Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 36
„Ég ætla að halda upp á afmælið nú um helgina þar sem Alþingi er kallað saman á afmælisdag- inn,“ segir Guðjón Arnar Krist- jánsson, alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins, en hann verður 60 ára á mánudag- inn. Guðjón mun halda upp á af- mælið í Þernuvík við Ísafjarðar- djúp en hann fjárfesti í gömlum bóndabæ þar fyrir nokkrum árum. Undanfarið hefur hann verið að dunda sér við að dytta að bænum og gera upp. „Ég vona að ég verði kominn fyrir setningu þingsins á mánu- daginn þar sem afmælið mun standa fram á sunnudag.“ Í veisluna hefur hann boðið vin- um sínum og fjölskyldu. „Ég hef gaman af því að hitta vini og ættingja en það þarf ekki endi- lega að gera það af því að maður eigi afmæli. Ég ákvað hins veg- ar að gera eitthvað núna úr af- mælinu og láta síðan þar við sitja.“ Guðjón er ættaður norðan af Ströndum og eyddi hann á sín- um yngri árum öllum sumrum í sveit fyrir vestan. Enn þann dag í dag segist hann helst ekki fara af landi brott yfir sumartímann. „Ég fer helst ekki af Íslandi á sumrin. Ég skrepp stundum í einhverja daga en kýs þó frekar að fara til útlanda í myrkasta skammdeginu.“ Sumarið mun endurspeglast af vinnu Guðjóns. Í næstu viku mun hann aftur setjast inn á Al- þingi vegna laga um þjóðarat- kvæðagreislu en að því loknu segir hann mestan tíma fara í ferðalög um kjördæmið. „Maður veit ekkert hvernig þessu muni reiða af á Alþingi í næstu viku en ég vona að þetta verði stutt og snarpt og lögin verði með sama sniði og venjulegar at- kvæðagreiðslur þar sem ein- faldur meirihluti ræður úrslit- um. Í kjölfarið mun ég síðan ferðast um kjördæmið mitt. Ég geri eins mikið af því og ég get því það er mikilvægt að fara um og hitta fólk að máli og heyra hvað því liggur á hjarta.“ Aðspurður segir Guðjón ekki muna eftir neinum einstökum afmælisdögum. „Ég held að þetta sé aðeins í annað skiptið sem ég held upp á afmælið. Hér áður var ég alltaf úti á sjó og af- mælisdagarnir voru þá eins og hver annar vinnudagur.“ Afmælisveisla Guðjóns verður í Þernuvík í Mjóafirði og hefst á morgun. Allir eru velkomnir á svæðið en það verða næg tjaldstæði, fjölda- söngur, harmonikkuleikur og fleira í boði fyrir afmælis- gesti. ■ Eyðir afmælis- deginum á Alþingi Snemma morguns þann 2. júlí 1839 risu afrískir þrælar á kúbverska þrælaskipinu Amistad upp gegn þrælahöldurunum og náðu stjórn á skipinu, sem var að flytja þá nær ævilangri þrælkun á sykurekrum Puerto Principe á Kúbu. Þá hafði al- þjóðleg verslun með þræla verið ólögleg í Bandaríkjunum og í Bret- landi í 27 ár. Þann 28. júní 1839 voru 53 þræl- ar fluttir um borð í Amistad. Áætlað ferðalag var frá Havana á Kúbu til Puerto Principe. Þremur dögum síð- ar tókst Sengbe Pieh, betur þekkt- um sem Cinque, að frelsa sig og aðra þræla í skipulagðri uppreisn. Í stormviðri þann 2. júlí hófst svo uppreisnin sjálf, þegar þeir drápu skipstjórann og annan sjómann til. Tveim öðrum sjómönnum gæti hafa verið kastað fyrir borð, eða bjarg- ast, og Jose Ruiz og Pedro Montes, Kúbverjarnir sem höfðu keypt þrælana, voru teknir höndum. Cinque skipaði Kúbverjunum að sigla Amistad austur til Afríku og á daginn hlýddu þeir Ruiz og Montes en þegar leið á nótt breyttu þeir stefnunni og sigldu í norður, í átt til Bandaríkjanna. Eftir næstum tveggja mánaða siglingu sáu banda- rísk skip Amistad og fylgdi sjóher- inn þeim að bryggju í New London í Connecticut. Við mikil mótmæli spænskra yfirvalda var réttað yfir þrælunum í Bandaríkjunum, þar sem úrskurðað var að þeir hefðu verið sviptir frelsi sínu með ólög- mætum hætti og því hefðu þeir átt náttúrulegan rétt til að gera upp- reisn. Fengu þeir allir að snúa aftur til Afríku. ■ ÚR BÍÓMYNDINNI AMISTAD Steven Spielberg gerði árið 1997 mynd um uppreisnina á Amistad með Morgan Freeman, Nigel Hawthorne, Anthony Hop- kins og Djimon Hounsou í aðalhlutverkum. Vinsældir Arnaldar Indriðason- ar rithöfundar hafa verið gífur- legar hér á landi undanfarin ár. Bækur