Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 53
37FIMMTUDAGUR 1. júlí 2004 Madonna hefur verið iðin við kolann því auk þess að senda frá sér nýjan disk og halda tónleikaferðalag hefur hún lokið við sína þriðju barnabók, „Yakov og þjófana sjö“. Bókin kom út í Bandaríkjunum og víða annars staðar 21. júní en íslensk börn þurfa ekki að bíða hennar lengi því hún er vænt- anleg innan skamms eða 7. júlí í þýðingu Silju Aðalsteinsdótt- ur. Bókin hefur fengið ágætar viðtökur og hafa gagnrýnend- ur meðal annars látið þau orð falla að um bestu bók Madonnu sé að ræða til þessa. Yakov og þjófarnir sjö er þess utan glæsilega myndskreytt af Gennady Spirin, margverð- launuðum listamanni af rúss- neskum ættum sem búsettur er í Bandaríkjunum. Sagan gerist í litlum bæ í Austur-Evrópu á 18. öld og segir frá Yakov skósmið, kon- ur hans Olgu og einkasyninum sem er fárveikur. Yakov ör- væntir í veikindum sonar síns og leitar til manns í útjaðri bæjarins sem talinn er geta gert kraftaverk og biður hann um hjálp. Sér til aðstoðar kall- ar vitri maðurinn á alla þjófa og ribbalda bæjarins öllum til mikillar furðu. Í kringum þessa atburði spinnst óvænt og skemmtileg atburðarás. Þetta er þriðja barnabók söngkonunnar af fimm fyrir- huguðum en þær fjalla allar um málefni sem börn standa frammi fyrir að sögn Madonnu. Söngkonan vonast til að bækurnar geymi leið- sögn fyrir yngstu kynslóðina, hvernig þau eiga að ráða við vandasamar aðstæður og læra eitthvað af þeim. „Það er von mín að bækurnar segi börnum eitthvað sem þau geta notað sér - jafnvel fullorðnum börn- um,“ lét Madonna hafa eftir sér. Fjórða barnabók Madonnu kemur út með haustinu og sú síðasta næsta vor. Áður út- gefnar bækur eru Ensku rósin- ar og Eplin hans Peabodys. ■ Madonna leiðbeinir ungdómnum ÞRIÐJA BÓKIN „Yakov og þjófarnir sjö“ hefur fengið góða dóma og er hún sögð besta bók Madonnu til þessa. BÆKUR ÞRIÐJA BARNABÓK ■ Madonnu er komin út. Hún ber heitið „Yakov og þjófarnir sjö“ og gerist í litlum bæ í Austur-Evrópu á 18. öld Boxarinn MikeTyson segist hafa neyðst til þess að búa á göt- unni síðastliðin tvö ár, eða frá því að hann var gerður gjaldþrota. Hann segir það mikla smán að eiturlyfjasal- arnir sem hann hafi verið í sambandi við skuli eiga meiri peninga en hann. Vandræðum hans gæti þó verið að ljúka því allt útlit er fyrir að hann fái 14 milljónir dollara borgaða frá fyrrum umboðsmanni sínum Don King. Guy Ritchie, eig-i n m a ð u r Madonnu, brá held- ur í brún á dögunum þegar leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan heimili fjöl- skyldu þeirra í New York. Bílinn logaði í fyrstu og sprakk svo þegar eldurinn barst að bensíntanknum. Ritchie fylgdist með slökviliðinu að störfum frá svöl- um sínum ásamt þriggja ára syni þeirra Rocco og stjúpdótturinni Lour- des. Madonna var ekki heima. Leikkonan Helen Bonham Carter ogleikstjórinn Tim Burton ráku upp stór augu um helgina þegar nokkur slúðurblöðin greindu frá því að parið hefði eignast sitt fyrsta barn fyrir helgi. Það er svo sem rétt, en öllu undarlega fannst parinu að blöðin væru að greina frá þessu núna þar sem barnið fæddist í október á síð- asta ári. Þar sem aðeins átta mánuðir eru síðan barnið fæddist hefði verið ómögulegt fyrir þau að vera komin með annað. Ekki er vitað hvernig stóð á því að rugl- ingurinn hafi átt sér stað. Hótelerfinginn lausgyrti ParisHilton stefnir að því að verða poppstjarna á næstu misserum og hefur nú tekið þau mál föstum tökum með því að stofna eigið plötuútgáfufyrirtæki sem heitir því smekklega nafni „Heiress“, eða ein- faldlega „Erfingin.“ Fyrsta plata Hilton, sem er 23 ára gömul, á að heita „Screwed“ og hana mun hún vinna í samvinnu við rapparann Lil Jon og J C Chasez úr ¥N Sync. Stúlkan ætlar að fagna stofnun útgáfufyrirtækisins með glæsilegu teiti síðar í vikunni og vinna við plötuna hefst vonandi fljót- lega eftir að það rennur af henni. Leikarinn Matthew Broderick við-urkennir að hann sé hrifinn af hugmyndinni um að eiga fallega vél- konu sem uppfyllir alla drauma hans en hann leikur einmitt mann sem kemst heldur betur í feitt í myndinni The Stepford Wives þegar hann flytur til bæjarins Stepford þar sem nördar bæjarins hafa allir skipt konunum sínum út fyrir kynóðar fyrirmyndar- vélhúsmæður. Broderick sem er eins og alþjóð veit kvæntur Sarah Jessica Parker úr Beðmálum í borginni telur víst að það sé draumur allra karla að eignast undir- gefnar og viljalausar konur en bætir svo við, væntanlega til að redda sér frá því að þurfa að sofa á sófan- um, að það verði þó líklega fljótt þreytandi að búa með vélkon- um. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.