Fréttablaðið - 01.07.2004, Side 1

Fréttablaðið - 01.07.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR LISTALÍN Á KJARVALSSTÖÐUM Tónlistarhópurinn Listalín flytur barokktónlist á Kjarvalsstöðum í hádeg- inu í dag, en Listalín er einn af hinum skapandi sumarhópum Hins hússins. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FREMUR SKÝJAÐ Á LANDINU Rigning austan- og suðaustan til framan af degi annars stöku skúrir á víð og dreif. Hiti 10-18 stig, hlýjast vestantil. Sjá síðu 6. 1. júlí 2004 – 177. tölublað – 4. árgangur ALDRAÐIR EKKI VIRTIR Ónóg virð- ing fyrir einkamálum aldraðra á fimm öldr- unarstofnunum og skortur á sjálfræði er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun. Sjá síðu 2 ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN OPIN SKEMUR Formaður Stúdentaráðs segir styttri afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar bakslag fyrir baráttu stúdenta fyrir betri að- gangi að Háskólanum. Sjá síðu 8 STEFNUBREYTING Formaður fram- haldsskólakennara segir menntamálaráðu- neytið hafa horfið frá stefnu Björns Bjarna- sonar um aukið menntunarstig lands- manna. Sjá síðu 12 HÖRMUNGARÁSTAND Halldór Ásgrímsson segir skiptar skoðanir meðal NATO-ríkjanna um hlutverk þess í Írak. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 42 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 30 Sjónvarp 44 PORTÚGALAR KOMNIR Í ÚRSLIT Á EM Portúgal tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í gær þegar þeir lögðu Hollendinga, 2-1. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Portúgala og lagði upp það seinna. Hann sést hér fagna marki sínu á viðeigandi hátt. Sjá síðu 31. Varnir Íslands: Davíð fund- ar með Bush LEIÐTOGAFUNDUR Davíð Oddsson forsætisráðherra mun eiga fund með George W. Bush Bandaríkja- forseta í Washington 6. júlí næst- komandi. Bandaríkjaforseti býður til fundarins, sem verður haldinn á skrifstofu forsetans í Hvíta hús- inu. Á fundinum verður rætt um alþjóðamál og samskipti landanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra er væntan- legur til landsins í dag frá Tyrk- landi þar sem hann hefur setið leiðtogafund Atlantshafsbanda- lagsins. Ekki náðist í Davíð vegna málsins í gær. ■ Sjá opnu í blaðinu í dag ● ferðir ● tilboð Fjólubláir útikamrar Hörður Bragason: ● lögðu hollendinga 2-1 Heimamenn komnir í úrslit EM í Portúgal: ▲ SÍÐA 31 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ELDHEIT TILBOÐ! ÞJÓÐARATKVÆÐI Stjórnarflokkarn- ir munu líklega sættast á að setja skilyrði í lög um þjóðarat- kvæðagreiðslu sem kveður á um að þriðjungur kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögum eigi þau að falla úr gildi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn hafa sagt op- inberlega að þeir aðhyllist efri mörkin í tillögu starfshóps ríkis- stjórnarinnar um 25-44% skilyrði en framsóknarmenn segjast aldrei munu sættast á það. Þeir færu aldrei hærra en þriðjung. Pawel Bartoszek stærðfræð- ingur segir að ef sæst verði á skil- yrði um þriðjung hafi það ekki áhrif á úrslit kosninga svo fremi sem kosningaþátttaka verði meiri en 67%. Skilyrðið sé „stærðfræði- lega fyrirgefanlegt“. Kosningaþátttaka á lýðveldis- tímanum er að meðaltali rúm 88% en þátttaka í nýliðnum for- setakosningum var rúm 62%. Ef jafnmargir kjósa um fjölmiðla- lög og kusu forseta og þriðj- ungsreglan verður sett í lög þurfa 53% kjósenda að greiða atkvæði gegn lögunum eigi þau að falla úr gildi. Forsætisráðuneytið vinnur nú við að semja frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu sem lagt verður fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag. Þingflokkar stjórnar- flokkanna koma líklega saman í dag eða á morgun en Alþingi kemur saman á mánudag. Sjá nánar á síðu 18 Nýgift hjón: Beiðni rædd í ríkisstjórn BEIRÚT, AP Líbanskur maður sem giftist ísraelskri konu þarf að fá samþykki æðstu ráðamanna þjóð- arinnar til að fá að skrá hjóna- bandið í Líbanon. Að sögn embættismanna mun ríkisstjórn Líbanons taka beiðni mannsins fyrir á ríkisstjórnar- fundi á fimmtudag. Þetta er fyrsta beiðnin þessa efnis sem af- greidd er í Líbanon en landið stendur opinberlega í stríði við Ísrael. Embættismenn sem rætt var við sögðu að beiðnina þyrfti að ræða í ríkisstjórn þar sem hún tengdist viðskiptabanni þjóðar- innar við Ísraelsmenn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FJÁRMÁL „Lögreglan hefur ekki einungis heimild að lögum til þess að handtaka menn og færa þá til sýslumanns vegna aðfarar, henni ber að gera það að boði sýslumanns. Þeirri skyldu hefur hins vegar ekki verið sinnt, ótrú- legt sem það er, og óþolandi með öllu,“ segir Gunnar Jónsson, for- maður Lögmannafélags Íslands, um þær þúsundir aðfararbeiðna sem safnast hafa á hendur skuld- ara hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. Aðfararbeiðnum hefur fjölgað mjög síðustu misseri. Ef skuldar- ar mæta ekki í fjárnám og finnist ekki hjá þeim skráðar eignir til þess að gera fjárnám í, er gripið til svokallaðrar lögregluboðunar. Það er framkvæmd hennar sem formanni Lögmannafélagsins finnst gagnrýnisverð. Gunnar bendir á að Hæstirétt- ur hafi í dómi sínum í fyrra undirstrikað skyldu lögreglu til þess að verða við boði sýslumanns um að færa menn sem ekki sinntu kvaðningu fyrir sýslumann. Sjá síðu nánar á 4 Lögregla sökuð um aðgerðaleysi Skuldarar sagðir hunsa boðun sýslumanns í fjárnám. Formaður Lög- mannafélags Íslands segir lögregluna ekki sinna skyldum sínum. Dæmi eru um að kröfur hafi glatast vegna dráttar á framkvæmd fjárnáms. Líkleg sátt milli stjórnarflokkanna um skilyrði þjóðaratkvæðagreiðslu: Þriðjung kosningabærra til að fella

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.