Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 6
6 1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Hæstiréttur Ísraels: Stjórnvöldum gert að breyta legu múrs JERÚSALEM, AP Hæstiréttur Ísraels komst að þeirri niðurstöðu í gær að ísraelsk stjórnvöld þyrftu að endurteikna stóran hluta af múrn- um sem er í byggingu á Vestur- bakka Jórdanar. Talið er að í kjöl- far úrskurðarins muni rétturinn jafnvel hafna einhverjum annarra hluta múrsins. Rétturinn telur fyrirhugaða legu múrsins brjóta gegn mann- réttindum Palestínumanna sem búsettir eru á svæðinu. Telur rétt- urinn breytingar á legunni því nauðsynlegar þrátt fyrir að þær gætu hugsanlega komið niður á öryggi ísraelskra borgara. Stjórn- völd sögðust í gær myndu lúta úr- skurðinum. Um fjórðungur tæplega 700 kílómetra langs múrsins hefur þegar verið byggður og hefur veruleg áhrif á daglegt líf þús- unda Palestínumanna. Úrskurður Hæstaréttar beindist gegn 40 kílómetra langs hluta múrsins norður af Jerúsalem þar sem 35.000 Palestínumenn búa í átta þorpum. Myndi múrinn loka íbúa frá stórum hluta ræktaðs lands þeirra. Ísraelsmenn telja múrinn nauðsynlegan til þess að koma í veg fyrir að palestínskir árásar- menn komist að ísraelskum bæj- um og borgum. ■ HVERAGERÐI Orkuveita Reykjavík- ur greiðir 260 milljónir fyrir Hita- veitu Hveragerðis samkvæmt samningi. Minnihluti bæjarstjórn- ar segir upphæðina of litla til að réttæta söluna. Samningurinn verði samþykktur eftir hálfan mánuð, þvert á vilja minnihlutans og án kynningar fyrir bæjarbúa. Meirihluti bæjarstjórnar Hvera- gerðis kynnti kaupsamninginn í fyrri umræðu á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfull- trúi Hveragerðis, segir ótrúlegt að meirihlutinn hafi fellt tillögu um að málið yrði kynnt bæjarbúum. „Íbúalýðræði er skrumskæling á orðinu ef við ætlum ekki að taka fyrir málefni sem skipta verulegu máli. Þessi höfnun á borgarafundin- um og höfnum á kynningu á samn- ingnum áður en hann er samþykkt- ur er forkastanleg.“ Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar, staðfestir að ekki standi til að kynna íbúum samn- inginn sérstaklega heldur verði það gert á fundi með öðrum mál- um í haust. Margir hafi þó haft samband við bæjarstjórnina og komið þannig að málinu. „Það er ekki búið að ganga endanlega frá þessu eða skrifa undir. Þannig að það er alltaf möguleiki að setja eitthvað inn í samninginn sem vantar,“ segir Þorsteinn. Aldís segir minnihlutann benda á mörg óljós atriði. „Í samningnum við Orkuveituna er þeim veittur einkaréttur á sölu á heitu vatni í Hveragerði. Hér eru þrjár einkahitaveitur sem ein- staklingar eiga. Hvernig lýtur þetta að þeim þegar bæjarstjórn er búin að veita Orkuveitunni einkarétt á sölu á heitu vatni?“ Þorsteinn segir einkaleyfi Orkuveitunnar verða það sama og Hitaveitan hafi haft. Rætt verði um þau atriði sem minnihlutinn lagði fyrir. „Vissulega er til í dæminu að við munum hnykkja á slíkum atriðum. Annað hvort í samningnum, með viðauka eða sérstökum bókunum.