Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 22
Þá hefur enn ein grein um hverfa- væðingu litið dagsins ljós frá Degi B. Eggertsyni, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans (Fréttablaðið 26.06). Þarna stiklar Dagur á stóru um ágæti hverfavæðingarinnar. Í stuttu máli mætti segja að hverfa- væðing feli í sér að Fræðslumið- stöð, leikskólar og félagsþjónusta Reykjavíkur flytji starfsemi sína út í hverfin. Undirrituð hefur síð- ustu fjögur ár starfað sem skóla- sálfræðingur í Miðgarði þar sem vinnur gott fólk í þverfaglegu teymi að lausn ýmissa vandamála. Ég hef verið svo gæfusöm að vinna í frjálsu umhverfi þar sem ég stýri eigin verkefnum og hef til þess fullt traust yfirmanna. Í grein Dags eru hins vegar nokkrir punktar sem mig langar til að vekja máls á. Dagur minnist á að 9 af 10 Reykvíkingum styðji hverfavæð- ingu. Þá er forvitnilegt að spyrja sig hve stór hluti borgaranna þurfi að notfæra sér þessa þjón- ustu. Reiknað er með að um 5% barna þurfi á einhverjum tíma sálfræðiaðstoð eða greiningu. Fjárhagsaðstoð og barnaverndar- mál gætu verið um 5 til 10% hvort. Lauslega áætlað er þetta að hámarki um 15 til 20% fólks. Svo bætist við önnur þjónusta s.s. um- sókn um viðbótarlán til húsnæðis- kaupa, en breytingar eru reyndar fyrirhugaðar á því kerfi og ekki útilokað að í framtíðinni muni fólk fá þessa þjónustu í gegnum bankakerfið. Dagur talar um að hverfamið- stöðvar veiti „ráðgjöf sem lýtur að daglegu lífi“. Ég tel framtíðar- sýn ansi dapra hjá Degi ef hann telur að daglegt líf fólks eigi eftir að snúast um fjárhagsaðstoð, sál- fræðilegar greiningar á börnum og barnaverndarmál. Kannski er hann að tala um annars konar ráð- gjöf sem lýtur að daglegu lífi, en almennt held ég að fólk sé það sjálfstætt að það geti tekið dag- legar ákvarðanir án aðstoðar. Dagur virðist telja hverfamið- stöðvar ámóta nauðsyn og mat- vörubúðir og talar um óþægindi þess að „rekast á milli staða“ eins og hann orðar það í greininni. Greinarhöfundur er alin upp úti á landi. Þar var áfengisversl- unin í einu bæjarfélagi, sýslumað- urinn í öðru, augnlæknirinn kom í heimsókn tvisvar á ári og krabba- meinsleit var auglýst endrum og eins. Um árabil þurfti greinarhöf- undur að „rekast á milli lands- hluta“ til tannréttinga. Þrátt fyrir þetta man ég ekki eftir að fólk hafi mæðst yfir þessu. En nú er öldin önnur og guð forði okkur frá því að þurfa að hreyfa bílinn, hvað þá að þurfa að leita að bíla- stæði niðri í bæ þegar við þurfum að reka erindi í miðlægar þjón- ustustöðvar borgarinnar. Batn- andi samgöngur gera það að verk- um að auðveldara er að komast á milli staða. Þannig hafa stærri kjarnar eins og Kringlan og Smáralind tekið við af kaupmann- inum á horninu, og kann hver að hafa sína skoðun á þessari þróun en svona er nútíminn. Talað hefur verið um að hverfavæðing borgarinnar sé í fararbroddi fyrir hverfavæðingu almennt og að ríkið muni fylgja í kjölfarið. Já, mikið væri nú ljúft að þurfa ekki að „rekast“ niður í bæ einu sinni á ári til að nöldra yfir álagningarseðlinum. Því segi ég: Hverfavæðum skattstofuna. Skattstofuna í Grímsbæ, já takk!!! Miðgarður í Grafarvogi er kominn til að vera. Í Grafarvogi búa um 18 þúsund manns og finnst mér sjálfsagt að þetta fólk fái þjónustu í sínu hverfi, ekki síst þar sem Grafarvogurinn er land- fræðilega út úr kjarna borgarinn- ar. Ég veit hins vegar að miðlægar stofnanir í borginni hafa verið reknar með miklum sóma og verið í stöðugri framþróun undanfarin ár og áratugi. Í þeim hefur einnig átt sér stað ákveðin sérhæfing þar sem sálfræðingar skipta með sér verkum eftir