafi einu sinni var kölluð Upplýsingaþjón- usta Bandaríkjanna). Þar eru fréttir frá Hvíta húsinu, t.d. frá 15. apríl: „Bin Laden, Palestínu- menn, SÞ / Írak, Ísland“. Við erum þarna í góðum félagsskap, ekki amalegt. „Bush fagnar stuðningi leiðtoga Íslands í styrjöld gegn hryðjuverkum [...] Forsetinn þakkaði forsætisráðherra Íslands Davíð Oddssyni fyrir sterkan stuðning í Írak og fyrir sterkan stuðning í styrjöldinni gegn hryðjuverkum,“ sagði blaða- fulltrúinn um símtal forsetans 15. apríl við forsætisráðherrann sem var staddur hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York. „Báðir leiðtog- arnir lýstu yfir vilja sínum og skuldbindingu að styðja írösku þjóðina í baráttu hennar að kom- ast frá harðstjórn til frelsis.“ Þessi fréttatilkynning er svo sem ekki splunkuný af nálinni. En það er gott að hafa hana í huga þegar við veltum fyrir okkur ábyrgð okkar Íslendinga og stöðu í sam- félagi þjóðanna árið 2004. Nýlegra fréttabréf, dagsett 3. júní, færir okkur fréttir sem við höfum svo sem fengið að heyra um hér heima á Fróni. „Liðssveit- ir undir forystu Nató taka við hernaðarsvæði Kabúl-flugvallar. ISAF tók við stjórn 1. júní; tyrk- neskar þyrlur bætast við liðsafl- ann [...] Með þessu lýkur yfirtöku hernaðarhluta flugvallarins frá þýska flughernum til ISAF stjórn- að af NATO. Ísland er forystu- þjóðin sem útvegar starfslið og tæki fyrir stjórn flugvallarins [...] Aðstoðaryfirstjórnandi ISAF Wolfgang Korte undirhershöfð- ingi yfirfærði stjórn alþjóðaflug- vallarins í Kabúl frá Kuhn ofursta frá Þýskalandi til Halli Sigurdson, ofursta frá Íslandi...“ Að sjálf- sögðu voru íslenski utanríkis- ráðherrann, Halldór Ásgrímsson og þýski aðstoðarvarnarmála- ráðherrann Klaus-Guenther Biederbick viðstaddir. Í sömu frétt er einnig sagt frá auknum styrk frá Tyrklandi. 3 Blackhawk þyrlur ásamt 56 manns. En þátt- takan í Afganistan er fyrsta verk- efni Tyrkja utan síns heimalands. Svo mörg voru þessi orð. En því er ég að eyða bleki á þessar fréttir? Hvað er það sem þykir tíðindum sæta? Er ekki búið að fjalla um þetta í blöðunum? Er þetta ekki draumur okkar ráða- manna með dómsmálaráðherra í fararbroddi að verða fullgildur þátttakandi í hernaðarsamfélagi þjóðanna? Jú, það er allt satt og rétt. En þessar fréttir ættu að fá okkur til að nema staðar og hugsa málin. Velta vöngum. Það var ein- mitt það sem ég gerði. Ég fletti upp í netinu; villtist inn í utanrík- isráðuneytið og fann þar fréttatil- kynningu um þessi tíðindi í Afganistan (utanrikisraduneyti.is /frettaefni /frettati lkynning- ar/nr/2268). Þar kom í ljós að Ís- land hefði tekið við stjórn alþjóða- flugvallarins í Kabúl. Og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var þar viðstaddur. Þetta er stærsta verkefni „íslensku friðar- gæslunnar“. Ísland mun gegna hlutverki „Focal Point“ í fjölþjóð- aliði NATO með 17 af 300 stöðu- gildum, yfirmaður flugvallarins, flugvallarstjórinn er enginn Halli Sigurdson ofursti heldur okkar ágæti Hallgrímur Sigurðsson sem hefur starfað á Pristinaflugvelli í Kosovo við góðan orðstír. Þar er ég kominn að kjarna minna hugsana. Í íslensku frétta- tilkynningunni frá 1. júní fer lítið fyrir hermennsku. Þar koma eng- ir aðstoðaryfirstjórnendur, að- stoðarhershöfðingjar, ofurstar eða aðrir herstjórnendur við sögu. Meira að segja aðstoðarvarnar- málaráðherra Þjóðverja kemur þar