Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 24
1. júlí 2004 FIMMTUDAGUR24 FJÖLSKYLDAN FÓTBOLTI FASTEIGNAVERÐ FRIÐUR Það síðasta sem nokkur maður skyldi gera þegar verið er að hugsa um að eignast barn er að reikna út hvað það kostar. Íslendingum gæti hætt að fjöl- ga. Fyrir nokkru tók ég saman hvað grunnur að einum mánuði kostaði fyr- ir okkur fjögur. Um 170 þúsund kr. Mér brá, en viðurkenni að ég get skor- ið niður með því að segja Sýn og Mogganum upp, en á móti kemur að ég reikna engan kostnað í fatnað, skó eða tómstundir. Hvert barn kostar á bilinu 30 til 50 þúsund á mánuði. Fyrir þessa upphæð er hægt að hafa fínan bíl á rekstrarleigu! Miðað við að ótekjutengdar barnabætur eru 36.308 kr. á barn yngra en 7 ára, þá borga foreldrar á Íslandi 11 mánuði á ári fyr- ir barnið og fá einn mánuð frían. Ger- um betur. Sumarið er tíminn. Það er varla til sá grasblettur með mörkum sem ekki iðar af lífi frá morgni til kvölds. Fótboltinn er skemmtilegur og ég er einn af þeim sem hef gaman af því að fara á völlinn. Ég klappa, stappa og hrópa, jafnvel kemur það fyrir að ég leiðbeini dómara leiksins um atriði sem ég sé úr stúkunni miklu mun betur en hann sem er rétt við atvikið. Ég er stuðningsmaður og sem slíkur frábið mér að lið frá ein- hverjum smábæ út á landi skuli biðjast afsökunar á að hafa tapað í bikar- keppninni í fótbolta fyrir stórveldinu úr Kópavogi. Þetta sumar verður skemmti- legt í Kópavogi. Það fer lið úr Kópavogi í úrvalsdeild karla líka. Áhorfendur hafa ekki verið nógu duglegir að mæta á völlinn. Mætum og styðjum okkar lið. Gerum betur. Undanfarið hefur fasteignaverð hækkað og hækkað. Ég leyni þeirri skoðun minni ekkert að það sem m.a. hefur hækkað verð á húsnæði er að sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu, önnur en Kópavogur, hafa ekki verið nægilega dugleg við að hafa framboð á lóðum. Þau sveitarfélög sem hafa haldið útboð á þeim fáu lóðum sem þau hafa verið að úthluta eiga hvað mesta sök á því hvað fasteignaverð hefur hækkað á höf- uðborgarsvæðinu. Þá er ég fyrst og fremst að tala um Reykjavík. Það getur hvert mannsbarn séð það að þegar lítið framboð er af lóðum, þá er verðið á þeim hátt, sem leiðir til hækkunar á húsnæði og breytir þá litlu hvar á höf- uðborgarsvæðinu það er. Peningar eru ekki allt og ekkert réttlætir að aðeins þeir ríkustu geti fengið lóðir. Gerum betur. Ísland er nafli alheimsins og Kópavogur er höfuðborgin. Fjölskyldan, fótboltinn og fasteignaverð eru þau málefni sem eru efst í huga í augnablikinu. En ekki má gleyma einu mikilvægu málefni, sem er friður. Fyrir hvern þann sem hef- ur eitthvað verið að ferðast um Mið- austurlönd er ekki annað hægt en að hugsa um frið og hungursneyð. Fyrir þá sem hafa rekið sig á menn berandi gamla hríðskotabyssu á bakinu og bet- landi börn á sama götuhorninu er ekki annað hægt en að vona að einhvern tímann verði jafn gott að búa alls stað- ar í heiminum og í Kópavogi. Það er langt í frá að annars staðar búi fólk við sömu lífsgæði - við getum hjálpað til. Þróunaraðstoð Íslands er ekki í sam- ræmi við þau lífsgæði sem við lifum við hér á landi. Gerum betur. EFST Í HUGA ÓMARS STEFÁNSSONAR BÆJARFULLTRÚA Í KÓPAVOGI Í hartnær áratug hef ég starfað við útflutning á sjávarafurðum. Á þessum tíma hef ég aldrei notið stuðnings frá konsúlum né sendi- herrum okkar Íslendinga við öflun viðskiptatengsla eða úrvinnslu erfiðra mála sem jafnan geta fylgt flóknum millilandaviðskiptum. Ís- lensk nýsköpun á undir högg að sækja. Íslenskur iðnaður fær ekki þann öfluga stuðning sem t.d. iðn- fyrirtæki í Evrópusambandsríkj- um eiga vísan á sínum slóðum. Ég