Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 02.07.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 2. júlí 2004 ■ GJÖRNINGUR ■ LISTSÝNING Útsalan í fullum gangi 40% afsláttur Tveir dagar eftir af útsölunni Barnasokkar á 50 kr Sokkabuxur á 250 kr Sólgleraugu á 300 kr Timberland síðbuxur á 2500 kr Victoria Secret brjótahaldarar á 1800 kr Billabong strákaskyrtur á 1500 kr Opið föstudag frá kl 12-18 Laugardag 12-17 Heildsöluverslunin Shop 101 Óðinsgötu 1 (gegnt Sparisjóði Reykjavíkur) Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! Ú T S A L A der bolur buxur Skólabraut 26-28 Akranes Hólmgarði 2a Reykjanesbær Laugavegi 118 Reykjavík Dalshrauni 11 Hafnarfjörður - Föt á góðu verði 630.- 1690.- 1990.- Afnemum virðisaukann í viku!! VSK - VIKA 1.-7. júlí „Þetta verður rosalegt karnival og þvílíkt gaman,“ segir Jóhanna Þor- kelsdóttir um viðburði kvöldsins í Klink og Bank, gamla Hampiðju- húsinu á horni Þverholts og Brautarholts. Kvöldið byrjar klukkan fimm þegar opnaðar verða þrjár sam- sýningar ungra listamanna. „Við erum að sýna verk sem sækja hugmyndafræði sína í kynja- fræði á einn eða annan hátt,“ segir Jóhanna Þorkelsdóttir, sem opnar sýningu í salnum Rússlandi ásamt þeim Kolbrá Bragadóttur, Tinnu Kvaran og Þuríði Kristjánsdóttur. Sýning þeirra nefnist Afleidd/Afleit og þær verða með skúlptúra, mál- verk og teppi ásamt innsetningu. „Málverkin mín verða í rauninni gagnvirk,“ segir Jóhanna. „Áhorf- endur fá tækifæri til að breyta málverkunum, þannig að þau virka á báða vegu.“ Jóhanna segir verkin vera afsprengi þjóðfélagsumræðunnar og eiga það sameiginlegt að lýsa hugmyndum um kvenleika og ekki kvenleika. „Inntak sýningarinnar er beint innlegg í þá umræðu sem á sér stað um jafnrétti og skilaboð til kvenna. Við erum að skoða samhengi þess- ara hugmynda út frá eigin sjónar- hóli.“ Í „græna salnum“ verður opnuð um leið samsýning listamanna úr húsinu og svo verða verk eftir nem- endur Listaháskólans niðri í inn- gangi hússins. Þá koma listamenn frá Belgíu og Grænlandi sérstaklega til að vinna hljóðverk í húsinu og eru þeir styrktir af Evrópusambandinu. Með þeim er Kira Kira, öðru nafni Krist- ín Björk Kristjánsdóttir, sem er einn forsprakka Tilraunaeldhússins. Kvikmyndafélagið Lortur opnar auk þess bílskúrsbíó og svo verður Homebraker með finnskan tangó. Á miðnætti fer síðan fram all- sérstæð uppákoma í portinu, sem sagt er frá annars staðar hér á síðunni. ■ „Ég ætla að aka bifreið sem ég hef breytt í höfrung inn í stæðu af sjón- varpstækjum,“ segir Rachel K. LeValley, fjöllistakona frá Banda- ríkjunum, sem stendur fyrir sér- stæðri uppákomu í portinu á bak við Klink og Bank á miðnætti í kvöld. „Ég verð búinn að breyta bíla- stæðinu í fiskabúr og þarna má sjá bæði hvali og höfrunga synda um. Þarna verður líka hópur dansara sem dansa um svæðið eins og fiskar eða álfar við píanóverk sem ég samdi.“ Rachel hefur dvalist hér á landi í fjóra mánuði og staðið fyrir nokkrum listviðburðum. Meðal ann- ars sýndi hún stuttmynd eftir sig í bíósal MÍR við Vatnsstíginn. Fyrir rúmum mánuði stóð hún einnig fyrir uppákomu við Stjórnarráðið þar sem Litaenglarnir hennar komu fram og dönsuðu. Athöfnin í kvöld nefnist Media Burn, eða „fjölmiðlabruni“. Hún verður endurtekning á sams konar athöfn sem vinur hennar, Doug Michels, stóð fyrir í San Francisco 4. júlí árið 1975, fyrir nærri sléttum 29 árum. „Hann bjó til draumabíl og ók honum á stæðu af brennandi sjón- varpstækjum og það varð mikil sprenging úr því. Hann dó í fyrra, en mig langar til þess að skoða hvort hlutirnir hafa eitthvað breyst á þess- um tíma. Kannski hefur ekki mikið breyst síðan 1975.“ Í verkum sínum hikar Rachel ekki við að varpa fram ögrandi póli- tískum spurningum. Að þessu sinni setur hún sig í spor höfrungsins, sem að öllum líkindum á frekar erfitt með að koma auga á kosti þeirrar tækniþróunar sem flætt hefur yfir mannkynið á síðustu áratugum. ■ Ekur höfrungi gegnum sjónvarpsmúrinn RACHEL K. LEVALLEY Setur sig í spor höfrungsins og spyr hvaða gagn mannkynið hafi af nútíma fjölmiðlum og öðru hafurtaski tækniþróunarinnar. Sannkallað karnival SÝNA Í RÚSSLANDI Þessar fjórar myndlistarkonur opna sýningu í Klink og Bank í dag klukkan fimm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.