Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 22
Fordæmi munu vera fyrir því að haldnir séu ríkisráðsfundir í fjarveru forsetans. Um síðustu helgi rifjaði Ólafur W. Stefáns- son, fyrrverandi skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, upp einn slíkan sem haldinn var 20. maí árið 1957, dag- inn áður en þáverandi forseti, Ásgeir Ás- geirsson, kom til landsins úr einkaerind- um í útlöndum. Á fundinum skrifuðu handhafar forsetavalds undir fjöldanáðun tuttugu einstaklinga sem dæmdir höfðu verið og flestir líka sviptir kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa, fyrir óspekt- ir við Alþingishúsið þegar mótmælt var inngöngu landsins í NATO árið 1 9 4 9 . Gengið var frá tillögu um náðunina til forsetans tveimur dögum áður en hann hélt utan, en engu að síður skrifaði hann ekki undir hana sjálfur, heldur var frá henni gengið rétt áður en hann kom aftur heim. Ekki er vit- að af hverju Ásgeir skrifaði ekki undir náðunina, en velt hefur verið upp spurn- ingunni um hvort hún hafi verið honum á móti skapi og því hafi „vinstri stjórn“ Her- manns Jónassonar haft þann hátt á að láta handhafa forsetavalds skrifa upp á hana. Fimmtán sækja um starf framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Embættið er vænn biti en búið er að ákveða að sameina heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi þarna undir einn hatt. Í des- ember verða lagðar niður framkvæmda- stjórastöður á heilsugæslustöðvum um allt Suðurland og nýr framkvæmdastjóri sameinaðs reksturs skipuleggur starfsemi stofnunarinnar til framtíðar. Í fljótu bragði vekja tvö nöfn sérstaka athygli. Annað er nafn Árna Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra heilsuhælis Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, og hitt er nafn Holbergs Mássonar, sem í eina tíð gerði það gott með tæknifyrirtækið Netverk í Bretlandi. Ekki er þó vit- að nánar um afdrif Netverks, en Holberg hefur verið orðaður við Re/Max-fast- eignasölu hér heima. Tímaskyn skiptir máli. Hefjum söguna í Simbabve, sem hét áður Ródesía. Þar geisuðu hörð átök frá 1966 til 1979 milli hvíts minni hluta, sem réð lögum og lofum um landið, og svarts meiri hluta. Mannfallið var talsvert meðal blökkumanna. Skærunum lyktaði svo, að Simbabve hlaut sjálfstæði 1980, og blökkumenn tóku við stjórn landsins undir forustu Roberts Mugabe, gamals marxista. Landið hafði lotið minnihluta- stjórn hvítra síðan 1965 og var áður brezk nýlenda. Við sjálf- stæðistökuna var gert sam- komulag um það, að blökku- menn myndu fyrst um sinn - næstu tíu árin - ekki gera laga- kröfur um endurheimt lands, sem hvítir menn höfðu sölsað undir sig á fyrri tíð. Þetta var verðið, sem hvíti minni hlutinn heimtaði fyrir að halda friðinn. Samt var það deginum ljósara, að réttur hafði verið brotinn á frumbyggjum í stórum stíl á fyrri tíð, þegar hvítir menn lögðu landið undir sig. Við sjálf- stæðistökuna 1980 áttu um 4000 hvítir bændur þriðjung af öllu ræktanlegu landi í Simbabve. Og þannig leið fyrsti áratugur- inn að fengnu sjálfstæði án harðra átaka um eignarhald á landi, enda þótt ríkisstjórn Mugabes leitaði leiða í ljósi sögunnar til að færa búlendur í hendur blökkumanna. Fresturinn, sem samkomu- lag náðist um fyrir sjálfstæðis- tökuna 1980, rann út 1989. Þá fengu blökkumenn færi á að leita réttar síns fyrir dómstól- um. Málin hrúguðust upp, en þeim lyktaði nær öllum á sömu lund: dómstólarnir dæmdu hvítum landeigendum í vil, yf- irleitt af tæknilegum ástæðum. Dómarnir gengu m.ö.o. hvítum bændum í hag ekki vegna þess, að rétturinn væri talinn vera þeirra megin, heldur vegna meintra tæknigalla á málatil- búnaði frumbyggjanna, óvissu o.fl. Þegar dómstólaleiðin hafði reynzt ófær í tíu ár, var réttlæt- iskennd frumbyggjanna svo misboðið, að þeir misstu marg- ir þolinmæðina, og allt fór í bál og brand. Mugabe forseti gaf út veiðileyfi á hvíta landeigendur, og menn hans tóku hvern bú- garðinn á eftir öðrum með valdi, án þess að lögreglan hrærði legg eða lið. Búskapur- inn hrundi, því að nýju eigend- urnir - kunna ekki að reka bú. Eignarnámið snerist upp í einkavinavæðingu. Nú hvarflar það ekki að mér að mæla Mugabe forseta bót, enda er hann harðstjóri og að því kominn að leggja landið, sem hann segist elska, í rúst og ætlar að þjóðnýta allt ræktar- land í þokkabót. En hann hefur þó þetta sér til málsbóta: það var brotinn réttur á blökku- mönnum, og dómskerfið brást. Heiftin náði yfirhöndinni, og friðurinn slitnaði í sundur. Vandinn hér er sá, að núlif- andi hvítir landeigendur í Simbabve hafa fæstir gert sig seka um að sölsa undir sig land án endurgjalds. Sumir þeirra gerðu það eitt að erfa land eftir feður og mæður og afa og ömmur, sem höfðu áður