Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 15
15FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 FALLEG LÁDEYÐA Ekki var mikinn byr að hafa í Hafnarfjarðarhöfn í gær þar sem ungmenni sigldu á litlum seglkænum. Veðrið var að sönnu fallegt en ládeyða hentar vitaskuld ekki til slíkra siglinga. MENGUN Nettólosun gróðurhúsaloft- tegunda hér á landi minnkaði um 0,3% milli áranna 2001 og 2002. Íslensk stjórnvöld hafa sent inn nýja útreikninga á útstreymi og bindingu gróðurhúsalofttegunda (GHL) á ár- unum 1990–2002 til skrifstofu Lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóðanna, þar sem þetta kemur fram. Heildar- útstreymið jókst um 0,2% frá árinu 2001 til 2002 en móti kemur binding kolefnis í gróðri sem veldur nettó- lækkun. Árið 1990 var heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um 3,3 milljónir tonna. Árið 2002 var heildarútstreymið orðið 3,6 milljónir tonna og hafði því aukist um 9% á tímabilinu. Sé tekið tillit til bindingar gróðurhúsalofttegunda með land- græðslu og skógrækt hefur nettó- útstreymi aukist um 4% frá 1990. Sé staðan metin í ljósi ákvæða Kyoto-bókunarinnar kemur í ljós að nettólosun gróðurhúsalofttegunda miðað við almennar losunarheimildir Íslands hefur dregist saman um tæp 9% 1990–2002. Nettólosun sam- kvæmt þessari forsendu minnkaði um 1% 2001–2002. ■ Gróðurhúsalofttegundir hérlendis: Nettólosun dregst saman SKOTIÐ RÍÐUR AF Ísraelskur hermaður skýtur táragashylki að palestínskum mótmælendum við aðskiln- aðarmúr Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. útsala útsala 40-50% afsláttur af völdum vörum Pökkum inn þér að kostnaðarlausu Símar: Smáralind 522 8322, Kringlan 568 8190 Smáralind • Kringlan Líbanskt-ísraelskt hjónaband: Fæst ekki skráð BEIRÚT, AP Líbanskur maður sem sótti um að fá hjónaband sitt við ísraelska konu skráð undir líbönsk lög hefur fengið neitun. Beiðni hjónanna, sem giftu sig í Kaliforníu en vildu fá hjóna- bandið skráð í Líbanon, fór fyrir vikulegan fund ríkisstjórnar Líbanons í gær og var beiðninni vísað frá. Töldu ráðherrarnir að hjónin uppfylltu ekki skilyrði fyrir skráningu. Líbanon hefur sett bann á verslun við Ísrael, sem litið er á sem óvinveitt ríki. ■ LYKLAVÖLDIN AFHENT Afgreiðslusalurinn á annarri hæð er prýdd- ur glæsilegum útskurði og er nú friðaður. Eimskipafélagshúsið við Pósthússtræti: Afhent nýjum eigendum MIÐBÆR Gamla Eimskipafélags- húsið við Pósthússtræti var form- lega afhent nýjum eigendum í gær. Fyrirtækið Heimshótel ehf. festi kaup á eigninni fyrir nokkru sem og á gamla Gjaldheimtuhúsinu sem er samliggjandi. Heimshótel eru í eigu Heimsferða og er ætlun- in að breyta húsunum í 70 her- bergja lúxushótel sem ráðgert er að verði opnað í mars á næsta ári. Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, teiknaði Eim- skipafélagshúsið en það var reist á árunum 1919–1921. Það var fyrsta hús landsins sem búið var fólkslyftu. Gamli afgreiðslusalur Eimskipafélagsins á annarri hæð er prýddur útskurði Stefáns Eiríkssonar myndskera og er nú friðaður. ■ Eyrarsundsbrú: Umferðin eykst sífellt STOKKHÓLMUR, AP Tæplega fjórtán milljónir ökutækja hafa ekið Eyr- arsundsbrú milli borgarinnar Malmö í Svíþjóð og Kaupmanna- hafnar, höfuðborgar Danmerkur, síðan brúin var opnuð árið 2000. Umferð um brúna eykst sífellt, að sögn rekstrarstjóra brúarinnar. Rúmlega tólf þúsund ökutæki keyrðu að meðaltali brúna á dag í maímánuði. Þetta er rúmlega tuttugu prósenta aukning frá því í maí árið áður og rúmlega helm- ingsaukning síðan í maí árið 2001. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.