eðli þeirra. Þetta verður nokkuð erfiðara ef hverfa- væðing verður innleidd, því erfitt er að sérhæfa sig á stofnunum þar sem þjónusta þarf breiðari aldurs- hóp barna. Vegna þessa og margs annars finnst mér mikilvægt að staldra við áður en lengra er geng- ið í átt til hverfavæðingar. ■ 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR22 Hverfavæðingin torveldar sérhæfingu Dagur talar um að hverfamiðstöðvar veiti „ráðgjöf sem lýtur að daglegu lífi“. Ég tel framtíð- arsýn ansi dapra hjá Degi ef hann telur að daglegt líf fólks eigi eftir að snúast um fjárhagsaðstoð, sálfræðileg- ar greiningar á börnum og barnaverndarmál. ,, ÆVINTÝRI GRIMS KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FRJÁLSHYGGJUFÉLAGSINS SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjanna ER EÐLILEGT AÐ ANNAÐ KYNIÐ fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi. Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að kon- ur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að með- altali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sam- bærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun. ÞETTA ER EKKI EÐLILEGT og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að „sækja sér hærri laun“. Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þess- um efnum sem og ýmsar „leikreglur“ markaðar- ins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu. KONUR ÞURFA AUÐVITAÐ að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. At- vinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvæg- ari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun. Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hin- um megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni ef- ast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rök- stuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki. MIKILVÆGT ER AÐ HORFA á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþeg- ans að ráðstafa sér til vinnu er helgur. Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráð- stöfun hennar á eigin verðmætum að ræða. BESTA NÁLGUN ÞESS að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigr- að hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lög- sóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins. SÉ RAUNIN SÚ AÐ KONUR hafi lægri laun er karl- ar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna mögu- leika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagns- flutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjár- mögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfun- artekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri. HUGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR SKÓLASÁLFRÆÐINGUR Í MIÐGARÐI UMRÆÐAN HVERFAVÆÐING Páskasöfnun Hjálparstarfs kirkj- unnar er þegar farin að skila sér meðal 600 sjálfsþurftarbænda og fjölskyldna þeirra í Malaví. Mark- mið verkefnisins miða öll að því að útvega hreint vatn til fjölbreyttari nota en áður. Aðeins 37% íbúa Malaví hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni í innan við kílómetra fjarlægð frá heimili sínu. Af því leiðir einhæfur landbúnaður, fá- breytt fæði og grasserandi sjúk- dómar. Markmið Hjálparstarfsins í Malaví eru sex. Fólki er kennt hvernig sjá megi til þess að meira vatn safnist í vatnsból og hvernig er hægt að vernda þau m.a með skógrækt sem bindur vatn í jarð- vegi. 225 manns taka þátt í því að planta 45.000 græðlingum þegar rigningartími hefst. 