hvergi við sögu. Okkar sýn á þátttöku okkar á ekki að mengast af neinu hernaðarbrölti. Það á að læða okkur inn í hernaðarsam- starfið í rólegheitum án þess að við vitum af því. Halldóri Ásgrímssyni virðist ætla að takast það sem Björn Bjarnason dreymir um. Að stofna íslenskan her án vitundar okkar. Þetta er allt gert án þess að við vöknum af þyrnirósarsvefni vanans. Utanríkisráðuneytið sendir ekki út fréttatilkynningar um mannfall í liði ISAF í Afganistan sem er töluvert. Um það og marg- an annan fróðleik um baráttu þessara sveita við að verja Kabúl getum við lesið á netinu (afnorth.nato.int/ISAF/). Í seinustu fréttum 7. júní er sagt frá minningarathöfn um norskan hermann, Tommy Roedn- ingsby, 29 ára, sem lést í eld- flaugaárás 23. maí en sú athöfn fór fram á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Fréttatilkynningar sem ég hef vitnað í eru lesnar af fólki út um allan heim. Bæði af fagfólki og áhugamönnum, líka af þeim sem vilja vinna Bandaríkjamönnum og þeirra bandamönnum tjón. Hvernig eru þær túlkaðar af lesendunum? Er okkur svo mikið í mun að vera með í stjörnuliði Bush, Rumsfelds og félaga? Í þessu stjörnuliði þar sem foringj- arnir hafa sett upp áætlun um al- gjör heimsyfirráð eins stórveldis sem má nota öll meðul til að halda völdum sínum (sjá leiðara Morg- unblaðsins 10. júní). Er nauðsyn- legt að votta heimsveldinu „sterk- an stuðning“ og setja okkur undir sama hatt og þeir eins og gert er í fréttatilkynningum. Þurfum við að koma okkur upp herliði sem við lögðum áherslu á í árdaga NATO að við myndum aldrei gera. Sem var sérstaða okkar sem smá- þjóðar. Kannski er hér komið efni í nýja þjóðatkvæðagreiðslu? ■ 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR18 Halli ofursti tekur við völdum Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur fjórfaldast á tveim árum og er nú eitt það mesta á landinu. Á um níu mánaða tímabili hafa um 150 manns misst vinnuna á Keflavíkur- flugvelli og ekkert lát virðist á upp- sögnum þar. Stjórnarflokkarnir hafa leikið atvinnulíf á Suðurnesjum afar grátt. Ríkisstjórnin hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða til að búa í haginn og renna stoðum und- ir atvinnulíf sem gæti komið í stað- inn fyrir þau störf sem óhjákvæmi- lega töpuðust í tengslum við sam- drátt á vegum Varnarliðsins sem hefur verið fyrirsjáanlegur í mörg ár. Hlálegt var að heyra Suður- nesjaþingmanninn Hjálmar Árna- son, formann þingflokks Fram- sóknarflokksins, lýsa því í fréttum RÚV fyrir nokkru að bandarísk stjórnvöld væru með fólk á Suður- nesjum í gíslingu. Hið rétta er að það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem halda fólki í gíslingu með að- gerðaleysi sínu og sinnuleysi við að veita fólki þær upplýsingar um framtíð þess sem það á kröfu á. Mál varðandi veru hersins á Keflavíkurflugvelli, þar með talin atvinnumál, komu margoft til um- ræðu á Alþingi á liðnum vetri. Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknar sem ber ábyrgð á ástandinu, var til and- svara. Við í stjórnarandstöðunni spurðum hann hvað eftir annað hver hin raunverulega staða væri í þessum málum, og hvað íslensk stjórnvöld hygðust gera til að mæta þeim vanda sem kæmi upp í tengslum við samdráttinn. Halldór gaf vægast sagt loðin svör. Hjálm- ar Árnason tók einu sinni til máls í þessum umræðum og talaði í tvær mínútur. Framsókn er ráðþrota í þessu máli og reynir nú að koma sök vegna eigin vanhæfi yfir á Bandaríkjamenn. Betra hefði verið að ríkisstjórn- in hefði eytt einhverjum af þeim milljörðum sem hafa farið í utan- ríkisþjónustu undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar í að hlúa að upp- byggingu atvinnulífs á Suðurnesj- um. Utanríkisþjónustan tútnar út. Árið 1996 voru útgjöld utanríkis- ráðuneytisins um tveir milljarðar. Á síðasta ári var þessi upphæð 5,5 milljarðar. Peningum hefur verið sólundað í sendiráð víða um heim, brölt tengt hernaði í Kosovo og Afganistan, vafasama umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fleira. Fjármunum þjóðarinnar er sólundað til að reyna að gera veg utanríkisráðherrans sem mestan á meðan hann er í embætti. Þessum peningum hefði verið betur varið til að hlúa að því sem skiptir máli hér heima á Íslandi. Að fólk hafi vinnu. En hvað er til ráða til að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum? Við eigum fyrst og fremst að horfa til gjaldeyrisskapandi grunnatvinnu- greina þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mannauður og net- verk fyrirtækja og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg. - Leggja ber áherslu á lagningu nýrra vega til og frá Suðurnesjum. Hinn nýi Suðurstrandarvegur á milli Grindavíkur og Þorláks- hafnar er hér forgangsatriði. Þessi vegur sem beintengir tvö mikilvæg atvinnusvæði á landsbyggðinni liggur um mjög fallegt svæði. Hann yrði lyftistöng bæði fyrir ferðaþjónustu og annað atvinnulíf. - Það verður að slaka á hinni lamandi kló kvótakerfisins. Það á strax að afnema kvótasetningar á ýsu, ufsa, keilu, löngu, skötusel og kolmunna. Ef nýjustu ástands- skýrslu Hafrannsóknarstofnunar er flett þá sést að ekkert mælir með því að þessir stofnar séu í kvóta. Þeir eru ekki í neinni hættu, heldur örum vexti samfara miklum hlýindum í sjónum umhverfis land- ið. Afnám kvótasetningar í þessum tegundum yrði mikil vítamín- sprauta fyrir atvinnulíf á Suður- nesjum og reyndar víðar í Suður- kjördæmi. Suðurnes gætu þá notið nálægðar sinnar við auðug fiskimið og alþjóðaflugvöll til að flytja út ferskan fisk sem hæstu verð fást fyrir. - Á síðustu dögum þinghalds í vor, samþykkti Alþingi að fela rík- isstjórninni að kanna kosti og hag- kvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Sandgerði yrði góður staður. Þar eru nú stund- aðar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sand- gerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef slakað yrði á kvótakerfinu. Þar eru fiskvinnslufyrirtæki og fiskmark- aður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði að frábærum og einum allsherjarsýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu um- hverfis Ísland, íslenskan sjávar- útveg og menningu tengda honum. Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suður- nesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi. Greinarhöfundur er 9. þing- maður Suðurkjördæmis, þing- flokksformaður og varaformaður Frjálslynda flokksins. Atvinnumál á Suðurnesjum Meðalútgjöld á mann þar sem börn eru í heimili eru mun minni en þar sem eingöngu full- orðnir eru í heimili, sem bendir til þess að börn séu ódýrari í rekstri en full- orðnir. ,, ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR Í NÝRRI RANNSÓKN á útgjöldum heim- ilanna sem Hagstofan gaf