Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 22
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 163 stk. Keypt & selt 26 stk. Þjónusta 38 stk. Heilsa 7 stk. Heimilið 9 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 11 stk. Tilkynningar 2 stk. Eyðslueyrir í fríinu BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 30. júní, 182. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.04 13.31 23.58 Akureyri 1.55 13.16 24.34 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Eggert Kaaber leikari fjárfesti í hjóli í fyrra og sér aldeilis ekki eftir því. „Ég var búinn að fá nóg af bílnum og vildi bæði koma mér í form og komast út á sumrin svo ég keypti mér Giant-hjól og tók til við að hjóla. Hjólið er bæði um- hverfisvænt og svo spara ég eitthvað á því að nota bílinn minna, sérstaklega eins og bensínverðið er í dag. Ég er kannski ekki mikill hjólreiðagarpur en reyni að hjóla eitt- hvað tvisvar, þrisvar í viku. Hjólreiðaleiðir eru frábærar hér í Kópavoginum, hægt að komast upp í Heiðmörk og nið- ur á smábátahöfn og svo er stutt að fara í Fossvoginn og þaðan vestur í bæ svo hjólið kemur mér í allar áttir.“ Egg- ert segir hjólreiðarnar vera fyrir alla fjölskylduna: „Hjól- reiðar eru góð hreyfing, umhverfisvæn og fjölskylduvæn. Konan mín er líka búin að koma sér upp hjóli og við erum með sæti aftan á fyrir eldri strákinn. „Öryggið er að sjálf- sögðu í fyrirrúmi.“ Fjölskyldan er með hjálma og öll örygg- isatriði í lagi enda kæmist ég aldrei upp með annað þar sem sonur minn er nýbúinn að fara umferðarskólann og myndi aldrei líða neitt svindl á örggisatriðunum. Við höfum enn ekki farið á fjöll á hjólunum okkar en það kemur að því. Draumurinn er að hjóla Laugaveginn og í Þórsmörk,“ segir Egger Kaaber og hjólar yfir holt og hóla. ■ Eggert Kaaber gerði kjarakaup í hjóli: Langar að hjóla Laugaveginn fjarmal@frettabladid.is NEYTENDASAMTÖKIN hafa ít- rekað óskað eftir verðsamanburði á ostum hérlendis og í nágranna- löndum okkar vegna hás verðlags á Íslandi. Nú hafa Neytendasam- tökin í samvinnu við neytenda- samtök í fjórum löndum, Dan- mörku, Hollandi, Belgíu og Frakk- landi kannað verðið og í ljós kom að osturinn er dýrastur hér í nánast öllum tilvikum og munar oft mjög miklu. Að gerast með- limur Neytendasamtakanna kost- ar 3.300 krónur á ári og fyrir það fæst áskrift að Neytendablaðinu, aðgangur að fyrri tölublöðum og öllu öðru efni Neytendasamtak- anna á vefnum og aðstoð sam- takanna. BENSÍNVERÐ er mun hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þar sem samkeppnin kemur neytendum til góða. Selfoss er eini staðurinn á landsbyggðinni þar sem hægt er að fá lítrann af 95 oktana bensíni á minna en hundrað krónur. Algengt er að lægsta verð á landsbyggðinni sé 108,90 krónur fyrir lítrann en lægsta bensínverð á landinu er í Hafnarfirði 99,70 krónur og í Kópavogi og á Selfossi 99,80 krónur fyrir lítrann. VERÐ á varahlutum er meðal þess sem fólk ætti að íhuga þeg- ar það fjárfestir í nýjum bíl, því verðmunurinn getur verið umtals- verður þó að bílarnir tilheyri nokkurn veginn sama gæða- og stærðarflokki. Það getur munað allt að 25 þúsund krónum á ein- um stuðara. Hagstætt er ef mikið er til af sambærilegum bílum í umferð því þá aukast líkurnar á að fá ódýra notaða varahluti. Það eitt getur sparað manni stórar upphæðir þegar fram líða stundir. HJÁ AUKA.IS er hægt að fá upplýsinar og þjónustu tengda rekstri húsfélaga. Meðal þjónust- unnar auk almennrar ráðgjafar er stofnun og öll umsjá með félag- inu, samskipti við bankastofnanir vegna innheimtu, gerð rekstrará- ætlana, efnahags- og rekstrar- reiknings fyrir húsfélagsfundi og mæting á fundi sé þess óskað. Ef þú ert latur gjaldkeri í þínu hús- félagi gæti þetta verið lausn. Hjólreiðagarpurinn Eggert Kaaber. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. TOYOTA TACOMA EXCAB BENSIN V6. Árg. ‘95, ekinn 121 þús. 2700 cc, fjór- hjóladr. Verð 990 þús. ATH. skipti á ódýrari. S. 517 0000. Jayco Jay 1007 11’ árg. 1996, skyggni, CD, ofl. Tilboðsverð 490 þ. S. 577 3777. Flugustöng lína og hjól + 2 daga kast námskeið Verð aðeins frá 13.900 kr. Veiðiportið, Grandagarði 3. Sími: 898 3946.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.