Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 21
Eina skáldsaga Margaretar Mitchell, Á hverfanda hveli, var gefin út á þessum degi árið 1936 og varð ein best selda skáldsaga allra tíma og er talið að um 25 milljónir eintaka hafi selst. Á hálfu ári frá útgáfudegi hafði ein milljón eintaka selst og bárust fregnir af því að allt að 50.000 eintök hefðu selst á einum degi. Margaret Mitchell fæddist í Atlanta árið 1900. Hún hafði von- ast til að verða læknir en varð þess í stað blaðamaður og skrif- aði fyrir The Atlanta Journal 1922–1926. Árið 1925 giftist hún og hætti í blaðamennsku ári síð- ar vegna ökklameiðsla. Næstu tíu árin hjá henni fóru í skriftir og rannsóknir um Suður- ríkin og þrælastríðið sem undirbúning fyrir bók sína Á hverfanda hveli. Stór- mynd var gerð eftir bók- inni árið 1939 með þau Vivien Leigh og Clark Gable í aðalhlutverkum sem Scarlett og Rhett og Leslie Howard og Olivia de Havilland sem Ashley og Melanie. Kvikmyndin fékk þrettán tilnefningar til Óskarsverðlauna og féllu átta verðlaun í henn- ar hlut, þar á meðal sem besta myndin, bestu leik- stjórn og fyrir bestu leikkonuna í aðal- hlutverki. Mitchell skrifaði aldrei framhald á bók sinni, en erf- ingjar hennar seldu Warner Books réttinn á framhaldssög- unni fyrir nær fimm milljónir dala árið 1988. Alexandra Ripley skrifaði framhaldssöguna Scar- lett árið 1991. Sú bók komst í fyrsta sæti metsölulista þrátt fyr- ir kaldar kveðjur gagnrýnenda. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1097 Krossfarar sigra Tyrki við Dory- laeum. 1894 Kórea lýsir yfir sjálfstæði frá Kína og biður Japana um aðstoð. 1908 Óútskýrð sprenging verður í Síber- íu, tré falla niður og fólk verður meðvitundarlaust í 60 km radíus frá sprengistaðnum. Sumir vís- indamenn telja að brot úr loft- steini sem féll til jarðar hafi orsak- að sprenginguna. 1952 Sápuóperan Leiðarljós, sem er mörgum Íslendingum góðkunnur, hefur göngu sína. 1963 Páll VI (Giovanni Battista Montini) er krýndur páfi. 1971 Þrír sovéskir geimfarar finnast látnir í geimskutlunni Sojus 11, þegar hún snýr aftur til jarðar. 1974 Rússneski balletdansarinn Mikhail Baryshnikov leitar hælis í Toronto, Kanada. 1978 The Sex Pistols gefa út smá- skífuna, My Way. 1985 39 bandarískum gíslum er bjarg- að í Beirút, eftir að hafa verið í haldi í 17 daga. 1994 Bandaríska listskautasambandið dró til baka meistaratitil Tonyu Harding frá sama ári og setti hana í lífstíðarbann í keppnum sam- bandsins eftir árás hennar á keppinaut sinn, Nancy Kerrigan. Á HVERFANDA HVELI Auglýsing fyrir óskarsverðlaunamynd frá 1939 sem gerð var eftir bók sem gefin var út fyrr 68 árum. Í allri hreinskilni stendur mér á sama „Bókin var upphaflega gefin út í tilefni af 50 ára afmæli pabba en það eru 38 ár síðan. Bókin var óg- urlega vel úr garði gerð, bæði hönnun og prentun,“ segir Pétur Halldórsson, sem stendur að endurútgáfu Hófadyns ásamt systkinum sínum. Hófadynur er verk listamannsins Halldórs Pét- urssonar og hefur að geyma ljóð hans og myndir. Það voru þeir Andrés Björnsson þáverandi út- varpsstjóri og Kristján Eldjárn sem á þeim tíma gegndi stöðu þjóðminjavarðar og varð síðar forseti, sem völdu textana sem fylgja myndverkum Halldórs. Bókin vakti athygli á sínum tíma enda var útgáfan glæsileg. „Bókin var verðlaunuð er hún kom út á bókamessu í Leipzig en það var fátítt með íslenskar bæk- ur. Ég hef nú tekið hana til end- urgagns og hannað upp á nýtt en notaðist þó við það sem Torfi Jónsson gerði mjög vel á sínum tíma. Við færum hana þó í örlítið nútímalegra form.“ Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og segir Pétur þau syst- kinin hafa brætt það með sér í langan tíma að gefa bókina aftur út. „Við stofnuðum útgáfu til að halda utan um þetta verkefni. Við eigum líka meira af efni sem við erum að hugsa um að gefa út í framhaldinu eins og „Helgi skoðar heiminn“ og mynd- skreytingar við Grettissögu sem Halldór myndskreytti rétt áður en hann dó en þær hafa aldrei verið gefnar út.