Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 8
8 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Ólík viðbrögð eftir því hvar fólk býr: Blendin viðbrögð í Írak ÍRAK, AP Fyrsta stund Saddams Hussein frammi fyrir dómara sín- um vakti að vonum mikla athygli í Írak en einnig blendin viðbrögð. „Í ljósi allra fjöldagrafanna sem ég hef séð í Írak finnst mér að Saddam eigi skilið að fá dauðarefsingu,“ sagði kúrdísk kona, Sawsam Jamal, og endur- speglaði vilja margra. Þó voru ekki allir þeirrar skoðunar. Súnní-músliminn Odai Faleh sagði Saddam hafa tryggt ör- yggi almennings og aðeins refs- að vondu fólki sem hefði grafið undan stöðugleika landsins, hann óskaði Saddam því heilla. V i ð b r ö g ð fólks mörkuð- ust að hluta af búsetu þess. Á svæðum súnní- múslima, svo sem í Rambadi, lýsti fólk sam- úð með Saddam þó það væri fjarri því algilt. Á svæð- um Kúrda og sjíta-múslima vilja flestir að Saddam verði refsað. ■ Færður í hlekkjum í eina af höllum sínum Saddam Hussein var leiddur fyrir dómara og honum birt sjö ákæruatriði vegna voðaverka sem hann bar ábyrgð á í 24 ára stjórnartíð sinni. Auk hans var ellefu fyrrum ráðamönnum í Írak birt ákæruatriði, þeirra á meðal Tariq Aziz og Efnavopna-Ali. ÍRAK Eftir 24 ár sem forseti Íraks, átta mánuði á flótta og sjö mánuði í haldi Bandaríkjamanna sneri Saddam Hussein aftur í eina af fjölmörgum höllum sem eitt sinn tilheyrðu honum. Áður fylgdu líf- verðir honum eftir til að tryggja öryggi hans. Í gær voru það hins vegar fangaverðir sem fylgdu honum, hlekkjuðum, í gömlu höll- ina sem hýsir nú dómstólinn sem mun rétta yfir þessum fyrrum valdamesta manni Íraks. Morð á morð ofan Skeggjaður og klæddur í jakkaföt, mjög ólíkur sjálfum sér frá fyrri tíð var Saddam Hussein leiddur fyrir dómara og lesin upp fyrir honum ákæra vegna mann- réttindabrota og glæpa sem hann er sakaður um í valdatíð sinni. Ákæran er þó aðeins bráðabirgða- útgáfa. Næstu mánuði munu íraskir saksóknarar leggjast í rannsóknir og útbúa endanlegt ákæruskjal. Innihald skjalsins í gær var samt kristaltært, stjórn- artíð Saddams Hussein einkennd- ist af morðum á morð ofan, sem hann bar sjálfur ábyrgð á. Morð á pólitískum andstæðingum, morð á Kúrdum sem lutu ekki stjórn hans, morð á Barzani-ættinni, inn- rásin í Kúveit og nauðungarflutn- ingar Kúrda voru meðal ákæruat- riðanna sem voru lesin upp yfir þessum gamla harðstjóra. Enginn lögmaður var með Saddam þegar hann kom fyrir dómarann. Því neitaði hann að undirrita skjal sem var lagt fyrir hann, þar var að finna ákæru- atriðin gegn honum og var hann beðinn um að undirrita skjalið til að staðfesta að hann skildi hvað hefði farið fram í réttarsalnum. Það kvaðst hann ekki vilja gera fyrr en hann hefði haft tækifæri til að ráðgast við lögmenn sína. Varði innrás í Kúveit Lengst af var Saddam rólegur og kurteis. Hann æstist þó þegar lesin var upp ákæra á hendur hon- um vegna innrásarinnar í Kúveit. Hann sagði þá innrás hafa verið í þágu Íraka. Hann sagði að Kúveit- ar, sem hann kallaði hundingja og dómarinn skammaði hann fyrir, hefðu verið að lækka olíuverð nið- ur úr öllu valdi og því fyllilega réttmætt að gera innrás til að stöðva þá árás gegn hagsmunum írösku þjóðarinnar. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og sömuleiðis meðan Saddam Hussein var fluttur til og frá dómshúsinu í öflugri bílalest. Auk Saddams voru ellefu aðrir valda- og áhrifamenn í stjórnartíð Saddams leiddir fyrir dómara í gær. Þekktastur þeirra er væntan- lega Tariq Aziz, fyrrum vara- forsætisráðherra og utanríkisráð- herra Íraks. Hann sagði ákæru- atriðin ekki geta beinst að sér per- sónulega þar sem að ef um glæpi hafi verið að ræða hafi það verið á ábyrgð stjórnvalda, ekki ein- stakra manna sem fóru með þau. Efnavopna-Ali, Ali Hasan al- Majid, var ákærður fyrir að skipuleggja efnavopnaárás á Kúrda sem kostaði þúsundir lífið árið 1988. brynjolfur@frettabladid.is