Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 44
Kvikmyndagerðarmaðurinn og rit- höfundurinn Michael Moore gerir allt snarbrjálað með nýju myndinni sinni Fahrenheit 9/11 þar sem hann beinir spjótum sínum enn á ný að George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna. Moore er umdeildur og það er myndin líka en fólk er löngu búið að mynda sér skoðanir á myndinni þó hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en í síðustu viku í Bandaríkjunum. Árás á forsetann Hægrimenn eru afar ósáttir við Moore og segja myndina vera „grófa árás á forsetann á stríðs- tímum“ en svo skemmtilega vill til að vinstrimenn eru hæst- ánægðir með myndina og líta á hana sem tímabæra „grófa árás á forsetann á stríðstímum“. Andstæðingar Moores hafa lagt sig fram um að grafa undan trúverðugleika hans og segja hann ekki hika við að hnika til staðreyndum til þess að gera hlut Bush sem verstan. Það er sjálfsagt ýmislegt til í þessari gagnrýni en þá má ekki gleyma því að Moore hefur aldrei þóst vera hlutlaus fréttaskýrandi í heimildarmyndum sínum frekar en öðrum verkum. Hann hefur eitt takmark um þessar mundir og það er að koma Bush og ríkis- stjórn hans frá. Áróður sem skemmtiefni Tilgangurinn helgar meðalið hjá Moore og árangurinn lætur ekki á sér standa. Fahrenheit 9/11fær dreifingu á við risastórar Hollywood-hasarmyndir, var opn- uð í 500 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, og dollararnir rúlla í kassann hjá Moore sem aldrei fyrr. Það fer ekkert á milli mála að Moore er að reka áróður en snilldin í verkum hans felst ekki síst í því að hann klæðir boð- skap sinn í hefðbundinn búning dægurmenningarinnar með því að skopast að andstæðingum sínum og ganga fram af fólki með því að sýna skelfilega atburði í grá- glettnu ljósi. Þetta er framsetn- ingarmáti sem nær til nýrra kyn- slóða sem hafa alist upp á MTV og tölvuleikjum. Moore þarf svo sem ekkert að réttlæta vinnubrögð sín þar sem hann er í stríði og þegar hann hjólar í andstæðinga sína kemur í ljós að hugmyndafræði hans er ekki svo fjarskyld þankagangi höfuðand- stæðingsins í Hvíta húsinu. Menn eru annað hvort góðir eða slæmir í heimsmynd Moores og þegar Bush horfir á heiminn eru menn annað hvort með honum í liði eða á móti. Vinur litla mannsins eða eigin- hagsmunapotari? Moore hefur alltaf gert sig út sem sérstakan vin „litla mannsins“ og þar liggur helsti veikleiki hans um þessar mundir því andstæðing- um hans hefur hægt og bítandi tek- ist að rífa niður leiktjöldin í kring- um hann og þegar gríma mannvin- arins fellur virðist skína í hroka- fullan eiginhagsmunapotara sem setur sjálfan sig í fyrsta sæti. Breskir blaðamenn hafa verið einna iðnastir undanfarið við að sýna skuggahliðar Moores og sjálf- ur hefur hann lagt þeim vopnin í hendurnar með tuddalegri fram- komu, ekki síst á kvikmyndahátíð- inni í Cannes þar sem Moore kom að öðru leyti, sá og sigraði og fór heim með Gullpálmann í höndunum. Það þarf ef til vill engan að undra þó Moore sé kominn í varnar- stöðu þar sem andstæðingar hans sækja að honum úr öllum áttum. Bókin Michael Moore Is a Big Fat Stupid White Man er væntanleg en þar beita höfundarnir aðferðum Moores til að sýna fram á hvernig hann notar kvikmyndatökuvélina til að fanga sína mynd af sannleikan- um. Þeir segja bókinni ætlað að af- hjúpa „rangtúlkanirnar og hræsn- ina sem hafa einkennt allan hans feril“. Þá hefur kvikmyndagerðar- maðurinn Michael Wilson lokið við heimildarmyndina Michael Moore Hates America. Þar er einnig tækni Moores beitt þegar kvikmynda- gerðarmaðurinn eltir Moore á rönd- um og reynir að fá hann til að skýra bakgrunn viðhorfa sinna til banda- rísks samfélags. Vinsælli en Beckham Fyrrum samstarfsfólk Moores hefur verið dregið fram í dagsljósið og fengið til að tjá sig um Moore og einn þeirra hefur þetta um hann að segja. „Hann er erfiðasti maður sem ég hef unnið með. Hann er með peninga á heilanum og er eigin- gjarnasti maður sem ég hef unnið með.“ Andlegt jafnvægi hans er að sögn þessa fyrrum framkvæmda- stjóra hjá Moore lítið sem ekkert. „Hann þykist hugsa um litla mann- inn en það eina sem kemst fyrir hjá honum er hann sjálfur.