“ Útgáfuna nefndu systkinin Fjólu eftir móður þeirra. „ Mamma sá um að pabbi hefði tóm og frið til að vinna. Hún dó í febrúar og endurútgáfa bókar- innar er til minningar um foreld- ar okkar.“ ■ Hófadynur bara byrjunin HÓFADYNUR Þetta er ein þeirra mynda sem prýða bók Halldórs Péturssonar sem nú hefur verið endurútgefin. 20 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT MIKE TYSON Skapstóri hnefaleikakappinn og fyrrum heimsmeistari þungaviktar er 38 ára í dag. 30. JÚNÍ Eygló Hjaltadóttir, Brekkugötu 12, Hafnar- firði, er 50 ára. Hún og eiginmaður hennar, Hall- dór M. Ólafsson, verða að heiman á afmælisdaginn. Njörður P. Njarðvík ís- lenskufræðingur er 68 ára. Óskar Jónasson kvik- myndagerðarmaður er 41 árs. Eggert Andrésson, Asparfelli 10, lést föstudaginn 25. júní. Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali, Aflagranda 40, Reykjavík, lést föstudag- inn 25. júní. Pétur Kristófersson, Olíustöðinni í Hvalfirði, lést mánudaginn 28. júní. Rafn Ragnar Jónsson tónlistarmaður, Norðurbraut 41, Hafnarfirði, lést sunnu- daginn 27. júní. Sigrún Kristinsdóttir, Kolbeinsgötu 15, Vopnafirði, lést þriðjudaginn 23. júní. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrv. bóndi á Kambshóli, Skagabraut 33, Akranesi, lést mánudaginn 28. júní. 10.30 Hrafnhildur Tómasdóttir Redoutey verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 13.30 Hulda Guðmundsdóttir, Hraun- bæ 103, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Hamrahlíð 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. „Ég fer líklegast bara á æfingu í tilefni dagsins og elda mér eitt- hvað gott að borða,“ segir Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari en hún er 27 ára í dag. Þórey er nýkomin úr keppnis- ferðalagi frá Englandi en hún seg- ir sumarið einkennast af mótum og æfingum. „Mér gekk reyndar ekk- ert sérstaklega vel á þessu móti en svona er þetta. Stundum gengur manni vel og stundum ekki.“ Þórey býr í Leverkusen í Þýskalandi og hefur verið þar við æfingar frá því í haust. „Mér líkar rosalega vel hér en ég bý hér eingöngu til að æfa og æfingaraðstaðan er frábær.“ Þórey tók sér frí frá námi í eitt ár en hún hefur stundað nám í verk- fræði við Háskóla Íslands. „Ég hef einbeitt mér algjörlega að Ólymp- íuleikunum sem eru í ágúst en næsta vetur ætla ég hins vegar að reyna að taka einhverja áfanga í fjarnámi.“ Ólympíuleikarnir hefj- ast 13. ágúst en ég mun ekki fara til Aþenu fyrr en 18. ágúst,“ segi Þórey Edda. Hún mun taka þátt í undankeppninni þremur dögum síðar. Leikarnir leggjast vel í Þóreyju Eddu og segist hún vera orðin spennt fyrir löngu. „Spennan magnast með hverjum deginum.“ Í Þýskalandi gerir hún lítið ann- að en að æfa og keppa en á veturna þjálfar hún ellefu sinnum í viku. „Undanfarið höfum við hins vegar æft sex sinnum í viku enda fer mikill tíma í að keppa. Við erum sex stangstökkvarar sem æfum saman en við stefnum öll á Ólymp- íuleikana. Þetta er mjög góður hóp- ur og alveg frábærir þjálfarar.“ Þórey er ekki eini útlendingurinn í hópnum því auk hennar æfir með þeim einn Hollendingur og annar þjálfarinn er pólskur. Aðspurð hvort hún sé ekki orðin reiprenn- andi í þýsku hikar Þórey örlítið. „Ég lærði enga þýsku í framhalds- skóla en ég reyni að babla eitthvað. Ég tala og tala við fólkið í kringum mig og ég ætla rétt að vona að ein- hver skilji mig.“ ■ AFMÆLI ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR ER 27 ÁRA Í DAG ■ Hún er nú við æfingar í Þýskalandi og segist lítið annað gera en að æfa og keppa. Spennan fyrir Ólympíuleikana vex þó með degi hverjum og heldur hún til Aþenu 18. ágúst. ÚTGÁFA HÓFADYNUR, VERK HALLDÓRS PÉTURSSONAR ■ hefur verið endurútgefið. Það eru börn Halldórs sem standa að útgáfunni. 30. JÚNÍ 1936 Á HVERFANDA HVELI ■ Skáldsaga Margaret Mitchell kemur út. ÞÓREY EDDA Hún æfir stangastökk í Leverkusen í Þýskalandi. „Ef ég ætti eina ósk,“ segir Lena Rós Matthíasdóttir prestur í Grafarvogs- kirkju, „þá myndi ég óska þess að það verði góð þátttaka á Grafarvogsdeginum 11. september,“ [ ÓSKIN MÍN ] LENA RÓS MATTHÍASDÓTTIR Spennan magnast fyrir Ólympíuleikana

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.