Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 51
ar gu s 04 -0 40 3 FIMMTUDAGUR 1. júlí 2004 Harðkjarnasveitin grímuklædda Slipknot hefur verið bætt á dag- skrá Hróarskelduhátíðarinnar í ár. Þeir eiga að verða nokkurs konar sárabót fyrir það að David Bowie skyldi hafa hætt við tón- leika sína á hátíðinni vegna meiðsla. Læknir hans bannaði honum að koma fram þar sem gamla kempan er með klemmda taug. Dagskráin tekur stöðugt breyt- ingum þessa dagana og afboðaði breska sveitin Syntax spila- mennsku sína á hátíðinni í gær. Enn er óvíst hvort Muse spili. Trommarinn missti föður sinn um síðustu helgi og hefur sveitin af- boðað nokkra tónleika í kjölfarið. Þegar þetta var skrifað hafði þó sveitin enn ekki afboðað tónleika- hald á Hróarskeldu. Búast má við því að aðstand- endur Hróarskeldu bæti við nokkrum tónlistaratriðum til við- bótar, en hátíðin hefst formlega í dag. ■ Slipknot á Hróarskeldu SLIPKNOT Kæta vonandi einhverja sem syrgja þá ákvörðun Bowie að draga til baka tónleika sína á Hróarskelduhátíðinni . Óli Palli, forseti Rokklands, er með lausn fyrir þá tónlistarunn- endur sem líður vel á tónlistar- hátíðum, en geta þó ómögulega hugsað sér að fara í rigninguna á Hróarskeldu í ár. Hann ætlar nefnilega að senda beint út frá hátíðinni í Rokkland, þætti sínum á Rás 2, næstkomandi sunnudag. Þátturinn fer sem fyrr í loftið klukkan 16 og verður tveggja stunda langur. Þar mun Óli spila viðtöl og tónleikaupptökur frá helstu sveitum sem leika á hátíð- inni blautu. Hann ætti að vera búinn að safna saman góðum lag- er, þar sem sunnudagurinn er síð- asti dagur hátíðarinnar. Óli Palli fórnar sér fyrir vinn- una og fór út í gær til þess að vaða leðjuna á milli tónleikasviða. Bara til þess að þegnar Rokklands, geti fengið að upplifa stemninguna á Hróarskeldu heima í stofu, eða á rúntinum í bílnum. Lengi lifi for- setinn! ■ Rokkland í beinni frá Hróarskeldu FRANZ FERDINAND Er ein þeirra sveita sem kemur fram á Hró- arskeldu í ár. Kannski getur Óli spilað frá tónleikum þeirra í Rokklandi á sunnudaginn. ■ ÚTVARP The Cure: The Cure „Þetta er reiða hliðin á The Cure sem hefur fengið að fljóta með í nokkrum lögum áður, en sem hef- ur aldrei verið splæst á heila plötu. Þetta er hug- rökk plata og tilraunir Ross Robinson ganga upp. Besta og heilsteyptasta plata The Cure frá því að Disintigration kom út árið 1989.“ BÖS Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild, en dauðþreytt formúlan, að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ Sonic Youth: Sonic Nurse „Á meðan Sonic Youth heldur áfram að hjakka í sama farinu þá verður ást mín á sveitinni að vera eins og til fjarskyldra frænda hjá mér í stað elskenda, þannig er það nú bara. Fín plata, lítið meira en það. Tími til þess að senda sveitina á rokkspítalann.“ BÖS Method Man: Tical 0 - The Prequel „Þrátt fyrir nokkrar hlustanir er ekkert lag sem kveikir af einhverju viti í mér, undirspilið er þunnt og maður gerir ekki öflugt hip-hop á rappinu einu saman, grunnurinn verður að vera góður. Og þeg- ar hvort tveggja bregst þá er fokið í flest skjól.“ SJ Keane: Hopes and Fears „Góður flutningur, góður söngur, góður hljómur og ágætar útsetningar. Það er samt ekkert sem fangar athyglina. Ullin er bara eins og á hinum kindunum, augnaráðið jafn tómt og laust við alla dulspeki. Að sama skapi er hún gjörsamlega laus við tilgerð og óþarfa töffarastæla.“ BÖS Beastie Boys: To the 5 Boroughs „Þetta er því blygðunarlaust afturhvarf í gamla starfshætti. Þessi gamli hljómur er yfir allri plöt- unni, þannig að fyrir vikið virkar hún góð sem heild. Þetta er þó frekar erfið plata þegar allt kem- ur til alls, og krefjandi.“ BÖS Shai Hulud: That Within Blood Ill-Tempered „Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlust- andann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkust.“ SJ Graham Coxon: Happiness in Mag- azines „Ég held barasta að við þurfum ekki að hafa nein- ar áhyggjur af gleraugnagláminum honum Gra- ham. Að minnsta kosti gefa lokaorð plötunnar það í skyn að hann hafi það bara fínt. Þar syngur hann af einlægni við fallegt og einfalt píanóstef og gítar spil; „Life, I Love You“. Fallegur endir á góðri plötu.“ BÖS Slipknot: Vol. 3 (The Subliminal Verses) „Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slipknot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal.“ SJ Mike Pollock: World Citizen „Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síð- an með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu.“ FB Morrissey: You Are the Quarry „Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú, hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tón- listarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það.“ BÖS Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR PLATA VIKUNNAR Samnefnd plata The Cure er þeirra besta í 15 ár, hlýtur því að teljast plata vikunnar. PLATA VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.