út í síðustu viku má finna ýmsar áhugaverðar upp- lýsingar. Hagstofan gerir slíkar kannanir reglulega til að nota sem grunn við út- reikning vísitölu neysluverðs. Eins og fram hefur komið í fréttum þá kemur í ljós að útgjöld heimilanna til neyslu hafa aukist um ríflega 50% frá 1995 á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 30%. En rýnum aðeins betur ofan í könn- unina. Ef við reiknum útgjöld heimil- anna á hvern mánuð sést að útgjöld heimilanna eru að meðaltali 290 þús- und krónur en voru 190 þúsund á árinu 1995. Þessar tölur segja ekki mikið, svo við skulum skoða þær nánar eftir fjöl- skyldugerð. Það er enginn nýr sann- leikur að það sé hagkvæmara að vera tveir í heimili en einn og þetta kemur skýrt fram í könnuninni. Þar sést að neysluútgjöld einhleypra nema 161 þúsundi á mánuði samanborið við 146 þúsund á mann þar sem tveir fullorðnir eru í heimili. Það er sem sagt 10% dýrara að búa einn. Til fróðleiks skulum við bera þessar tölur saman við meðalatvinnutekjur. Þær mældust um 210 þúsund á árinu 2002 og 106 þúsund á árinu 1995. Ein- hleypur einstaklingur með meðalat- vinnutekjur eyddi því 75% af tekjum sínum í neyslu á árinu 2002. Hagur þessa einstaklings hefur batnað frá ár- inu 1995 þegar samsvarandi einstak- lingur eyddi 94% af tekjum sínum í neyslu. Það er líka athyglisvert að á meðan meðalatvinnutekjur eru 210 þúsund þá eru útgjöld meðalheimilis 290 þúsund. Það bendir til þess að ann- aðhvort séu fleiri en ein fyrirvinna á meðalheimilinu eða skuldir meðal- heimilisins aukist í hverjum mánuði. Nema hvort tveggja sé. Meðalútgjöld á mann þar sem börn eru í heimili eru mun minni en þar sem eingöngu fullorðnir eru í heimili, sem bendir til þess að börn séu ódýrari í rek- stri en fullorðnir. Með smá talnaleikfimi má reikna út að meðalneysluútgjöld vegna barna séu um 47 þúsund krónur á mánuði. Þarna gef ég mér að neyslu- útgjöld á hvern fullorðinn á heimili þar sem börn eru sé sambærilegur við það þar sem einungis fullorðnir eru í heimili, samanber tölurnar hér að ofan. Ef við höldum áfram að leika okkur með þessar tölur, þá kostar neysla meðal- barnsins 560 þúsund á ári. Ef við mið- um við 5% vexti, þá má búast við að út- gjöld vegna barns sem fæðist á árinu 2002 verði orðin samtals 18 og hálf milljón króna á tvítugsafmæli barnsins. Hvað kosta börnin? Betra hefði verið að ríkisstjórnin hefði eytt einhverjum af þeim milljörðum sem hafa farið í utanríkisþjónustu undir stjórn Halldórs Ásgríms- sonar, í að hlúa að upp- byggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Utanríkis- þjónustan tútnar út. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN ATVINNUMÁL ,, Okkar sýn á þátt- töku okkar á ekki að mengast af neinu hernaðar- brölti. Það á að læða okkur inn í hernaðarsamstarfið í rólegheitum án þess að við vitum af því. Halldóri Ás- grímssyni virðist ætla að takast það sem Björn Bjarnason dreymir um. Að stofna íslenskan her án vitundar okkar. ERLING ÓLAFSSON SAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN UTANRÍKISMÁL ,, HERMENN Á ÆFINGU Greinarhöfundur bendir á mun sem er á íslenskum og erlendum fréttatilkynningum varðandi aðkomu landsins að stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl og telur að verið sé að læða þjóðinni bakdyramegin inn í hernaðarsamstarf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.