Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 36
27MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2004 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Opnum kl. 08.00 40% afsláttur Góður gangur hefur verið á laxa- svæðinu í Miðfjarðará en veiðimenn fengu sjö laxa fyrir nokkrum dögum og annar veiðimaður sem blaðið ræddi við náði fjórum löxum. Sá veiðimaður sagði að flestir í hollinu hefðu verið að fá fisk. Fyrir tveimur dögum voru á milli 50 og 60 laxar á sveimi í Vesturánni. Jakob Valdimar Þorsteinsson lenti heldur betur í skemmtilegum og vænum laxi í Fnjóská í Fnjóska- dal, enda stærsti laxinn á land enn sem komið er, 21 punda bolti. Fiskinn tók í veiðistað númer 6 Hellunni, og landaði hann laxinum miklu neðar eða við brúna á þjóð- veginum. Skömmu seinna slapp ann- ar lax, en eitthvað hefur sést af laxi á svæðinu og bleikjuveiði hefur líka verið fín. „Við vorum að fara í fyrsta skipt- ið á silungasvæðið í Miðfjarðará og það gekk ágætlega, en þegar við komum á svæðið var mikið af ný- gengnum fiski við brúna,“ sögðu þeir Eggert Jóhannesson og Eyþór Sigurgeirsson, en þeir voru að koma af silungasvæðinu í Miðfjarðará. „Við fengum bæði bleikjur og sjóbirting sem var vænn. En það sem okkur kom mest á óvart voru netaför og þau voru áberandi frá haus og niður á sporð á fiskinum. Þetta fannst okkur félögunum leið- inlegt að sjá þarna,“ sögðu þeir enn- fremur. Veiðimenn sem voru að koma að silungsvæðinu í Vatnsdalsá, sögðu ekki vera mikið af fiski á svæðinu og hann væri frekar smár. Ein af þeim veiðiám sem opnar á morgun á þessu svæði er Hrúta- fjarðará, en oft hefur verið góð bleikjuveiði á þessum tíma árs. Á Fellsströnd og Skarðsströnd opna Krossá, Búðardalsá og Flekku- dalsá á morgun, en í þessum veiðiám var góð veiði í fyrra. Í Flekkudalsá er bara veitt á flugu og hefur það fyrirkomulag heppnast feikna vel. ■ VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. HÖRÐUR A. EGGERTSSON Með góða veiði af silungasvæðinu í Miðfjarðará, fyrir fáum dögum. 21 punda laxi landað eftir mikla baráttu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E G G ER T Sjötta og næstsíðasta bókin um Harry Potter kemur til með að heita „Harry Potter and the Half Blood Prince“ á móðurmálinu. Höfundur ævintýranna um galdradrenginn J.K. Rowling greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær. Þar birti hún reyndar marga titla en sagði að hörðustu aðdáendurnir ættu að geta skorið úr um hver væri sá raunverulegi. Þar vísaði hún í það að þessi sami bókartitill var eitt sinn í athugun fyrir aðra bókina í röðinni, sem síðar fékk nafnið Harry Potter og Leyniklefinn. Rowling segir að prinsinn sem minnst er á í titlinum sé hvorki Harry né erkifjandi hans Volde- mort. Hún lofaði svo að gefa fleiri vísbendingar um söguþráðinn eft- ir að hún hefur klárað bókina. „Upphaflega ætluðum við að upplýsa nokkur mikilvæg leynd- armál úr Leyniklefanum en áttuð- um okkur snemma á því að þær upplýsingar væru best geymdar fram að sjöttu bókinni,“ segir hún á heimasíðunni. „Eins og ég hef sagt áður, eru mjög mikilvægar vísbendingar í Leyniklefanum sem eru mjög mikilvægar enda- lokum seríunnar.“ ■ Sjötta Harry Potter bókin fær nafn HARRY POTTER Sjötta bókin um Harry Potter mun heita „Harry Potter and the Half Blood Prince“. ■ BÆKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.