hans hafa selst í miklu magni og oft á tíðum eru fleiri en ein og fleiri en tvær á met- sölulistum bókabúðanna. Vin- sældir hans eru nú farnar að ná út fyrir landsteinana og má sem dæmi nefna að í Þýskalandi hafa bækurnar Grafarþögn og Mýrin selst í þrjúhundruð þúsund ein- tökum. Nú hefur útgáfan Edda geng- ið frá samningi við St. Martins Press í Bandaríkjunum um út- gáfu á Mýrinni og Grafarþögn en fyrirtækið er eitt af stærstu forlögunum þar í landi og gefur út um 700 titla á ári undir átta forlagsmerkjum. Bækurnar tvær munu koma út undir merki Thomas Dunne Books sem gefur út verk eftir marga af helstu glæpasagnahöfundum samtím- ans eins og Dan Brown, Freder- ick Forsyth og Wilbur Smith. Með samningnum er bókum Arnaldar nú dreift í fimm heims- álfum til alls 19 landa. Hingað til hefur verið nokkuð erfitt að vekja áhuga bandarískra útgef- enda á erlendum höfundum, ekki síst á glæpasögum, og því er samningurinn ákveðinn sigur fyrir Arnald. Þessa dagana er Arnaldur að leggja lokahönd á sína áttundu skáldsögu, sem mun koma út fyrir jólin og ber vinnuheitið Kleifarvatn. Aðdá- endur höfundarins ættu að bíða fullir eftirvæntingar enda þau Sigurður Óli, Erlendur og Elín- borg í aðalhlutverkum í þeirri bók. ■ ARNALDUR Grafarþögn og Mýrin munu koma út í Bandaríkjunum á næstunni. 24 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT RON SILVER Leikarinn sem aðdáendur Vesturálmunnar kannast við sem kosningagúruinn Bruno Gianelli er 58 ára í dag. 2. JÚLÍ Jóhann Hjálmarsson skáld er 65 ára. Magnús Skarphéðinsson skólastjóri er 49 ára. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona er 35 ára. Björgvin Guðmundsson blaðamaður er 31 árs. Áslaug María Friðriksdóttir, fyrrv. skóla- stjóri, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. júní. Lára Inga Lárusdóttir, Bergstaðastræti 28, lést miðvikudaginn 30. júní. Ólafur Guðmundsson, Langagerði 9, áður Holtsgötu 9, Reykjavík, lést þriðju- daginn 29. júní. AFMÆLI GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON ■ er 60 ára í dag. Hann segir vinnuna einkenna sumarið en hann þarf að mæta í þingsal á afmælisdaginn. BÆKUR ARNALDUR INDRIÐASON ■ Gengið hefur verið frá samningi þess efnis að Grafarþögn og Mýrin munu koma út í Bandaríkjunum. Bækurnar hafa notið gífurlegra vinsælda í Þýska- landi en með þessum nýja samningi er ljóst að þeim er dreift í 19 löndum í 5 heimsálfum. GUÐJÓN ARNAR Hann heldur upp á afmælið sitt í Þernuvík um helgina. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Bjarnheiðar Rafnsdóttur Otti Vilbergur Sveinbjörnsson Guðrún Hrefna Vilbergsdóttir, Jóhann Pétur Hansson, Örvar, Eydís Bára, Eygló Björg, Dánjal og Guðrún Adela. Grafarþögn í fimm heimsálfum ■ JARÐARFARIR ■ FUNDUR 14.00 Sigríður Kolbrún Guðmunds- dóttir, frá Emmubergi, Drekagili 28, Akureyri, verður jarðsungin frá Breiðabólsstað. 14.00 Valgerður Þórólfsdóttir, áður til heimilis á Skarðsbraut 3, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 15.00 Rannveig Pétursdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 2. JÚLÍ 1839 ÞRÆLAHALD ■ Þrælar gera uppreisn. Aðalfundur Alliance française verður haldinn mánudaginn 12. júlí kl. 17 í húsakynnum Alliance française, Tryggva- götu 8. Uppreisn á Amistad ■ ÞETTA GERÐIST 1566 Franski stjörnufræðingurinn og spámaðurinn Nostradamus deyr. 1850 Prússar samþykkja að draga sig út úr Slésvík og Holstein. 1937 Flugkonan Amelia Earhart og að- stoðarmaður hennar týnast ein- hvers staðar í Miðjarðarhafinu í tilraun hennar til að fljúga um- hverfis miðbaug. 1961 Rithöfundurinn Ernest Hemingway fremur sjálfsmorð, 61 árs. 1976 Norður- og Suður-Víetnam sam- einast. 1994 Kólumbíski fótboltakappinn Andres Escobar er skotinn til bana. Tíu dögum fyrr hafði hann fyrir slysni skorað sjálfsmark í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. 2000 Vincent Fox Quesada varð forseti Mexíkó. Hann var fyrsti forsetinn frá 1929 sem var ekki fulltrúi PRI flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.