Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 41
25FIMMTUDAGUR 1. júlí 2004 AF NETINU Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla Sú fráleita staða sem uppi hefur verið í málefnum framhaldsskól- anna krefst skýringa af hálfu menntamálaráðherra. Samkvæmt fjárlaganefndarmönnum stjórnar- flokkanna var það meðvituð ákvörð- un af þeirra hálfu að takmarka að- gang að framhaldsskólunum. Á því róti og uppnámi sem fjöldatakmarkanirnar hafa valdið hundruðum fjölskyldna skuldar ráðherra menntamála boðlegar skýringar sem byggja á stað- reyndum, ekki tómu tali um aukna aðsókn. Legið hefur fyrir frá ár- inu 1988 í hvað stefndi. Fjöldatak- markanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna, ákvörðun sem ráðherrann þarf að skýra. Lögin eru skýr, allir skulu fá aðgang að framhaldsskóla. Stakkur ríkisvaldsins er hins vegar svo þröngt sniðinn að því fer fjarri að skólarnir geti upp- fyllt lagaskylduna. Hundruð eru enn á milli vonar og ótta um hver staða þeirra verður í haust. Svona koma menn ekki fram við unglinga á miðri skólagöngu sinni. Þessum hópi skuldar ráð- herrann afdráttarlausa afsökun og skýringar. Metnaðarleysi Sjálfstæðis- flokksins í skólamálum er með ólíkindum. Háskólinn er þvingað- ur til að taka upp harkalegar fjöldatakmarkanir og sveltur til að kalla á aukin skólagjöld og framhaldsskólarnir vísa hund- ruðum unglinga frá! Flokkurinn og ráðherrar hans hafa brugðist í menntamálum þjóðarinnar. Að mínu mati á að flytja fram- haldsskólann til sveitarfélaganna. Slík tilhögun varð til að bæta grunnskólana verulega á sínum tíma og yrði einnig raunin með framhaldsskólann. Frelsa þarf hann frá metnaðarlausu ríkisvaldi og koma til sveitarfélaganna sem hafa metnað og kraft til að reka hann með reisn. Í stað þess að fjársvelta fram- haldsskólana ætti að vera for- gangsatriði að efla starfsnám og styttri námsbrautir. Íslensk menntastefna hefur lengi verið á villigötum hvað varðar fram- gang starfsnáms. Of mikið verið lagt upp úr bóknámi með þeim afleiðingum að margir fóta sig ekki í framhaldsskólunum og hætta námi. Með eflingu starfs- náms yrði ekki síður og kannski fyrst og fremst, eytt úreltri að- greiningu verknáms og bók- náms. Endurskoða þarf samsetn- ingu náms í grunnskólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja framboð á verk- menntuðu fólki. Hefðbundið bóknám hentar augljóslega ekki öllum. Verkefnið er m.a. að brjó- ta niður múra á milli bóknáms og starfsnáms, með það að leið- arljósi að allt starfsnám og styt- tri námsbrautir geti komi til við- bótar við aðra menntun, sýnist námsmanninum svo síðar. ■ A . J ac ob se ns B ok tr . A S, 3 95 0 B re vi k. Útsala 30%-50% TIMBERLAND SHOP Kringlunni – Sı́mi: 53 32 290 BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN MENNTAMÁL Ákvörðun á æðstu stigum Afstaða fjármála- og dómsmálaráða um að sett verði skilyrði um 44-50% at- kvæðisbærra manna þurfi að greiða at- kvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi er aldeilis fráleit og beinlínis atlaga að lýðræðinu og mannréttindum fólks. Ráðherrarnir hefðu varla sett svona afdráttarlaust fram sín sjónarmið í mál- inu, ef ekki væri búið að ákveða þetta á æðstu stöðum í herbúðum íhaldsins. Af- staða þingmanna Framsóknarflokksins mun engu máli skipta. Þeir verða teymd- ir með í þá niðurstöðu nauðugir viljugir ella sé stóll forsætisráðherra í húfi. Þjóð- in hlýtur líka, að bregðast hart við ef sú verður raunin, því á grófan hátt er verið að mismuna fólki eftir því hvort það er fylgjandi eða andvígt fjölmiðlalögunum. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/jo- hanna/ Gott að kunna að fóta sig Eins og kunnugt er eiga margir erfitt með að fóta sig á því, hvernig skynsam- legt sé að túlka úrslit forsetakosning- anna. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars drepa umræðum á dreif og hann svarar út í hött, eins og þegar hann segir, að mönnum hefði þótt árangurinn góður, ef Davíð Oddsson hefði átt í hlut! Björn Bjarnason á bjorn.is. Rafrænar kosningar í ágúst? Mikið var rætt um rafrænar kosningar í kringum árið 2000 og fór meðal annars fram samkeppni á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um slíkar kosn- ingar. Voru tvö íslensk fyrirtæki valin til að þróa slík kerfi og fengu styrk til slíks. Hins vegar var þeim tilraunum stungið undir stólinn eftir að landsfundur sjálf- stæðismanna ályktaði gegn rafrænum kosningum. Síðan þá hafa þessi kerfi mest verið notuð hér á landi í kosning- um stórra félagssamtaka og kosningunni um framtíð flugvallarins. Tómas Hafliðason á deiglan.com Hrakför gegn forsetanum Hrakför andstæðinga Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta lýðveldisins, gegn honum í aðdraganda forsetakosning- annaÝer smánarleg. Þrátt fyrir að flokks- vélar Sjálfstæðisflokksins hafi farið mik- inn til að fá fólk til að skila auðu og Morgunblaðið leikið undir vann Ólafur Ragnar þann yfirburðasigur sem raunin er. Sjálfstæðisflokkurinn féll enn og aftur á prófinu og stóðst ekki mátið að skipta sér af forsetakosningum. Niðurstaðan varð að sjálfsögðu sem fyrr. Flokkurinn tapaði slagnum illilega. Björgvin G. Sigurðsson á bjorgvin.is Vann hann ekki? Engu að síður lýsti forsetinn því yfir, og það oftar en einu sinni og oftar en tvis- var, í sjónvarpsviðtali eftir að niðurstað- an var ljós, hversu hrærður hann væri nú yfir stuðningnum sem hann fékk. Það kemur svo sem ekki á óvart, enda lens- ka hér á landi að lýsa jafnan yfir sigri í kosningum sama hver niðurstaðan er, og ekki óalgengt að allir þátttakendur telji sig hafa sigrað líkt og um keppni á Ólympíuleikum hafi verið að ræða. Hjörleifur Pálsson á frelsi.is Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla eru ísköld pólitísk ákvörðun af hálfu stjórnarflokkanna. Það er sú ákvörðun sem ráðherr- ann þarf að skýra. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.