“ Auður Moores og skapgerðar- brestir virðast því vera hans helsti akkilesarhæll og hann ætlar að eiga erfiðara með að halda andliti sem góði gæinn á þessum forsendum þar sem eldheitir andstæðingar Bush úti um allan heim kippa sér ekki upp við það þó hann hagræði staðreyndum til að koma höggi á forsetann. Þeir sem trúa því að heimurinn verði betri án Bush geta ekki sett vinnubrögð Moores fyrir sig og sjálfur bendir Moore á að kjörsókn í Bandaríkjunum sé svo lé- leg að það sé beinlínis hættulegt. Ætli það sé til sterkari leið til að ná til almennings og vekja hann til umhugsunar en einmitt kvikmynd sem flytur boðskap um leið og hún býður upp á skemmtun? Markað- urinn hefur í það minnsta tekið Moore tveimur höndum og fari svo að einhverjir missi af Fahrenheit 9/11 í bíó er engin hætta á að fólki gefist ekki tækifæri til að sjá myndina á DVD fyrir forseta- kosningarnar í september. Feiti karlinn með derhúfuna er í ham og sennilega má Bush fara að vara sig þar sem Moore nær til fólksins. Sem dæmi má nefna að bók Moores, Dude Where’s My Country?, hefur selst í fleiri ein- tökum en sjálfsævisaga Davids Beckham í Bretlandi. Staðan eftir árið 2003 var 481.343 eintök gegn 438.175, Moore í hag. ■ 32 2. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Glæpamyndin Scarface eftir Brian De Palma ætti að eiga öruggt pláss í hillum allra alvöru bíóbrjálæðinga. Myndin er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1932 en í þessari útgáfu frá 1983 fer Al Pacino á kostum í hlutverki kúbanska smákrimmans Tony Montana sem verður meirháttar eiturlyfjabarón. Ofmetnaður hans leiðir svo til þess blóðugs uppgjörs við kólumbíska dópkónga. Lokaatriðið er ógleyman- legt, eins og myndin öll, þegar Pacino mætir til bardaga með kókaínhvítt smettið. Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Veri› velkomin í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31 Furu eldhús- og ba›innréttingar w w w .d es ig n. is @ 2 00 4 Til afgrei›slu af lager Hagstætt ver›! [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ THE CHRONICLES OF RIDDICK Framhaldsmynd hinnar stórskemmtilegu Pitch Black fær falleinkunn hjá gagnrýn- anda Fréttablaðsins. The Cronicles of Riddick „Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd.“ ÞÞ Godsend „Handritið er sköllótt og sagan illa ígrunduð þannig að engin raunveruleg spenna myndast nokkurn tíma enda er myndin með ólíkindum fyrirsjáanleg.“ ÞÞ The Ladykillers „The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu Coen-bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi.“ ÞÞ The Punisher „Þessi nýja Punisher-mynd rétt slefar því yfir meðallagið en ég vona að hún græði nógu margar milljónir dollara til þess að við fáum framhald. Þá er þessi mynd eðlilegur fórnarkostnaður, það þurfti að kynna Castle til sögunnar og leyfa honum að drepa þá sem káluðu fjölskyldu hans. Nú er því lokið og hann getur snúið sér að hvaða þjófi, nauðgara og morðingja sem verður á vegi hans og drápin ættu að geta byrjað fyrir alvöru.“ ÞÞ Eurotrip „Það vefst mikið fyrir mér hvernig ég á að halda sjálfsvirðingunni um leið og ég upplýsi að mér fannst Eurotrip ferlega skemmtileg en þessi vit- leysa er þrælfyndin á köflum. Tilgangur myndar- innar er einfaldlega að skemmta áhorfendum í 90 mínútur og það tekst býsna vel. Þetta er fín kynlífs- brandarasúpa með nokkrum óborganlegum bragð- efnum og ekki skemmir fyrir að mikið skín í bert hold.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Mors Elling „Það er auðvitað ávísun á vandræðalegar uppá- komur og góða brandara að senda ruglukoll eins og Elling til Mallorca og Mors Elling er því hin besta skemmtun. Hún er þó langt því frá jafn þétt og góð og fyrri myndin og þar munar mest um fjarveru Kjell-Bjarne, sem ekki er kominn til sögunnar, en samspil vitleysinganna tveggja var burðarás Elling.“ ÞÞ MICHAEL MOORE Michael Moore malar gull með nýju heimildarmyndinni sinni Fahrenheit 9/11. Hann fer ekki leynt með að myndinni er ætlað að koma George W. Bush frá völdum. Það fer heldur ekk- ert á milli mála að í augum Moores er Bush vondi kallinn en hversu góður er Moore sjálfur? Feita ólíkindatólið gerir allt brjálað Lula: That Johnnie is one clever detective. You know how clever? Sailor: How clever? Lula: He told me once he could find an honest man in Washington. Elskendurnir Sailor og Lula eiga oft á tíðum magnþrungnar samræður á leið sinni á vit örlaganna í meistaraverki Davids Lynch, Wild at Heart frá 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.