Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 31
22 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Lorenzo Sanz tjáir sig um enska landsliðsfyrirliðann: Það voru mistök að kaupa David Beckham FÓTBOLTI Ákvörðun forseta Real Madrid, Florentino Perez, þess efnis að kaupa David Beckham var ein af aðalástæðunum fyrir slæmu gengi liðsins á nýliðinni leiktíð, en þá stóð Real Madrid uppi titlalaust í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta segir fyrrum forseti Real Madrid, Lorenzo Sanz, sem stefnir að því að velta Perez úr sessi í for- setakosningum félagsins í næsta mánuði en þessir tveir kappar átt- ust við fyrir fjórum árum. „Liðið eins og það er í dag er ekkert annað en lið sem er stút- fullt af stórstjörnum án jafnvæg- is. Það er deginum ljósara að það var fáránleg ákvörðun að kaupa David Beckham og leyfa Claude Makelele að fara. Þá höfðum við líka Luiz Figo og var það ekki nóg? Mér sýnist sem svo að aðalá- stæðan fyrir kaupunum á Beck- ham hafi verið af markaðslegum toga en ekki fótboltalegum. Ásýnd félagsins nú er ekki góð, við lítum út fyrir að vera hrokafullir og lið- ið skortir alla auðmýkt. Nú verð- um við að snúa við blaðinu og búa til þétt lið sem er í jafnvægi, innan vallar sem utan,“ sagði Lorenzo Sanz. ■ Báðum liðum líður best að spila blússandi sóknarleik Portúgalar mæta Hollendingum í kvöld í undanúrslitum á Evrópumótnu í Portúgal. EM Í FÓTBOLTA Portúgalar mæta Hollendingum í undanúrslitum EM í kvöld og verður væntanlega mikið um dýrðir, innanvallar sem utan. Mikil spenna er í Portúgal en heimamenn hafa heldur betur snú- ið við dæminu eftir óvænt tap gegn Grikkjum í fyrsta leik. Hol- lendingar voru heldur ekkert alltof sprækir í byrjun móts en rétt eins og hjá Portúgölum hefur verið stígandi í leik liðsins. Báðum liðum fer best að leika blússandi sóknarbolta og vonandi verður raunin sú. Á hinn bóginn vill það oft brenna við að í leikjum sem eru þetta mikilvægir að var- kárnin verði höfð í fyrirrúmi enda hver mistök dýr og enginn vill verða valdur að tapi – framlenging og vítaspyrnukeppni myndi vænt- anlega ekki koma neitt gríðarlega mikið á óvart. Hollendingar hafa einu sinni komist í úrslitaleikinn, fyrir sext- án árum, en þá fóru þeir alla leið og hömpuðu Evrópumeistaratitlin- um eftir leik gegn Sovétmönnum. Árangur Portúgala nú er jöfnun á þeirra besta árangri hingað til en í EM árið 1984 komust þeir í undan- úrslit en töpuðu þá fyrir Frökkum. Þjálfari Portúgala, Brasilíu- maðurinn Luiz Felipe Scolari, virðist á hinn bóginn vera nokkuð upptekinn af leikaraskap og brögðum Hollendinga. Hann hefur hvatt dómara leiksins, Svíann Anders Frisk, í fjölmiðlum, að vera á varðbergi gagnvart Hol- lendingum: „Dómarinn verður að fara var- lega svo hann gefi ekki Hollend- ingum forskot – við erum búnir að greina leik þeirra niður í smæstu atriði og erum meðvitaðir um brögð þeirra sem dómarinn á ekki alltaf auðvelt með að koma auga á. Ég sagði fyrir mót að markmið okkar væri að komast í undanúr- slitin en auðvitað vil ég núna fara alla leið og við getum það alveg. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að Hollend- ingar eru með mjög sterkt lið og við erum ekki á neinn hátt sigur- stranglegra liðið þó við séum á heimavelli. Ef litið er á tölfræðina sjáum við að liðin eru nokkuð jöfn í helstu þáttum hennar og væntan- lega verður því um mjög jafnan leik að ræða,“ sagði Luiz Felipe Scolari fyrir leikinn. ■ Helveg yfirgefur Inter: Fer líklega til Everton FÓTBOLTI Danski landsliðsmaður- inn, Thomas Helveg, segist vera á förum frá Ítalska liðinu Inter Mílanó. „Ég verð ekki áfram hjá Inter en það er ekki komið á hreint hvert ég mun fara. Næsta skref er að ráðfæra mig við umboðsmann minn en helst af öllu vildi ég vera áfram á Ítalíu. Þó væri ákveðin ögrun að enda ferilinn í öðru landi og ég get sagt það að Everton hefur sýnt áhuga á að fá mig til liðs við sig,“ sagði Thomas Helveg sem spilað hefur á Ítalíu undanfarin tíu ár þar á meðal með liði AC Milan. ■ ■ ■ SJÓNVARP  18.25 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Portúgala og Hollendinga í undanúrslitum á EM í fótbolta.  19.20 Suður-Ameríku bikarinn á Sýn. Umfjöllun um fótboltaveisl- una sem er framundan á Sýn.  20.20 Gullleikur úr Meistara- deildinni á Sýn. Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða 1994, milli AC Milan og Barcelona.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði.  22.15 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum dagsins á EM í fótbolta.  22.50 Landsmót hestamanna á RÚV. Samantekt frá keppni dagsins á landsmótinu á Hellu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Miðvikudagur JÚNÍ EM Í FÓTBOLTA Það er Tékkinn Kar- el Poborský sem hefur lagt upp flest mörk á Evrópumótinu í Portúgal til þessa en Poborský hefur átt alls fjórar stoðsendingar í fjórum leikjum Tékka í keppn- inni þar af tvær þeirra gegn Dön- um í átta liða úrslitunum. Karel Poborský lagði þar upp mörk fyrir Jan Koeller og Milan Baros en hann lagði einnig upp mark fyrir Milan Baros gegn Lett- um í fyrsta leiknum og sigur- markið fyrir Vladimir Smicer gegn Hollandi í riðlakeppninni. Poborský lék aðeins í 20 mínút- ur í leiknum gegn Þjóðverjum á lokadegi riðlakeppninnar en það er eini leikurinn sem hann hefur ekki náð að leggja upp mark. Karel Poborský er einn þriggja leikmanna tékkneska liðsins sem voru með fyrir átta árum þegar liðið fór alla leið í úrslitaleik Evr- ópukeppninnar í Englandi þar sem liðið tapaði 1-2 fyrir Þjóð- verjum. Poborský lagði upp tvö mörk í þeirra keppni og hefur því alls gefið sex stoðsendingar í lokaúrslitum Evrópukeppninnar sem er met. Hann var aðalstjarna tékkneska liðsins í þá daga en er í aðeins öðruvísi hlutverki nú þótt mikilvægi hans sé enn það sama. Tékkar eiga líka markahæsta mann keppninnar til þessa því Milan Baros hefur skorað fimm mörk í þessum fjórum leikjum.■ Tékkar eiga atkvæðamestu mennina á EM: Poborský er með flestar stoðsendingar FLESTAR STOÐSENDINGAR Á EM Í PORTÚGAL 2004: Karel Poborský, Tékklandi 4 Arjen Robben, Hollandi 3 David Beckham, Englandi 2 Michael Owen, Englandi 2 HELDUR FÖGNUÐUR PORTÚGALA ÁFRAM? Eða hrósa Hollendingar sigri? Liðin mætast í undanúrslitum EM í kvöld. HUGGAÐUR Hér sést Ray Clemence hugga David Beck- ham eftir tapið gegn Portúgölum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.