Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 26 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR KA Í FOSSVOGINN Næstsíðasti leikurinn í sextán liða úrslit- um Visa-bikarkeppninnar í fótbolta verð- ur í dag. Víkingur tekur á móti KA klukk- an 14. Síðasti leikurinn verður á mánu- daginn þegar Fram og Keflavík mætast. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM. Síðdegisskúrir einkum með Suðurlandinu. Hiti 10–15 stig, hlýjast inn til landsins. Sjá síðu 6. 3. júlí 2004 – 179. tölublað – 4. árgangur ● stóri myndasögudagurinn Pétur Yngvi Yamagata: ▲ SÍÐA 16 Nexus gefur tvö þúsund myndasögublöð VISA-bikar karla: Ekkert óvænt í bikarnum ● dó blankur og bitur Marlon Brando: ▲ SÍÐA 34 Stórbrotinn kvik- myndaleikari kveður VILL VERJA SADDAM Dóttir Moamm- ar Gaddafís Líbíuleiðtoga vill slást í hóp þeirra lögmanna sem hyggjast verja Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks. Sjá síðu 2 KYNFERÐISBROT GEGN HEYRNA- LAUSUM BÖRNUM Formaður Félags heyrnarlausra vill að fram fari opinber rannsókn á hversu stór hópur heyrnarlausra barna hafi verið misnotaður kynferðislega. Sjá síðu 2 ENGINN SLAKI Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að enginn slaki sé í efnahagslífinu. Hann segir að áframhald- andi sterk staða krónunnar sé mikilvæg og dragi úr hættu á verðbólgu. Sjá síðu 4 BYGGT VIÐ SKÓLA Bæta á við hús- næði þriggja framhaldsskóla til að koma nýnemum að í haust. Til vandræða horfir að ári verði ekki byggt frekar við skólana. Sjá síðu 6 ● bílar Jón úri: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Smíðar úr og bíla Kvikmyndir 30 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 33 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 Makaskipti færast í vöxt og margir lifa hópkynlífi. Kona á fimmtugsaldri segir frá reynslu sinni. Rokk og ról: SÍÐUR 22 OG 23 ▲ Rekkjubrögð: SÍÐUR 20 OG 21 ▲ Risahljómleika Metallicu er beðið með eftirvæntingu enda sveitin í hópi merki- legustu rokkhljómsveita sögunnar. Norskt sveitarfélag: Reykið ekki heima við NOREGUR Fyrir nokkru bönnuðu Norðmenn reykingar á öllum matsölustöðum í landinu og nú hafa yfirvöld í sveitarfélaginu Aure gengið skrefinu lengra og sent íbúum bréf þar sem þau biðja fólk um að reykja ekki heima við. Reyndar er það ekki nema hluti íbúanna sem fær beiðni sveitarstjórnar og þeir sem fá hana eru aðeins beðnir um að reykja ekki í ákveðinn tíma. Þeir sem fá bréfið er fólk sem nýtur heimaþjónustu á vegum sveitar- félagsins. Það fólk er nú beðið um að reykja ekki klukkutíma áður en hreingerningafólk kemur á staðinn og ekki meðan það er að hreinsa íbúð fólksins, að því er Aftenposten greinir frá. Röksemdafærslan fyrir beiðn- inni er sú sama og fyrir reyk- ingabanninu, að koma í veg fyrir að starfsfólk þurfi að þola óbein- ar reykingar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ● stóru liðin unnu sína leiki Veldu ódýrt bensín Allar konur fá ókeypis í laugarnar í dag! Sjáðu meira á blaðsíðu 27. Laugarnar í Reykjavík ÞJÓÐARATKVÆÐI Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknar- flokksins, hefur umboð frá þing- flokki sínum til að setja allt að 30 prósenta þátttökuskilyrði í lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálf- stæðismenn vilja ekki hnika frá 44 prósentum og telja að jafnvel ætti markið að vera nær 50. Um er að ræða hlutfall kosninga- bærra manna sem þarf að greiða atkvæði gegn lögum svo þau falli úr gildi. Framsóknarmenn gengu af ríkisstjórnarfundi innan við stundarfjórðungi eftir að hann hófst í gær kl. 14. Fundur hafði áður verið boðaður kl. 10.30 en honum frestað á síðustu stundu. Halldór Ásgrímsson sagði þegar hann gekk út úr stjórnarráðinu að ekki hefði náðst sátt, málið væri „stórt“ og þarfnaðist frekari skoðunar. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks funduðu áfram í um klukkustund. Spurður um hvort ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna stæði um hlutfall kosingabærra sagði Davíð Oddsson að það þurfi „að leysa úr nokkrum álitaefnum“. Þeir þingmenn Framsóknar- flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðust ósáttir við að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í fjölmiðlum með yfirlýsingar um að miða við 44–50 prósent án þess að hafa ráð- fært sig nokkuð við samstarfs- flokk sinn í ríkisstjórn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu hins vegar við Fréttablaðið að þeir yrðu afar ósáttir ef mörk- in yrðu lægri en 44 prósent. Áður en skýrslan um þjóðaratkvæða- greiðslu var birt hefði þingflokk- urinn verið sammála um að mörk- in ættu að vera að minnsta kosti 50 prósent og því þætti þeim 44 prósent þegar vera málamiðlun. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að nýju í dag. sda@frettabladid.is Sjá nánar á síðu 2 FUNDI SLITIÐ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gengur af ríkisstjórnarfundi í gær stundarfjórðungi eftir að hann hófst. Á fundinum var rætt um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu en stjórnarflokkarnir eru ósammála um hvaða skilyrði eigi að setja um þátttöku. Mikil ferðahelgi í uppsiglingu: Þung umferð um þjóðvegina FERÐALÖG Mikill fjöldi fólks leggur land undir fót um helgina og því þung umferð um þjóðvegi landsins í gærkvöldi. Umferðin í gegnum Borgarnes fór að þyngjast veru- lega strax upp úr klukkan fimm og var orðin mjög þung um níuleytið í gærkvöldi að sögn lögreglu. Tvö knattspyrnumót verða haldin á Akureyri um helgina og mikill mannfjöldi í bænum að sögn lögreglu. Taldi lögregla að mörg þúsund manns hefðu slegið upp tjaldi í bænum. Landsmót hestamanna fer fram á Hellu og taldi lögregla að fjöldi gesta í gærkvöldi næmi átta til níu þúsundum. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi var umferðin um Suðurland þung í gærkvöldi en Humarhátíð á Höfn í Hornafirði fer einnig fram um helgina. „Það verður meinhægt og þægilegt útivistarveður víðast hvar,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Víða er spáð tíu til fimmtán stiga hita en hlýjast verður á sunnanverðu landinu. Ekki eru líkur mikilli sól en þó má gera ráð fyrir nokkuð björtu veðri, helst austast á landinu. ■ Framsókn vill 30% Formaður Framsóknarflokksins hefur umboð frá þingflokknum um að semja um að 30 prósent kosningabærra þurfi til að fella lög úr gildi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja þó ekki hvika frá 44 prósentum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.