Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 47
35FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú128 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 7.995,- Þú sparar 7.000,- DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-P120 5.0 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 1.8" litaskjár (134K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.999 krónur í 12 mánuði* eða 59.988 krónur DSC-T1 5.1 milljón pixlar effective Super HAD CCD myndflaga 3x optical aðdráttur (6x Precision digital) Linsan innbyggð í vélinni 5.499 krónur í 12 mánuði* eða 64.988 krónur Opið alla helgina Frábært tilboð í tilefni af World Press Photo, vaxtalaust Rúmenskur fótboltaklúbbur aug- lýsti nýlega eftir fótboltaköppum í heilt lið eftir að fyrrum liðsmenn klúbbsins fóru fram á að launin þeirra yrðu hækkuð um heilar 650 krónur á mánuði. Stjórnendur annarrar deildar liðsins Dacia Mioveni, sem lenti í þriðja sæti deildarinnar á síðasta ári, ákváðu að það yrði ódýrara að auglýsa eftir nýjum leikmönnum en að verða við þessari „heimtufrekju“ liðsmanna. Það er bæjarráðið í Mioveni, litlum bæ í suðurhluta Rúmeníu, sem á fótboltaklúbbinn. Bæjarráðsmenn, sem einnig eru stjórnendur liðsins, sögðust einfald- lega ekki hafa næg fjárráð til að verða við kröfum leikmanna um launahækkun. Eftir mjög erfiðar samningaviðræður ákváðu stjórn- endur því að auglýsa eftir nýjum leikmönnum og ráku allt liðið eins og það lagði sig, eftir að fótbolta- mennirnir neituðu að skrifa undir nýjan samning, samkvæmt frásögn héraðsblaðsins. „Ef þeir samþykkja ekki þau laun sem eru í boði, þá geta þeir bara snúið sér að einhverju öðru. Þetta er svo einfalt,“ sagði bæjar- stjórinn í Mioveni, Vasile Costescu. Fram til þessa hefur bæjarfélag- ið verið þekktast fyrir samnefndan bíl, Dacia Mioveni, sem framleidd- ur er í bænum og hefur verið einn af vinsælustu bílum Rúmeníu. Fyrr í þessum mánuði var ákveðið að hætta framleiðslu bifreiðarinnar, sem heimamenn segja að sé mjög hentugur því allir geti lagað bílinn ef hann bili eitthvað. Auðvelt sé til dæmis að nota skrúfjárn ef gír- stöngin dettur af. Renault, sem á verksmiðjuna, hefur ákveðið að Logan-bifreiðar muni koma í stað Dacia, en það lítur út fyrir að íbúar Mioveni geti á næstunni bæði sakn- að fótboltaliðsins síns og bílsins. ■ HERRATÍSKAN 2005 Það eru bjartir litir, blóm og vottur af höfr- ungum í herratísku Enrico Coveri fyrir vor/sumar 2005. Hann sýndi nýja línu sína í Mílanó, Ítalíu í gær. Það ætti að vera fólki í ferskuminni þegar Justin Timberlake og Janet Jackson stigu á svið í hálf- leik úrslitaleiks ameríska fótbolt- ans fyrr á þessu ári. Í einhver örfá sekúndubrot ber- aði Jackson lík- amspart sem er að öllu jöfnu ekki til sýnis í bandarísku sjón- varpi. Nú stefnir allt í að sjón- varpsstöðin CBS muni þurfa að punga út sekt fyrir uppátækið og er farið fram á 550 þúsund dollara eða um 40 milljónir íslenskra króna. Og þá er bara spurning, var þetta viljandi gert eða leiðindaóhapp? Breska leikkonan Kate Beckinsaleog leikstjórinn Len Wiseman, sem leikstýrði m.a. Stick’em Up myndbandinu með Quarashi, eru ákveðin í að eignast barn en þau gengu í það heilaga nýverið. Fyrir á Beckinsale dótturina Lily sem hún eignaðist með leikaranum Michael Sheen. „Það hræðilega við að verða svona ástfangin er að þá vill maður strax eignast barn með viðkomandi,“ sagði Kate. Leikarinn Val Kilmer er sagður veramjög heitur fyrir hinni 19 ára Scar- lett Johansson og fer víst ekki leynt með það. Hefur hann ítrekað minnst á hrifningu sína. Dennis Quaid, mót- leikari Johansson í myndinni Synergy, sagði marga menn vera á eftir stúlkunni og finnst ekki líklegt að hún falli fyrir hin- um 44 ára Kilmer. „Við skulum orða það þannig að hann ætti ekki að bíða eftir símtali frá henni,“ sagði Quaid. Skeifunni 8 – 545 1000 – www.ax.is hugbúnaðarhús Þrautreynd kraftmikil hönnun TOK er útbreiddasti viðskipta- hugbúnaður á Íslandi, og ekki að ástæðulausu. Sumir hlutir virka einfaldlega vel. DACIA MIOVENI SPILAR GEGN FC OLT Þessir leikmenn Dacia Mioveni eru ekki líklegir til að halda áfram að spila fyrir liðið, þar sem þeir hafa allir verið reknir fyrir að gera óheyrilegar launakröfur. 650 krónum of mikið Fótboltaklúbbur rekur liðið eftir kröfur um launahækkun. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.