sölsað landið undir sig. Hinir seku eru dauðir og grafnir: það er of seint að sækja rétt sinn til þeir- ra. Og þá er spurningin þessi: eiga syndir þeirra að bitna á börnum þeirra og barnabörn- um? Það er þung spurning. Sanngjarnir erfingjar þess- ara hvítingja myndu reyna eft- ir föngum að taka ábyrgð á gerðum forfeðra sinna og sýna auðmýkt og örlæti með því að deila eigum sínum með öðrum og koma þannig til móts við til- raunir ríkisstjórnarinnar til að uppræta gamalt ranglæti. Því- lík sanngirni er þó sjaldgæf í mannlegu félagi, einkum meðal frumstæðra þjóða. En óþekkt er hún ekki. Margir bandarísk- ir auðmenn hafa kosið að deila eigum sínum með öðrum. John D. Rockefeller auðgaðist með ýmsu móti, m.a. einokun og ýmsu harðræði, og hann varði síðustu 40 árum ævinnar í góð- gerðarstarf; þegar hann dó 1937, hafði hann látið hálfan milljarð dollara af hendi rakna. Afkomendur hans gerðu enn betur. Bill Gates mokar fé til fátækra landa, m.a. til að efla heilbrigðisþjónustu. Þennan lista væri hægt að hafa miklu lengri. Auðmenn Rússlands hafa ekki sýnt löndum sínum sambærilegt örlæti. Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búlendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Al- þingi hefur ekki hirt um að upp- ræta ranglætið, enda þótt veiði- gjald hafi loksins verið leitt í lög til málamynda 2002. Út- vegsmenn hafa margir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta rang- lætið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve. ■ Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til aðfagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt ábókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrir- tækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn – gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu – má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar. Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni – ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tek- ist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd. Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvit- að sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstak- linga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni. Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar – hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að ís- lenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaup- menn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrann- sóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana. Og einmitt af þessu sökum – að einstaklingarnir eru verð- mætari en þjóðirnar – skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg. ■ 1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Íslendingum gengur vel á alþjóðlegum vettvangi á svið- um sem fæstir teldu að við ættum mikið fram að færa. Atorka einstakling- anna brýst fram á óvæntum sviðum Síðbúið réttlæti er ranglæti ORÐRÉTT Geðvonskunöldur Nú er Davíð auðvitað heimilt að hafa sína skoðun á Ólafi Ragnari Grímssyni. Og honum er líka meira og minna heimilt að láta þá skoðun í ljósi opinberlega. En því- líkur blástur í garð forseta sem fengið hefur 67,5 prósent atkvæða við mjög óvenjulegar aðstæður er bara varla marktæk skoðun og ber meiri keim af nöldri og geð- vonsku. Sem Davíð er því miður æ oftar að verða ber að. Sem og hvað hann er tapsár. Illugi Jökulsson DV 30. júní. Framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslu Nú ber hins vegar svo við að í upp- siglingu virðast lög þar sem þeim sem vilja samþykkja frumvarpið er gert hærra undir höfði en hin- um sem vilja synja því - þar sem einstaklingarnir ganga að kjör- borðinu með mismunandi réttar- stöðu. Einstaklingur sem ætlar að samþykkja frumvarpið getur mætt á kjörstað í þeirri fullvissu að hans atkvæði mun skipta máli al- veg óháð því hvað aðrir aðhafast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Morgunblaðið 30. júní. Gott að finna sér verkefni Ég er þeirrar skoðunar, að kominn sé tími til þess að leggja embætti Forseta Íslands niður. Mun ég beita mér fyrir því á næsta þingi. Gunnar Birgisson Viðskiptablaðið 30. júní. Alvarleikinn í fyrirrúmi Sjálfsagt er tímabært að taka upp alvarlega þjóðfélagsumræðu um hlutverk og tilgang fjölmiðla í samfélagi okkar. Gústaf Níelsson Morgunblaðið 30. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG RÉTTLÆTI, SIMBABVE OG TÍMASKYN ÞORVALDUR GYLFASON Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðj- unginn af búlendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Alþingi hefur ekki hirt um að uppræta ranglætið, enda þótt veiðigjald hafi loksins verið leitt í lög til mála- mynda 2002. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.