Bráðabirgðastjórnin: Dauðarefs- ing tekin upp ÍRAK, AP Íraska bráðabirgðastjórnin, sem tók við völdum í byrjun vikunn- ar, ætlar að taka upp dauðarefsingu á ný áður en réttarhöldin yfir Saddam Hussein hefjast. Dauða- refsingin var við lýði í stjórnartíð Saddams en eftir að hernáms- stjórnin tók völdin í Írak bannaði hún aftökur sakfelldra manna. Ákvörðunin hefur fengið mis- jöfn viðbrögð. Fjölmargir Írakar fagna henni, aðrir síður. Frakkar og Þjóðverjar sem voru andvígir inn- rásinni í Írak ítrekuðu andstöðu sína við dauðarefsingar og lýstu vonum um að Saddam fengi réttlát réttarhöld. ■ SVONA ERUM VIÐ HVAÐ KAUPUM VIÐ? Innflutningur janúar – maí 2004 Matvörur og drykkjarvörur 7.739 m. kr. Hrávörur og rekstrarvörur 23.921 m. kr. Eldsneyti og smurolíur 7.456 m. kr. Fjárfestingarvörur 20.993 m. kr. Flutningatæki 12.326 m. kr. Neysluvörur 17.068 m. kr. Heimild: Hagstofan – hefur þú séð DV í dag? Heyrnalaus faðir níddist á þremur dætrum sínum og fær samúð dómara Var sjálfur misnotaður í Heyrnleysingjaskólanum Ellefu sak- borningar ■ Ali Hasan al-Majid Efnavopna-Ali skipulagði efnavopnaárásir á bæinn Halabja 1988. 5000 Kúrdar létust. ■ Aziz Saleh al-Numan Yfirmaður Baath-flokksins í Bagdad. ■ Barzan Ibrahim al-Hassan al-Tikriti Hálfbróðir Saddams og ráðgjafi hans. ■ Kamal Mustafa Abdullah al-Tikriti Ritari Lýðveldisvarðar og tengdasonur Saddams. ■ Muhammed Hamza al-Zubaydi Barði niður uppreisn sjíta-múslima 1991. ■ Sabir Abdul Aziz Al-Douri Ríkisstjóri í Bagdad og yfirmaður leyni- þjónustu hersins í Persaflóastríðinu. ■ Abid Hamid Mahmoud al-Tikriti Forsetaritari og yfirmaður einkalífvarða Saddams. ■ Sultan Hashim Ahmad Varnarmálaráðherra. ■ Taha Yassin Ramadan Varaforseti Íraks og meðlimur byltingar- ráðsins. ■ Tariz Aziz Fyrrum varaforsætisráðherra og utanríkis- ráðherra. ■ Watban Ibrahim al-Hasan al-Tikriti Ráðgjafi Saddams og hálfbróðir. Bush er eini glæpamaðurinn í málinu sagði Saddam Hussein: Ég er Saddam forseti Íraks ÍRAK „Ég er Saddam Hussein al- Majid, forseti íraska lýðveldis- ins,“ voru fyrstu orðin sem fyrr- um einræðisherra Íraks mælti op- inberlega í rúmt ár, eða frá því stjórn hans féll í innrás Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra. Með því svaraði hann beiðni dómarans um að hann gerði grein fyrir sér. Þegar hann var spurður út í hvar hann væri til húsa var svar hans: „Ég lifi í sérhverju írösku húsi“. Saddam var ekki sáttur við að vera leiddur fyrir dómara án þess að hafa verjanda sér til aðstoðar. „Hví dregur þú mig inn í þetta hús án verjanda?“ spurði hann dómar- ann. Saddam hæddist að dómaran- um fyrir að vinna fyrir her- námsliðið eftir að dómarinn sagð- ist skipaður af fjölþjóðaliðinu í Írak. „Þá muntu dæma mig eftir þeirra lögum,“ sagði Saddam. George W. Bush Bandaríkja- forseti á ekki upp á pallborðið hjá Saddam sem sagði hann vera eina glæpamanninn í þessu máli öllu saman. Saddam sagði einnig að einungis væri staðið í málaferlum gegn sér til þess að auka mögu- leika Bush á að vinna í forseta- kosningunum í haust. ■ FYLGST MEÐ FRAMVINDUNNI Rakarinn og viðskiptavinir hans höfðu augun á sjónvarpinu þegar sýnt var frá því þegar Saddam Hussein kom fyrir dómara. RÆTT VIÐ DÓMARANN „Bandaríkjamenn segja mig eiga milljónir faldar í Sviss. Hvernig get ég þá ekki haft efni á lögmanni?“ spurði Saddam á móti aðspurð- ur um hvort hann gæti ráðið sér verjanda. SADDAM HUSSEIN FRAMMI FYRIR DÓMARANUM Saddam efaðist um umboð dómarans til að fara með málið og spurði hvort reka ætti málið á grundvelli þeirra laga sem voru sett í valdatíð hans. HELSTU ÁKÆRUATRIÐI Morð á trúarleiðtogum árið 1974 Morðin á Barzani-ættinni árið 1983 Eiturgasárás á Kúrda í Halabja árið 1988 Pólitískar aftökur um þriggja áratuga skeið Herferð gegn Kúrdum á árunum 1986–1988 Innrásin í Kúveit 1990 Uppreisn Kúrda og sjíta-múslima 1991 barin niður af grimmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.