Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 14
Samskip: Nýjar skrifstofur í Þýskalandi ÚTRÁS Samskip opnuðu í gær nýjar þjónustuskrifstofur í Þýskalandi, í Düsseldorf og München. Fyrir- tækið starfrækir fyrir tvær skrif- stofur í Þýskalandi sem staðsettar eru í Bremen og Hamborg. Opnun nýju skrifstofanna í Þýskalandi er enn einn áfanginn í útrás Sam- skipa og hefur það að markmiði að þjóna enn betur ört vaxandi starf- semi félagsins á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samskipum. „Skrifstofunni í Düsseldorf er ætlað að þjóna vaxandi flutninga- starfsemi okkar í Rínardal og Ruhr- héraðinu en suðurhéruð Þýska- lands verða á ábyrgð skrifstofunn- ar í München,“ segir Ásbjörn Gísla- son, forstjóri Samskipa. ■ 14 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR FARÐU BURT! Hong Kong mótmæltu yfirráðum Kínverja í gær. Einn mótmælenda heldur hér á spjaldi af Tung Chee-hwa, landstjóra eyjarinnar. Tugþúsundir útlendinga sækja í íslenska hestinn: Um 40 þúsund á ári í hestaferðir HESTAMENNSKA „Að þessu sinni eru 3000–3.500 erlendir gestir á Landsmóti hestamanna á Hellu,“ sagði Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Icelandair. Hann sagði að hestaferðir nytu sívaxandi vinsælda erlendra ferðamanna. Áætla mætti að um 3000 manns fari í lengri hesta- ferðir hér á hverju ári. Þar kæmi þjónusta Icelandair ekki einungis við sögu, því margir bændur hefðu atvinnu að því að þjóna þessu fólki, með leiðsögn, útveg- un hesta eða gistingu. Ef litið væri til styttri ferða þá væri fjöldinn enn meiri. Mætti áætla að á síð- asta ári hefðu allt að 40.000 manns keypt sér slíka hestaferð. Ekki mætti gleyma Landsmóti hesta- manna sem drægi að sér þúsundir erlendra ferðamanna sem dveldu lengi og keyptu hér fjölbreyttari þjónustu. „Ekkert eitt fyrirbæri í ís- lenskri náttúru eða íslenskri menningu dregur til sín annan eins fjölda ferðamanna og ís- lenski hesturinn,“ sagði Steinn Logi. „Nú er svo komið að fleiri ís- lenskir hestar eru á erlendri grun- du en á Íslandi. Reikna má með að í Evrópu séu vel á annað hundrað þúsund íslenskir hestar. Áætlað hefur verið að á bak við hvern ís- lenskan hest í útlöndum séu 3–4 einstaklingar. Allir þessir einstak- lingar eru líklegir til að vilja heimsækja Ísland í tengslum við áhugamál sitt. Það er með þessa hagsmuni í huga sem Icelandair er aðalstuðn- ingsaðili Landsmóts hestamanna, Icelandair Horse Festival, sem við höfum gert sex ára samning um. Við erum að stórauka markaðssetninguna er- lendis og viljum reyna að höfða til breiðari hóps.“ ■ Mesti öryggisviðbúnaður í sögu Ólympíuleikanna Grikkir keppast við að undirbúa Ólympíuleikana enda við það að falla á tíma. Kostnaður vegna öryggisgæslu á leikunum er áætlaður um 90 milljarðar íslenskra króna. ÓLYMPÍULEIKAR Öryggisviðbúnaður vegna ólympíuleikanna í Aþenu í Grikklandi er nú að ná hármarki en í gær tóku þúsundir liðsmanna öryggisveita í Aþenu og helstu borgum Grikklands til starfa. Leikarnir hefjast um miðjan ágúst og mjög er óttast að hryðju- verkamenn líti til leikanna sem heppilegs skotmarks. Aldrei í sög- unni hafa verið viðhafðar aðrar eins öryggisráðstafanir. Grískar sérsveitir hafa undan- farna mánuði æft viðbrögð við hin- um ýmsu aðstæð- um sem upp geta komið á leikvöng- um þeim sem leik- arnir fara fram á og öðrum mikil- vægum bygging- um sem leikjunum tengjast. Þessi mannvirki verða lokuð næstu vikur og leitað verður ít- arlega að tíma- stilltum