Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 26
Medallion I og II eru sniðugar nýj- ungar frá frændum okkar í Finn- landi. Í dag skarta farsímar í sí- auknum mæli aukabúgreinum eins og hjóðupptöku, ljósmyndun og vídeóupptökum svo eitthvað sé nefnt. Í ljósi þessa hafa farsíma- smiðirnir hjá Nokia sennilega talið vera ákveðinn skort á „birtingarform- um“ þessara aukabúgreina og hannað M e d a l l i o n - skartið. Eins og myndirnar sýna eru þarna á ferð- inni frekar nettir stálskartgripir með innbyggðum lita- skjá. Fyrir utan að vera úr skartar hluturinn þeim myndum sem eig- andinn vill deila með umheiminum í hvert skipti, jafnvel mörgum í röð. Hægt er að hlaða inn mynd- um í gegnum innrauða tengingu og bera svo gripinn um hálsinn eða á hefðbundnari stöðum eins og á úlnlið. Hálsmenin frá Nokia eru vænt- anleg í verslun Hátækni og munu kosta í kringum 20.000 kr. Þyngd 36 g Ummál 47x 32 x 14,8 mm Skjár: 96x96 punkta, 4096 litaskjár, 16,7 x 16,7 mm Ein snerting afhjúpar úrverk Innrauð tenging fyrir hleðslu mynda Minni: 2MB SRAM, 1 MB flash-minni rúmar 8 myndir 80 mAh endurhlaðanleg liþíum-jóna raf- hlaða Stjórntæki til að fletta og eyða myndum Leðurólar fyrir háls eða úlnlið fylgja. Mundu að fataskápurinn þinn á að endurspegla persónuleika þinn en ekki einhverrrar afgreiðslukonu í verslun úti í bæ. Ekki láta plata þig í að kaupa eitthvað einungis vegna þess að það sé í tísku. Keyptu það sem þér finnst flott og ekki hugsa um hvað öðrum finnst. Kvenfatnaður í miklu úrvali SUMARÚTSALA! NÝBÝLAVEGUR 12. KOPAVOGUR. SÍMI 554 4433 Opnunartími virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Tískuverslun • Laugavegi 25 ÚTSALA SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Nýtt í Skarthúsinu til í mörgum litum PHONCHO NÝ TÖSKUSENDING SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 SUMAR Í SKARTHÚSINU Skór 2 stk. kr. 2000.- Einnig barnastærðir FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM „Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artí- hippatímabili,“ segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlist- armaður. „Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessu tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum,“ segir Bent og bætir við að hann eigi örugg- lega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. „Ég á rosalega lítið af föt- um því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryll- ingur yfir hálfan fataskápinn.“ Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. „Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og út- víðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár,“ segir Bent. „Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt,“ segir Bent, sem örvæntir þó ekki. „Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kola- portinu núna.“ Bent er nú á fullu í dagskrárgerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokk- urt skeið og er að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljóm- sveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir. lilja@frettabladid.is Verstu kaupin: Í kvenmannsjakka með sítt hár Bent er feginn því að artíhippatímabilinu sínu sé lokið og er sáttur við að kaupa sér aldrei föt nú til dags. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Flott á ströndinni: Ný olía frá Dior Bikini Celluli-Diet er ný olía frá Dior. Með notkun olíunnar verð- ur húðin mýkri, útlín- ur fágaðri og yfirborð húðarinnar verður sléttara. Árangurinn stendur ekki á sér standa og strax eftir fjórar vikur er líkam- inn orðinn mýkri og sléttari. Nýja olían frá Dior er tilvalin fyrir þær sem ætla að koma sér í gott form fyrir sumarfríið. ■ NOKIA - Medallion I og II: Skartgripir með litaskjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.