vil hvorki, né ætla mér, að kasta rýrð á utanríkisráðuneytið eða þá fjölmörgu embættismenn sem þar starfa. bæði hér heima og ytra. Heldur vil ég leyfa mér að gagn- rýna og koma um leið á framfæri ákveðnum hugmyndum sem ég tel skynsamlegar og í alla staði í takt við nútímann og þær þörfu breyt- ingar sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag á tímum al- þjóðahnattvæðingar. Ég get með engu móti skilið þá hugsun íslenskra ráðamanna að fjárfesta í sendiráðsbyggingum erlendis sem kosta þjóðarbúið og skattborgara í sumum tilfellum upp undir 1000 milljónir íslenskra króna fyrir einstök ráðuneyti. Einnig tel ég embættisráðningar vera gamaldags og úr sér gengnar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla sendiráðin okkar elliheimili fyrir úr sér gengna pólitíkusa. Á örfáum árum hefur ráðuneyti ut- anríkismála tvöfaldast ef ekki þrefaldast í rekstrarkostnaði, eða frá tveim til þrem milljörðum króna árið 1996, upp í tæpa sex milljarða króna á ári nú nokkrum árum síðar. Íslenskur almenning- ur stendur víðsfjarri þeim verk- um sem konsúlar og sendiherrar þjóðarinnar standa fyrir. Sem skattborgari vil ég fá upplýsingar um störf þessara embættismanna. Hverju hafa þeir áorkað í störfum sínum á síðustu misserum og hvernig er starfi þeirra háttað? Nýjar hugmyndir kalla á breyt- ingar. Uppstokkun í húsnæðismál- um utanríkisráðuneytisins ytra er nauðsynleg. Við verðum að fara gætilega með fé okkar litlu þjóðar. Þá er brýnt að markaðsfólk fái tækifæri í þessar stöður. Fjöl- margir hæfir Íslendingar með menntun í alþjóðaviðskiptum, al- þjóðahagfræði, almannatengslum og öðrum öflugum greinum gætu sannarlega komið miklu í verk fyrir íslenskan iðnað, íslenska ný- sköpun og almenna öfluga kynn- ingu fyrir bæði land og þjóð. Slík- ir einstaklingar myndu skila af sér góðu dagsverki en ekki líta á ráðn- ingu sína sem áralanga afslöppun á svimandi háum launum í fínu umhverfi á síðustu metrum starf- sævi sinnar. Sækja þyrfti vöru- sýningar heim, vinna af dugnaði með íslenskum fyrirtækja- og fé- lagasamtökum og síðast en ekki síst gera grein fyrir starfi sínu og árangri fyrir íslenska þjóð með jöfnu millibili. Sem aðildarríki að NATO, sem að mörgum er talið vera fyrst og fremst viðskiptabandalag frekar en varnarbandalag, er nauðsyn- legt að ná fram öflugum verkefn- um fyrir íslenska þjóð. Tækifærin eru til staðar. Til að mynda væri spennandi fyrir íslensk stjórnvöld að ná fram öflugum viðhaldsverk- efnum á flugvélakosti NATO hér á Íslandi. Eins og alþjóð er kunnugt um þá eru herflugvélar Banda- ríkjamanna á leið úr landi. Líta verður á slíkar breytingar sem tækifæri en ekki ógn. Í stað þess að þráast við í sífellu verða ráða- menn að bretta upp ermar og nýta þann öfluga húsakost sem eftir stendur til uppbyggingar á öflug- um iðnaði, til dæmis við innflutn- ing á flugvélahlutum til samsetn- ingar og viðhalds hér heima. Ís- lenskir flugvirkjar telja mörg hundruð og er 25% atvinnuleysi nú í þeirra röðum. Þeir hafa ítrek- að bent á þennan möguleika en ekkert er aðhafst. Horfum fram til bjartari tíma og látum verkin tala. Í þinginu hef ég margoft gagn- rýnt stjórnarflokkanna harðlega fyrir ákvörðun sína um aðild þjóð- arinnar á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Árið 1948 fékk Ísland aðild að NATO þrátt fyrir skilyrði um að aldrei myndi íslensk þjóð fara með ófriði á hendur öðrum þjóð- um. Til allrar lukku er nú ekki allt á versta veg farið í utanríkismál- um þjóðarinnar því leyfi ég mér að lýsa yfir ánægju minni með að- ild þjóðarinnar að málum í Afganistan. Ég er stoltur af okkar stóra verkefni í Afganistan sem