sprengj- um innan þeirra. Kostnaður við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum er talinn nema allt að einum milljarði evra, eða tæplega níutíu millj- örðum íslenskra króna. Fjörutíu þúsund lögreglu- menn, auk þúsunda hermanna, munu gæta leikvanganna, ólymp- íuþorpsins, þar sem aðsetur keppenda og fylgdarliðs verður, hafnarinnar í Aþenu og fleiri mikilvægra staða í Aþenu. Þá er sérstaklega gert ráð fyrir loft- vörnum í höfuðborginni og strandgæsla verður efld um allt Grikkland. Grikkir hafa sætt mikilli gagn- rýni fyrir seinagang í undirbún- ingi ólympíuleikanna sem hefjast 13. ágúst og standa yfir í sextán daga. Enn eru stórvirkar vinnu- vélar að störfum á aðalleikvangi leikanna og svæðið hefur enn ekki verið girt af. Stjórnvöld í Grikk- landi hafa lýst því yfir að framkvæmdum verði að mestu lokið fyrir miðjan júlí. Heimildir breska útvarpsins BBC herma hins vegar að ekki verði hægt að girða aðalleik- vanginn af fyrr en örfáum dögum fyrir setningarhátið leikanna um miðjan ágúst. Ótti manna við að reynt verði að fremja hryðjuverk á Ólympíu- leikunum er ekki ástæðulaus. Á Ólympíuleikunum í München árið 1972 féllu nokkrir ísraelskir íþróttamenn í gíslatöku palest- ínskra hryðjuverkamanna. ■ ,,Ótti manna við að reynt verði að fremja hryðjuverk á Ólympíu- leikunum er ekki ástæðulaus. s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P ! afsláttur af völdum tegundum 30-70% Útsala HESTAFERÐIR Ætla má að á síðasta ári hefðu allt að 30.000 manns keypt sér stutta hestaferð hér á landi á síðasta ári. PARÞENON Á AKRAPÓLIS Endurbætur hafa staðið yfir á hinu 2.500 ára gamla Parþenon-hofi á Akrapólis-hæð síðustu mánuði vegna Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast 13. ágúst. Í KAPPI VIÐ TÍMANN Grikkir keppast við undirbúning Ólympíu- leikana sem hefjast 13. ágúst. Eitt af því sem gera þarf er að setja upp umferðar- skilti með merkingum á ensku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M YN D /A P HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra undirritaði í gær nýja reglugerð um landsnefnd og ráð- gefandi ráð Lýðheilsustöðvar. Einnig opnaði hann formlega nýja heimasíðu hennar, lydheilsustod.is. Tilefnið var eins árs afmæli stöðvarinnar og var efnt til kynningar á starf- semi hennar. Eins og fram kemur í lögum er hlutverk Lýðheilsustöðvar að „efla lýðheilsustarf og sam- ræma það, annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu í samstarfi og sam- vinnu við landlækni og aðra eft- ir því sem við á og styðja starf- semi stofnana og frjálsra félaga- samtaka til eflingar lýðheilsu. Lýðheilsustöð skal vera stjórn- völdum til ráðgjafar um stefnu- mótun á sviði lýðheilsu. For- gangsröðun verkefna skal vera í samræmi við heilbrigðisáætlun. Stöðin fylgist með árangri af lýðheilsustarfi og stuðlar að rannsóknum á sviði lýðheilsu í samvinnu við landlækni og men- nta- og rannsóknastofnanir.“ Við formlega opnun heima- síðunnar sagði Bryndís Kristjánsdóttir sviðsstjóri frá uppbyggingu síðunnar og inni- haldi hennar. Sérstaklega verður hugað að þörfum blindra og sjónskertra við framsetningu efnis á síðunni. ■ Ár frá stofnun Lýðheilsustöðvar: Forgangsröðun í samræmi við heilbrigðisáætlun ÚTRÁS HJÁ SAMSKIPUM Opna tvær nýjar skrifstofur í Þýskalandi. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Undirritaði í gær nýja reglugerð um lands- nefnd og ráðgefandi ráð Lýðheilsustöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.