Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 29
7FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 Málið sjálf flottar myndir á baðherbergið Keramikgallery ehf, Dalvegi 16b, 200 Kópavogi, s: 544-5504 Opið alla virka daga frá kl. 10.00-18.00 [ ELDAÐ Í LE CREUSET ] Coq au vin 1 stór kjúklingur hlutaður í 6–8 hluta Innmatur og skrokkur notað í soð 1 laukur og nokkur piparkorn í soðið 150 g beikon 30 g smjör 2 meðalstórir laukar 1 stór gulrót 2 sellerístilkar 2 hvítlauksgeirar 2 msk. koníak 2 msk. hveiti 1 flaska af rauðvíni 2 greinar af timían eða blóðbergi 3 lárviðarlauf 40 g smjör 12 perlulaukar 200 g sveppir Útbúið kjúklingasoð úr innmat og skrokk, gulrót, lauk og piparkornum. Sjóðið á lágum hita þar til þið þurfið á því að halda. Steikið beikonið á meðalhita í þykkum emaleruð- um pottjárnspotti. Takið beikonið frá. Saltið og piprið kjúklingabitana og steikið þá í beikonfeitinni á meðalhita þar til þeir eru hunangsbrúnir. Takið kjúklingabitana þá frá og steikið lauk, sellerí og gulrót á meðalhita í sömu feiti. Bætið hvítlauknum hægt og ró- lega út í á meðan þið steikið hitt grænmetið. Þegar laukurinn er orðinn glær setjið þá kjúklingabitana og beikonið aftur í pottinn. Setjið hveitið út í og látið krauma í eina mín- útu áður en koníaki, víni og kryddjurtum er blandað við. Bætið síðan kjúklingasoðinu út í þar til flýtur vel yfir kjúklingabitana. Látið suðuna koma upp og lækkið strax hitann og látið allt malla í hálflokuðum pottinum á hægum hita í um eina klukkustund. Steikið sveppi og lauk á pönnu og setjið út í með kjúklingnum. Takið kjúklingabitana upp úr soðinu og hækkið hitann undir soðinu og látið það malla þar til það hefur þykknað. Setjið þá kjúklingabitana út í sósuna og berið fram í pottinum. Soðnar kartöflur eru algengt meðlæti með þessum eðalrétti. Kristbjörgu Kari Sólmundsdóttur söngkonu líður best í borðstofu- horninu, innan um sköpunarverk sín og hljóðfæri. „Þar er ég vön að sitja og skapa og semja lög og það er gott að vera við borðið því þá get ég verið að skrifa niður í leiðinni. Yfirleitt sit ég þar með gítarinn og teygi mig í píanóið og er þá með allt sem ég þarf til að semja innan seilingar. „Innblástur og uppörvun sækir Kari í ýmsar áttir og hún er alhliða listamaður.“ Á veggnum hangir mitt fyrsta málverk sem ég málaði fyrir ári. Það er í rauninni ekki af neinu formi og er frekar eins og flæðið sem verður þegar maður er að hleypa sköpunarkraftinum fram. Ég hef aldrei kunnað að teik- na en langaði að prófa að mála og fannst fáránlegt að láta einhverja minnimáttarkennd hindra mig í því að tjá mig á striga.“ Hljóðfærin skipa auðvitað líka stóran sess. „Píanóið er gjöf frá tengdaforeldr- um mínum og það hefur nýst vel því við hjónin semjum mikið af tónlist saman og okkar bestu stundir eru þegar hann situr við píanóið og ég við borðstofuborðið með gítarinn og svo verður til lag,“ segir Kristbjörg Kari, en hún og maðurinn hennar, Björn Árnason, skipa hljómsveitina Tube sem á sér þarna hreiður í horni. ■ Uppáhaldshornið: Sköpunarhreiður í borðstofunni Sköpunarhorn Kristbjargar Kari. Franski pottaframleiðandinn Le Creuset hefur í hartnær hundrað ár notast við aldagamlar aðferðir við framleiðslu potta og panna úr pottjárni. „Þessar pönnur og pott- ar endast margar kynslóðir,“ segir Birgir E. Birgisson, kaupmaður í Búsáhöldum í Kringlunni þar sem Le Creuset pottarnir fást, og tekur sem dæmi að bæði Síldarminja- safnið á Siglufirði og Árbæjarsafn eigi í fórum sínum Le Creuset potta sem hafa verið í notkun hér á Íslandi frá því snemma á síðustu öld. „Það eru endingagildið og gæðin sem hafa gert það að verk- um að þessum pottum var áður best treyst til þess að taka við hlutverki kleinupottsins á íslensk- um heimilum.“ Í Frakklandi hafa pottar sem þessir verið til á velflestum heimil- um og vegna sinna sérstöku eigin- leika má segja að þeir séu ein af undirstöðunum í margrómaðri mat- argerðarhefð Frakka. Þeir eru emaleraðir að innan og þess vegna má meðal annars marínera í þeim. Það er hægt að taka þá af eldavélar- hellunni og setja í heitan ofninn og þaðan beint á matarborðið. Vegna þykktar sinnar halda þeir vel hita þannig að maturinn kólnar ekki meðan á máltíð stendur, og svo eru þeir líka mjög litríkir og fallegir og sóma sér mjög vel á borði. ■ Le Creuset: Potturinn og pannan í franskri matargerðarlist Le Creuset pottarnir eru til í hjartalaga formi. Ekki leiðinlegt fyrir ungt og ástfangið fólk að elda máltíðir sínar í slíkum pottum Þá má nota á allar gerðir eldavéla, gas, rafmagn, helluborð og á segulhellur. Stærri gerðin af Le Creuset pottunum er mjög vinsæl. Í þeim er meðal annars hægt að steikja kjúkling og gera pottrétti sem þurfa hæga eldun. Í Danmörku eru Le Creuset pottar mjög vinsælir og eru kallaðir „ekta“ pottar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.