480 fjölskyld- um af 600 sem ekki höfðu aðgang að hreinu vatni verður kennt að grafa góða brunna. Verkfærum hefur verið dreift til sérkjörinna umsjónarmanna að óskum íbú- anna. Umsjónarmennirnir fylgjast með því að þau séu í lagi og þeim sé skilað. Ákveðið hefur verið hvar skuli grafa eftir vatni og svæðin undirbúin. Hafist verður handa í ágúst þegar efri jarðvegslög eru þurr. Þá sést betur hversu djúpt þarf að grafa til að ná vatni á mestu þurrkatímum og einnig er hætta á að brunnarnir falli saman ef grafið er of snemma. Vatnsöflun fylgir alltaf fræðsla um nauðsyn hreinlætis. 50 heimili taka þátt í fyrsta áfanga þess hluta verkefnisins sem er að reisa kamra. Víða er búið að gera holur og fólkið lærir að steypa stæði ofan á. Yfirbyggingin þarf að vera þannig að vel lofti út úr kamrinum annars verða skordýr innlyksa og auka á smithættu. Lögð er áhersla á þátt kvenna í öllum þessum verkefnum, ekki síst þann að sjá til þess að þær hafi meira um það að segja hvernig vatni á svæðinu er ráðstafað. Í mars var haldið sérstakt kvenna- námskeið og samtímis hófst al- menn upplýsingaherferð um vatn í héruðunum þremur sem taka þátt í verkefninu. Hún stóð fram í maí. Í apríl höfðu níu þorp sem ákveðið var að myndu koma á áveitum á fyrsta ári verkefnisins fengið kennslu og lokið var við að gera áveituskurði. Vatnsdælum hefur verið komið fyrir og um þessar mundir er verið að veita vatni um skurðina. Í apríl og maí var borinn á lífrænn áburður sem fólkið hafði fengið þjálfun í að höndla og maís og grænmetisfræj- um deilt út. Af 30 þorpum hafa 15 fengið geitur og hænur til að rækta. Und- anfari þess var að fólkið reisti kofa yfir skepnurnar. Stóð á að fá svín en þau sem henta best við smábú- skap hafa einnig verið nokkuð næm fyrir sjúkdómum og beðið er eftir því að fá heilbrigð dýr. Það er einmitt hluti af verkefninu að kenna fólkinu að fást við dýrasjúk- dóma, velja rétt fóður og búa vel að skepnunum. Um 70 fjölskyldur eru að búa til aðstöðu til að rækta fisk í tjörnum. Það eykur fjölbreytni í mat, eflir heilsu og jafnar afkomu fjölskyldunnar yfir árið. Áður en verkefnið hófst sá Lúth- erska heimssambandið, sem er framkvæmdaraðili verkefnisins, um að stofnað væri félag í hverju þeirra 30 þorpa sem verkefnið nær til. Um leið var frætt um lýðræðis- lega starfshætti. Kosnir leiðtogar sóttu stjórnunarnámskeið. Í sam- vinnu við þessi félög voru þær 600 fjölskyldur valdar til að taka þátt í umbótunum. Allar lifðu þær á inn- an við einum hektara lands, höfðu glímt við náttúruhamfarir eða HIV/alnæmi eða höfðu ekki aðgang að drykkjarhæfu vatni. Munaðar- laus börn sem reka heimili ein, ein- stæðar mæður, fatlaðir og aldraðir nutu forgangs. Engin hjálparsam- tök höfðu áður starfað í þessum þorpum. Verkefnið í Malaví er unnið í samvinnu við Lútherska heims- sambandið sem Hjálparstarf kirkj- unnar er aðili að. Lútherska heims- sambandið er framkvæmdaraðili. Þróunarsamvinnustofnun Íslands kostar verkefni með Hjálparstarf- inu og deila stofnanirnar með sér kostnaði. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar öllum þeim sem studdu páskasöfnunina og fjármögnuðu þannig hluta þess í verkefninu. Höfundur er fræðslu- og upplýs- ingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. ANNA M. Þ. ÓLAFSDÓTTIR UMRÆÐAN HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR Páskapeningar komnir í gagnið Markmið hjálpar- starfsins í Malaví eru sex. Fólki er kennt hvernig sjá megi til þess að meira vatn safnist í vatnsból og hvernig er hægt að vernda þau m.a með skógrækt sem bindur vatn í jarðvegi. ,, ÁVEITA Í MALAVÍ Fólk við áveituskurð. Í bakgrunni glittir í Einar Karl Haraldsson, stjórnarformann Hjálparstarfs kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.