Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 6
6 3. júlí 2004 LAUGARDAGUR SÚDAN 3000 flóttamenn hurfu að næturlagi, klukkustundum áður en Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn í búðirnar þar sem þeir höfðust við. Súdanskir hermenn höfðu þá komið að næturlagi, rek- ið fólkið upp í bíla og ekið þeim á brott að því er bandaríska dag- blaðið Washington Post greinir frá. Annan er á ferð í Darfur-héraði í vesturhluta Súdans til að kynna sér aðstæður flóttamanna sem hafa hrakist undan átökum upp- reisnarmanna og stjórnarher- manna auk ofsókna fylgismanna stjórnvalda. Annan hóf ferð sína í einum bestu flóttamannabúðum í héraðinu og hugðist síðan líta á aðstæður í öðrum flóttamanna- búðum þar sem hlutskipti fólks er verra. Þegar þangað var komið var hins vegar lítið að finna annað en fáeina hermenn að þrífa upp leifarnar af flóttamannabúðunum. Talið er að fólkið sem var flutt á brott hafi verið flutt í yfirfullar flóttamannabúðir í tæpra 20 kíló- metra fjarlægð. ■ Bætt við húsnæði framhaldsskólanna Þrír framhaldsskólar fá viðbótarhúsnæði til að koma öllum nýnemum að í haust. Til meiri vandræða í húsnæðismálefnum framhaldsskólanna horfir að ári verði ekki byggt við skólana. MENNTAMÁL Bæta á við húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólans í Ármúla og Flensborgarskólans í Hafnarfirði til að taka við auknum fjölda ný- nema í framhaldsskóla næsta haust. Mismun- andi lausnir eru áætlaðar fyrir hvern skólanna þriggja, segir að- s t o ð a r m a ð u r menntamálaráð- herra. Skóla- meistari Fjöl- brautaskólans í Ármúla segir lausu skóla- stofurnar ekki framtíðarlausn og ef ekki verði byggt við framhalds- skólana fyrir skólaárið 2005 verði vandræðin enn meiri en í ár. Sölvi Sveinsson, skólameist- ari Fjölbrautaskólans við Ár- múla, segir skólann ásamt Menntaskólanum við Hamrahlíð fá lausar skólastofur. „Þeir sem koma til okkar og upp í Hamra- hlíð eru þeir sem höfðu sótt um einn skóla og annan til vara og höfðu komist inn í hvorugan.“ Sölvi segir að á mánudaginn komi í ljós hversu marga kenn- ara þurfi að ráða til skólans. Það ráðist af fjölda nýrra nemenda. „Ef ég fæ eina stofu get ég tekið 25–30 nemendur en ef ég fæ tvær get ég tekið við 50–60 nemendum.“ Sölvi segir ekki um framtíðar- lausn að ræða; á áætlun sé að byg- gja við fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að það verið byggt við ein- hverja af þessum skólum þannig að húsnæðið verði komið í gagnið næsta haust því það er annar stór árgangur að koma og fyrirséð að það verði enn meiri vandræði næsta haust ef ekki verður búið að bæta við húsnæði.“ Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskóla, segir yfirgnæfandi líkur á að skólinn fái húsnæði sem kallist Dvergur. Skólinn taki við 200 ný- nemum sem séu 50 fleiri en áður hafi gerst. Þorri nýnemanna sé úr Hafnarfirði. „Núverandi skóla- húsnæði er náttúrlega löngu sprungið,“ segir Einar. „Við höfð- um áætlað að það gæti sinnt svona 560–570 krökkum en þeir verða 650 næsta haust. Með þessu við- bótarhúsnæði gengur það. Þröngt mega sáttir sitja.“ Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður menntamálaráð- herra, segir ekki ákveðið hvenig málin verði leyst í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Þar komi nokkrir kostir til greina. „En eins og þetta er núna þá eru sama sem allir nýnemar komnir inn.“ gag@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,63 0,10% Sterlingspund 132,04 0,10% Dönsk króna 11,88 0,09% Evra 88,31 -0,08% Gengisvísitala krónu 123,40 -0,10% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 168 Velta 1.014 milljónir ICEX-15 2.960 1,88% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 429.985 Actavis Group 354.987 Bakkavör Group 143.441 Mesta hækkun Líftæknisjóðurinn hf. 8,00% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2,78% Atorka 1,85% Mesta lækkun Bakkavör Group -5,19% Actavis Group -2,14% Kaldbakur -2,11% Erlendar vísitölur DJ * 10.274,7 -0,6% Nasdaq * 2.003,7 -0,6% FTSE 4.407,4 -0,4% DAX 3.998,8 -0,9% NK50 1.418,8 -0,0% S&P * 1.125,3 -0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða Íslendingur hefur tekið sæti ístjórn búlgarska símans? 2Hvað hækka stýrivextir Seðlabankansmikið á þriðjudaginn? 3Hver skoraði sigurmark Grikkja gegnTékkum í undanúrslitum Evrópu- keppninnar í fótbolta? Svörin eru á bls. 35 FRUMSÝND 9. JÚLÍ SMS LEIKUR A›alvinningur er: Sony Ericsson T630 + PS2 tölva + Spider-Man 2 PS2 leikurinn og mi›i fyrir 2 á Spider-Man2* Aukavinningar eru: • Mi›ar á Spider-Man 2 • Spider-Man 2 tölvuleikurinn • Spider-Man 1 á DVD og VHS • Ís frá Emmessís • Gla›ningur frá LEGO • Fullt af VHS og DVD myndum • Tónlistin úr myndinni og margt fleira. SENDU SMS SKEYTIÐ JA SPF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. VILTU MIÐA Á 99 KR.? 9. hver vinnur! *A›alvinningur ver›ur dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið GLÆSILEGIR AUKAVINNINGAR! Sjá›u myndina-Spila›u leikinn AÐALVINNINGAR Sony Ericsson T630Playstation 2 Slökkvilið: Reykur í Smáralind SLÖKKVILIÐ Óttast var að eldur hefði kviknað í Smáralind snem- ma í gærmorgun. Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins var tilkynnt að reykur væri inni í húsinu og var allt tiltækt lið sent á staðinn. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn kom í ljós að reykurinn var frá flúorljósi í versluninni Top- shop en enginn eldur. Að sögn slökkviliðsins var húsið ekki reykræst. Reykurinn var ekki mikill og í húsinu er loftræstibún- aður sem dugði í þessu tilfelli. ■ FLENSBORGARSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI Verður þéttsetnari en áður hefur þekkst í sögu skólans. Þar verða um 650 nemend- ur í námi næsta haust sem er um 80 fleiri en húsnæði skólans rúmar. MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að Hamrahlíð verði einn þriggja skóla sem taki á móti þeim nýnemum sem ekki hafa fengið trygga skólavist. FJÖLBRAUTASKÓLINN Í ÁRMÚLA Þar stunda um 900 nemendur nám næsta haust. Þar af um 200 nýnemar. Lausar skólastofur verða reistar við húsvegg skólans sem leysir vanda 25–60 nýnema. ,,Núver- andi skóla- húsnæði er náttúrlega löngu sprungið. LÖGÐ Á FLÓTTA Stríðsátök og uppskerubrestur hafa neytt fjölda fólks til að flýja heimili sín. Súdanskir hermenn fluttu 3000 manns á brott í skjóli nætur: Földu flóttamenn fyrir Kofi Annan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.