“ Seinni umræða samningsins verður 15. júlí. gag@frettabladid.is Sprengingar í Kabúl: Einn látinn og 26 særðir KABÚL, AP Einn lést og 26 særðust í tveimur sprengingum í austur- hluta Afganistan í gær. Fjórir eru í lífshættu. Tveimur sprengjum hafði verið komið fyrir í ávaxta- kössum við fjölfarna verslunar- götu. Fimm lögreglumenn voru meðal þeirra sem dóu en aðrir voru óbreyttir borgarar, af þeim fimm börn. Fjórir eru í lífshættu. Tólf afgönskum vörubílstjór- um var rænt af talibönum í gær, en þeir fluttu birgðir til banda- rískra herstöðva. Þá er óttast um afdrif ástralsks blaðamanns í suð- urhluta landsins en ekkert hefur til hans spurst um skeið. ■ Sjö milljarða króna halli: Halli á við- skiptum við útlönd HAGSTOFAN Halli var á vöruviðskipt- um við útlönd um 3.768 milljónir króna í maí síðastliðnum. Í apríl í fyrra voru viðskiptin óhagstæð um 1.773 milljónir á sama gengi. Fyrstu fimm mánuði ársins var sjö milljarða króna halli á vöruvið- skiptum við útlönd en í fyrra var hann hagstæður um 2,4 milljarða. Útflutningur jókst um 4,4 prósent fyrstu fimm mánuðina en innflutn- ingur um 16,8 prósent á sama gengi. Af 13,6 milljarða króna aukningu á innflutningi fyrstu fimm mánuði ársins er helmingur aukinn inn- flutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum. ■ Annan og Powell: Vilja enda átök í Súdan KHARTOUM, AP Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hitti talsmenn súdanskra stjórnvalda að máli í gær. Ræddu þeir stöðu mála í Darfur-héraðinu í vesturhluta landsins sem embættismenn S a m e i n u ð u þjóðanna telja verst setta svæði heimsins í mannúðar- málum. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er einnig staddur í Súdan og vilja þeir Ann- an setja þrýsting á súdönsk stjórnvöld til þess að binda endi á 16 mánaða átök í landinu sem orðið hafa þrjátíu þúsundum að bana og neytt um eina milljón til að flýja heimili sín. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,7 Sterlingspund 131,6 Dönsk króna 11,9 Evra 88,3 Gengisvísitala krónu 123,45 -0,05% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 309 Velta 1.996,55 milljónir ICEX-15 2.955 0,47% Mestu viðskiptin Actavis Group hf. 581.856 Landsbanki Íslands hf. 538.752 Íslandsbanki hf. 219.230 Mesta hækkun Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 8,11% AFL fjárfestingarfélag hf. 3,73% Actavis Group hf. 1,73% Mesta lækkun Bakkavör Group hf. -1,11% Opin Kerfi Group hf. -0,80% Össur hf -0,72% Erlendar vísitölur DJ * 10.410,99 -0,00% Nasdaq * 2.042,44 0,40% FTSE 4.464,10 -0,10% DAX 4.052,73 -0,40% S&P * 1.137,21 -0,10% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða stjórnmálaflokkur mældiststærstur í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups? 2Hvað heitir eiginkona Hákonar krón-prins Noregs? 3Hvað heitir talsmaður Impregilo? Svörin eru á bls. 46 HVERAGERÐI Aldís Hafsteinsdóttir segir gríðarlega ólgu í Hveragerði vegna fyrirhugaðrar sölu á hitaveit- unni til Orkuveitu Reykjavíkur. Hún óttast að söluhagnaður dugi aðeins til nokkurra ára til að greiða kostnað bæjarsjóðs við rekstur upphitaðra gangstétta ásamt skrifstofukostnaði sem hitaveita bæjarins hafi greitt. Þorsteinn Hjaltason segir að hugað verði að þessu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KEYRÐU OF HRATT Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af tveimur ökumönnum fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Annar ökumaðurinn mældist á 123 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Hvergerðingar deila um hitaveitu Minnihluti bæjarstjórnar segir upphæðina ekki réttlæta söluna. Forseti bæjarstjórnar segir söluna gríðarlegan kost fyrir bæjarbúa og verðið ásættanlegt. Meirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um borgarafund. MÚR Í BYGGINGU Hæstiréttur Ísraels hefur komist að þeirri niðurstöðu að hluti múrs Ísraela, sem er í byggingu á Vesturbakka Jórdanar, brjóti á mannréttindum Palestínumanna. KOFI ANNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.