lítur að umsjón og rekstri flugvall- arins í Kabúl. Einmitt þessi metn- aður, kraftur og viðleitni til al- þjóðasamfélagsins á að veita okk- ur Íslendingum tækifæri í ýmis konar verkefnum þar sem íslensk fyrirtæki og íslenskur iðnaður fær ákveðið og gott hlutverk. Ís- lenskir ráðamenn verða að búa yfir mörgum mannkostum en samninga- og söluhæfni má ekki alls ekki vanta. Annars munum við einfaldlega sitja eftir á þessum erfiðu tímum hnattvæðingar í alls kyns viðskiptum og iðnaði. ■ Nýjar áherzlur í utanríkisráðuneytið GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN UTANRÍKISMÁL Fjölmargir hæfir Íslendingar með menntun í alþjóðaviðskipt- um, alþjóðahagfræði, al- mannatengslum og öðrum öflugum greinum gætu sannarlega komið miklu í verk fyrir íslenskan iðnað, íslenska nýsköpun og al- menna öfluga kynningu fyrir bæði land og þjóð. ,, Ánægjulegt var að lesa grein Stefáns Jóns Hafstein, for- manns menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Borgarleik- húsið fær nýja vængi í Frétta- blaðinu 17. júní þar sem hann segir að samningar hafi náðst milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur (LR) um starfsemi þess í Borgarleik- húsinu. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) óskar Leikfélagi Reykjavíkur til hamingju með samninginn. Í framhaldi af því er löngu orðið brýnt að semja um kjör sjálfstæðu leikhúsanna og er SL reiðubúið til þeirra við- ræðna. Innan sjálfstæðu leik- húsanna eru fjölmargir hópar atvinnusviðslistamanna sem ár- lega setja upp fjölda leiksýn- inga, danssýninga, brúðuleikhús og óperur og er starfsemi þeirra ótrúlega viðfangsmikil. Á ný- liðnu leikári frumsýndu sjálf- stæðu leikhúsin 43 ný leikhús- verk, þar af 23 ný íslensk sviðs- verk. Á leikárinu 2002-2003 settu sjálfstæðu leikhúsin upp 69 sýningar sem sýndar voru 1.186 sinnum fyrir 164.660 áhorfendur á Íslandi og 9.145 áhorfendur erlendis. Með nýtilkomnum samningi borgarinnar og LR er rekstur félagsins tryggður til ársins 2012 með 400 milljón króna ár- legri fjárveitingu og ber því tví- mælalaust að fagna. Á hinn bóg- inn er opinber fjárveiting Reykjavíkurborgar til sjálf- stæðu leikhúsanna aðeins tæpar 24 milljónir. Allir hljóta að sjá að hér er um hróplegt misræmi að ræða og í engu samræmi við umfang starfseminnar. Nauð- synlegt er orðið að rétta hlut sjálfstæðu leikhúsanna. Stefán Jón nefnir í grein sinni, að sjálfstæðu leikhúsin eigi rétt á að fá inni í Borgar- leikhúsinu samkvæmt sann- gjörnum reglum. Við þetta er rétt að staldra því engar reglur hafa enn verið gerðar um að- komu sjálfstæðra leikhúsa í húsinu sem SL er kunnugt um. Afar misjafnt er hvaða kjör bjóðast og ávallt á forsendum LR sem velur sjálft verk sjálf- stæðu leikhúsanna inn í húsið. Þess ber þó að geta að stjórn- endur LR og starfsfólk hússins eru mjög jákvæð gagnvart því að taka inn hópa og veita þeim þjónustu. Hins vegar hefur komið í ljós að sýningar LR ganga alltaf fyrir í hugum þeir- ra og fer fyrirkomulag sam- starfsins eftir því hvernig stendur á hjá LR hverju sinni. Það hefur sannarlega verið kærkomið tækifæri fyrir marga hópa að fá inni í húsinu, einkum þar sem framboð af heppilegu leikhúsrými er síst of mikið í Reykjavík. Á síðasta leikári frumsýndu sjálfstæð leikhús tíu nýjar sýningar í Borgarleikhús- inu auk þess sem þrjár eldri voru teknar upp frá fyrra leik- ári. Á sama leikári frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur sjö sýn- ingar. Af þessu má sjá að sjálf- stæðu leikhúsin áttu stóran þátt í því að hægt var að bjóða upp á fjölbreytta og kraftmikla dag- skrá í Borgarleikhúsinu. Jafnan greiða sjálfstæðu