Fréttablaðið - 02.07.2004, Page 1

Fréttablaðið - 02.07.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FÖSTUDAGUR BIKARINN Í KVÖLD Sextán liða úr- slit í bikarkeppni KSÍ hefjast í kvöld með sex leikjum. Athyglin beinist að Fylkisvelli þar sem heimamenn taka á móti Grind- víkingum. Allir leikirnir hefjast kl. 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM VESTAN TIL Úrkomulítið um allt land. Víða skýjað og hætt við skúrum á austurhelmingi landsins. Bjartast og hlýjast suðvestan og vestan til. Sjá síðu 6. 2. júlí 2004 – 178. tölublað – 4. árgangur ÍBÚÐABRÉF KOMIN Í STAÐ HÚS- BRÉFA Ný íbúðabréfalán eru á betri kjör- um en gömlu húsbréfalánin og útlit fyrir að þau batni enn. Sjá síðu 2 FLESTIR ÆTLA Á LANDSMÓT Á HELLU Að undanskilinni verslunarmanna- helginni leggja flestir land undir fót fyrstu helgina í júlí. Sjá síðu 6 SKORTUR Á UMRÆÐU Félagsmála- stjórinn í Reykjavík segir að talsvert hafi skort á umræðu um mannréttindi aldraðra. Mikilvægt sé að fólk fái að halda sjálfs- virðingu sinni og sjálfsforræði svo lengi sem það lifir. Sjá síðu 10 ÖRYGGISVIÐBÚNAÐUR ALDREI MEIRI Grikkir eru að falla á tíma í undir- búningi sínum fyrir Ólympíuleikana. Kostn- aður vegna öryggisgæslu á leikunum er áætlaður um 90 milljarðar íslenskra króna. Sjá síðu 14 YxÅ|Ç|áàtÜ nr. 26 2004 – Kröftugt ofnæmislyfLóritín® Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna-og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 10.05.2004 dagskráin 2. júlí - 8. júlí ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Femínistar samtímans birta ● ný verðlaunagáta ● strákamyndir Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Guðjón Arnar Kristjánsson: ▲ SÍÐA 24 Mætir í þingsal á afmælisdaginn ● 60 ára í dag Undanúrslit EM: ▲ SÍÐA 29 Grikkir lögðu Tékka ● fyrsta silfurmark sögunnar Björg Stefánsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Hannar veggfóður á Ítalíu ● tíska ● heimili ● matur SADDAM MIKIÐ NIÐRI FYRIR Fjör færðist í leikinn þegar dómari las Saddam ákæruliðinn sem sneri að innrásinni í Kúveit. Saddam sagði innrásina í þágu írösku þjóðarinnar og fyllilega réttlætanlega. Hann sagðist ekki skilja að nokkur Íraki gæti annað en fagnað henni. Saddam Hussein og samstarfsmönnum birt ákæra: Tólf leiddir fyrir dómara ÍRAK, AP Sakaður um margvísleg brot gegn þjóð sinni var Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, leiddur fyrir dómara í gær og gert að hlýða á sjö ákæruatriði gegn sér. Ellefu aðrir ráðamenn úr stjórnar- tíð Saddams voru einnig leiddir fyrir dómara og birtar ákærur, þeirra á meðal Tariq Aziz, fyrrum varaforsætisráðherra, og Ali Hasan al-Majid, sem stjórnaði efnavopnaárás á Kúrda sem kost- aði 5000 manns lífið. Saddam var lengst af kurteis en ákveðinn í viðræðum sínum við dómarann en æstist þegar minnst var á innrásina í Kúveit og sagðist ekki skilja hvernig Íraki gæti litið á hana sem illvirki. Hann vísaði ásökunum á hendur sér á bug. Sumir telja að réttarhöld yfir Saddam Hussein geti vakið vonir um betra ástand mannréttindamála meðal annarra þjóða. „Arabar, sem sjá myndir af Saddam í dómsal, öðlast aukna trú á því að staða for- seta eða þjóðarleiðtoga veiti ekki friðhelgi að eilífu,“ sagði jemenski rithöfundurinn Faris Ghanim. Sjá síðu 8 Útsalan er hafin S M Á R A L I N D Signubakkar: Ylströnd í París PARÍS, AP Tvö þúsund tonnum af sandi hefur verið komið fyrir á bökkum Signu og Parísarbúar því eignast strönd í miðri borginni. Er þetta þriðja árið í röð sem búnar eru til strendur á bökkum Signu en meira en þrjár milljónir gesta nýttu sér strandirnar síðasta sumar. Borgarstjóri Parísar á heiðurinn af ströndinni, sem er hugsuð fyrir þá sem ekki eiga kost á því að yfir- gefa borgina yfir hásumarið. Kom- ið hefur verið fyrir pálmatrjám, sólstólum auk aðstöðu til þess að stunda íþróttir og halda tónleika. Gestir eru þó varaðir við því að synda í Signu. ■ ÞJÓÐARATKVÆÐI Ákveðið hefur ver- ið innan ríkisstjórnarinnar að setja skilyrði í lög um þjóðarat- kvæðagreiðslu um að ákveðið hlutfalla atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Drög að frumvarpi verða rædd á ríkis- stjórnarfundi í dag. Halldór Ásgrímsson staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að skilyrðin yrðu „hófleg“ en ekki hafi enn verið ákveðið innan ríkisstjórnarinnar hver þau verði en starfshópur ríkis- stjórnarinnar hefur lagt til 25–44%. Skiptar skoðanir eru innan þing- flokks Framsóknarflokksins um hvort setja eigi skilyrði eða ekki. Að sögn Halldórs hefur hann rætt við alla þingmenn flokksins um málið eftir að hann kom heim frá Nató- fundinum í Istanbul. Að sögn þeirra þingmanna sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi er ljóst að þing- flokkurinn mun fallast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um að setja eigi skilyrði. Þeir þingmenn Fram- sóknarflokksins sem sögðust í grundvallaratriðum mótfallnir því að sett yrðu skilyrði sögðust munu samþykkja að þau yrðu sett, svo fremi sem þau verði hófleg, hægt sé að færa rök fyrir þeim og þau brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Framsóknarflokkur- inn ganga að samningsaborði við Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að skilyrðin séu sem næst neðri mörkunum, og fari ekki yfir þriðjung. Einn framsóknarþing- maður sagði að málið væri nú í höndum formannanna og yrðu þeir að ná lendingu um málið sín á milli. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir mikilli andstöðu við að setja í lög skilyrði af nokkru tagi og munu leggja fram sameiginlegt frumvarp til laga um þjóðar- atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar það kemur saman á mánudaginn. „Ég trúi ekki að Framsóknar- flokkurinn láti Davíð Oddsson svín- beygja sig einn ganginn enn,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég hef enn ekki hitt þann fram- sóknarmann utan þingflokksins sem styður sérstakar reglur af þessu tagi. Við í stjórnarandstöð- unni höfum leitað álits vandaðra sérfræðinga sem hafa engin pólitísk tengsl við okkur og niðurstaða þeirra var afdráttarlaus. Reglur af þessu tagi fara í bága við stjórnar- skrána,“ segir Össur. sda@frettabladid.is Sjá nánar á síðu 4 Skilyrði verða sett Drög að frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu verða lögð fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Þar verða sett skilyrði um að ákveðið hlutfall kosningabærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Framsóknar- menn segjast sættast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um skilyrði en vilja að þau verði sem hóflegust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.