Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 41
32 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR MUNDU MIG! ...LÍKA Í FRÍINU NÝR Þeir sem vilja læra að tálga fall- ega gripi úr trjágreinum ættu kannski að bregða sér á stutt nám- skeið í tálgun, sem haldið verður í Árbæjarsafni í dag. Á morgun verður svo annað námskeið, en það verður fyrir þá sem vilja læra að búa til flugdreka. „Þetta er hugsað fyrir fjöl- skyldur. Foreldrar hafa komið þarna með börnin sín. Svona nám- skeið voru gríðarlega vinsæl hjá okkur í fyrra,“ segir Katrín Jóns- dóttir, flokksstjóri á Árbæjarsafni. „Bjarki Þór verður með tálgun- arnámskeiðið og Valdór með flug- drekagerð. Þeir eru miklir snill- ingar báðir tveir. Bjarki Þór tekur greinar af trjánum hérna og er með allar græjur. Svo búa þau til alls kyns sniðugt dót.“ Aftur verður boðið upp á nám- skeið í tálgun 7. júlí, og síðan verður námskeið í flugdrekagerð aftur þann 5. ágúst. ■ Kennir okkur að tálga Undanfarið hefur orðið sann- kölluð sprenging í notkun mynd- listarmanna á myndbandstækni. Yngri myndlistarmenn eru sér- staklega farnir að leita í þennan miðil í sívaxandi mæli, og sama má segja um marga eldri mynd- listarmenn. Steinþór Birgisson kvik- myndagerðarmaður ætlar að fjalla um þetta á svokölluðu Tímakvöldi í fundarherbergi Klink og Bank í kvöld. Sem kvikmyndagerðarmaður nálgast hann þetta frá svolítið öðrum sjónarhóli en myndlistar- fólkið, og ætlar að velta upp ýmsum vandamálum sem fólk rekst gjarnan á þegar það fer að notfæra sér myndbönd og kvik- myndir í listsköpun sinni. „Það eru ýmis vandamál í þessu sem fólk þekkir ekki inn á,“ segir Steinþór. „Oft eru það bara hreinlega skipulagsatriði og stundum gera menn sér ekki alveg ljósar takmarkanir miðils- ins. Þeir halda kannski að ýmis- legt sé hægt sem er alls ekki hægt, eða sem þarf að nálgast öðruvísi til þess að það sé hægt.“ Kvöldið verður sett upp sem einkonar umræðukvöld þar sem Sumt er ekki hægt ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Drengjakórinn Land of Lakes Choirboys frá Minnesota syngur í Grafarvogskirkju ásamt Unglingakór Grafarvogskirkju.  Færeyska hljómsveitin Týr spilar í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum ásamt íslensku hljómsveitinni Douglas Wilson. ■ ■ LEIKLIST  19.30 Söngleikurinn Fame í Smáralind. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Trúbadorinn Einar Örn verð- ur í banastuði á Prikinu. ■ ■ FUNDIR  21.00 Steinþór Birgisson kvik- myndagerðarmaður spjallar um vídeó og kvikmyndagerð á Tíma- kvöldi í fundarherbergi Klink og Bank, Stakkholti. Aðgangur er ókeypis og áhugasamir velkomnir. ■ ■ NÁMSKEIÐ  Námskeið í tálgun fyrir börn og for- eldra/afa/ömmu verður í Árbæj- arsafni. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Í GÓÐA VEÐRINU Á ÁRBÆJARSAFNI Í dag verður þar námskeið í tálgun en á morgun verður námskeið í flugdrekagerð. ■ NÁMSKEIÐ ■ TÓNLEIKAR ■ MYNDLIST HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Miðvikudagur JÚNÍ flestir ættu að geta tekið þátt og viðrað hugmyndir sínar og skoð- anir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.