leikhúsin allan kostnað af upp- setningunni úr eigin vasa og leggur LR ekkert fjármagn fram á móti. Framlag LR er í formi aðstoðar við leikhópinn sem fær inni í húsnæðinu án endurgjalds. Sjálfstæðu leik- húsin bera því allan launakostn- að, efniskostnað svo sem tækni, búninga og sviðsmynd ásamt auglýsinga- og skrifstofukostn- aði svo eitthvað sé nefnt. Fjár- magnið sem fæst til sýninga sjálfstæðu leikhúsanna í formi styrkja og annarra beinna fjár- framlaga dugar í fæstum tilfell- um til að borga allan þennan kostnað. Þegar svo kemur að því að gera upp kassann eftir sýn- ingar tekur LR yfirleitt í sinn hlut 40% af innkomunni, eftir að sýningarkostnaður hefur verið greiddur. Þó greiðir sjálfstæði leikhópurinn nánast allan meg- inkostnað við uppsetninguna og ber allt tapið ef um það er að ræða. Leikfélag Reykjavíkur krefst með öðrum orðum allt að 40% skatts af leikhópum sem fá aðgang að Borgarleikhúsinu. Í ljósi ummæla Stefáns Jóns hlýt- ur sú spurning að vakna hvort þetta sé gert með vitund og vilja borgaryfirvalda. Augljóst er að það hallar verulega á hlut sjálfstæðu leik- húsanna sem fá inni í Borgar- leikhúsinu. Í kjölfar samnings borgarinnar við LR fer Banda- lag sjálfstæðra leikhúsa fram á að viðræður verði hafnar hið fyrsta um aðkomu sjálfstæðu leikhúsanna að sýningum í Borgarleikhúsinu og framtíð sjálfstæðu leikhúsanna í Reykjavík. Greinarhöfundur er leikkona og formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. Á vængjum leikhúsanna AINO FREYJA JÄRVELÄ UMRÆÐAN SJÁLFSTÆÐ LEIKHÚS Jafnan greiða sjálf- stæðu leikhúsin allan kostnað af uppsetn- ingunni úr eigin vasa og leggur LR ekkert fjármagn fram á móti. Framlag LR er í formi aðstoðar við leik- hópinn sem fær inni í hús- næðinu án endurgjalds. ,, Þá er forsetakosningum lokið og þjóðin hefur talað. Ólafur Ragnar hlaut glæsilega kosningu. En lýð- ræðið er ekki öllum tamt. Í stað þess að sætta sig við niðurstöður hafa sumir tekið upp alveg nýja túlkun á kosningaúrslitunum, eins og einhverjar sérreglur eigi að gilda fyrir Ólaf Ragnar. Einn þessara manna, prófessor við Há- skóla Íslands, túlkar niðurstöð- urnar þannig að hinn nýkjörni for- seti sé ekki forseti þjóðarinnar, hann sé bara forseti vinstri- manna! Ja, þá mega vinstrimenn vel við una að hafa þvílíkt fylgi. En auðvitað er svona málflutning- ur ekki boðlegur. Annað sem er athyglisvert er hlutur Morgunblaðsins. Þeir sem því stýra hafa sannarlega komið út úr skápnum og staðfest það, sem margir hafa svo sem vitað, að Morgunblaðið er ennþá flokkspólitískt blað Sjálfstæðis- flokksins. Hvernig væri ástandið ef annarra prentmiðla nyti ekki við og Morgunblaðið sæti eitt og samkeppnislaust á þessum mark- aði? Mitt svar er einfalt, það væri algerlega óviðunandi og lýðræð- inu hættulegt. Út frá þessu komum við kanns- ki að kjarna málsins, hvers vegna forsetinn beitti málskotsréttinum. Við verðum að hindra það að lög um fjölmiðla fækki prentmiðlum hér á landi og flokksmálgagn Sjálf- stæðisflokksins sé eitt á markaðin- um. Það er lýðræðinu nauðsynlegt að hér sé prentmiðill sem notar önnur gleraugu en Morgunblaðs- menn. Hver á þann prentmiðil gildir einu, heldur það að öll sjón- armið komist til skila, lýðræðisins og þjóðarinnar vegna. ■ ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Greinarhöfundur gagnrýnir það sem hann kallar alveg nýja túlkun á úrslitum forseta- kosninga. ÆGIR MAGNÚSSON SKRIFAR UM FORSETAKOSNINGARNAR Mogginn út úr skápnum Hvernig væri ástandið ef annarra prentmiðla nyti ekki við og Morgunblaðið sæti eitt og samkeppnislaust á þessum markaði? ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.