Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 23
Reyndu að spara með því að selja bílinn og taka strætó. Þannig losnarðu við að finna stæði og færð góða hreyfingu í leiðinni. Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SKRIFAR UM FJÁRFESTINGAR FYRIR SPARNAÐ. Sparnaður og fjárfestingar Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í at- vinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í megin- atriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fast- eignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fast- eign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðing- ar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðun- ar að það sé bæði flókið og áhættu- samt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggð- um verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhæt- tu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxt- unarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er ann- ars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxt- unin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparn- aði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f/ 90 40 12 4 Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 50% afsláttur aflántökugjalditil 1. júlí Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Jóhanna Jónas fjár- festi í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. „Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston Uni- versity og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið um- breytti mér bókstaf- lega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skóla- gjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Am- eríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á frama- braut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á viss- an hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlut- um heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á.“ ■ Verð á hráolíu lækkaði í fyrradag og hefur því ekki verið lægra í tvo mánuði. Ástæðu þessarar lækkunar má væntanlega rekja til aukins útflutn- ings á olíu frá Írak og Noregi. Verkfall norskra olíuverkamanna lauk á föstudaginn og á laugar- daginn var lokið við við- gerð á olíuleiðslu í Írak sem hafði orðið fyrir s k e m m d a r v e r k u m . Einnig bar það til tíðinda að Írak endurheimti full- veldi sitt í fyrradag eftir fimmtán mánaða hernám og hefur því útflutningur um Persaflóann hafist að nýju. Á fundi sem haldinn var í Beirút 3. júní ákváðu OPEC-ríkin að auka olíu- framboð sitt um tvær millj- ónir tunna á dag strax 1. júlí. Þá fer framboðið úr 23,3 milljónum tunna í 25,5 milljónir tunna og eykst framboðið aftur um 500 þúsund tunnur á dag í ágúst. Einnig kom fram á þessum fundi að samtökin framleiddu meiri olíu til að lækka verð en verð á olíu lækkaði um 3,7 prósent í seinustu viku sem er mesta lækkunin á einni viku í þrjá mánuði. Olíuverð hefur lækkað um þrettán prósent frá 1. júní en þá var það í hámarki. Nú er olíuútflutn- ingur frá Noregi kominn í eðlilegt horf og OPEC ríkin auka framboð sitt þannig að búist er við því að fram- boð á olíu sé nægilegt til að mæta vaxandi eftirspurn. ■ ■ Verðlag á veitingastöðum er mis- jafnt en kvöldverður fyrir fjölskyld- una án víns kostar á bilinu 3000 til 6000 krónur. ■ Aðgangseyrir í sundlaugar- eða ævintýragarða 8000 til 12.000 krónur fyrir alla fjölskylduna. ■ Leiga á sólbekk á ströndinni kostar 250 til 500 krónur. ■ Leiga á hjólabát fyrir fjóra í klukku- tíma kostar 1000 krónur en jet-ski í fimmtán mínútur fyrir tvo kostar 4000 krónur. ■ Skipulagðar dagsferðir á vegum ferðaskrifstofu kosta mismikið eftir því hvort máltíðir eru innifaldar eða ekki. Meðalverð á slíkum ferð- um er 2000–5000 krónur á mann. ■ Bílaleigubíll hjá spænskri bílaleigu kostar 3000 til 6000 þúsund krónur á dag. ■ Ís í sjoppu eða sjálfsala kostar 100 til 200 krónur en í ísbúð 400 til 700 krónur. ■ Verð á bjór er háð því hvar verslað er, stór bjór á bar kostar 300 til 500 krónur en í matvöruverslun kostar flöskubjór 150 til 250 krón- ur. ■ Kaffi eða gos kostar 120 til 200 krónur. ■ Það er því varlegt að gera ráð fyrir 100.000 krónum að algeru lág- marki í eyðslueyri fyrir fjölskylduna í viku og líklega er 150.000 nær raunveruleikanum. Spánn er vinsæll frístaður fyrir Íslendinga og á undan- förnum árum hafa fluggjöld þangað sem og til annarra vinsælla áfangastaða lækk- að til muna í verði. En þótt hægt sé að krækja í ódýrar pakkaferðir til Spánar kost- ar dvölin þar sitt. Hjón sem ferðast með tvö börn og búa á hóteli á Spáni í viku þurfa að eiga fyrir ýmsu. Hvað kostar að vera í útlöndum með tvö börn? Gera verður ráð fyrir eyðslueyri Ekki er allt fengið með því að fá ódýra ferð á sólar- strönd, dvölin kostar sitt. Verð á hráolíu lækkar: Aukinn útflutningur frá Írak og Noregi Olíuverð hefur lækkað um þrettán prósent frá 1. júní en þá var það í algjöru hámarki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér þegar hún fór í leiklistarnám til Bandaríkjanna.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Besta fjárfestingin: Blómsturupplifun í leiklistarskóla í Bandaríkjunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.