Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 9
9LAUGARDAGUR 3. júlí 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 51 73 06 /2 00 4 499 kr. Blátoppur Nokkur verðdæmi! 499 kr. 10 daggarbrár, flauelsblóm eða fjólur 499 kr. Molta 30 ltr. 599 kr. Sitkagreni 399 kr. Margarita 599 kr. Blágreni 30% afsláttur Allar fjölærar plöntur 80-100 sm 699 kr. Reyniviður 1.499 kr. 40 birki útsalaGarðplöntu 199 kr. Loðvíðir 399 kr. Alparifs 80-100 sm 199 kr. Ösp KABÚL, AP Líklegt er að fresta þurfi sögulegum kosningum til forseta og þings Afgana sem fara áttu fram í september. Boða þarf til kosninga með níutíu daga fyrirvara og verður því að tilkynna um kosningarnar í síðasta lagi á föstudag, eigi þær að geta farið fram 30. september. Að sögn Farooq Wardak, eins æðstu embættismanna landsins, munu Afganar að öllum líkindum missa af tímamörkunum vegna deil- na embættis- og stjórnmálamanna. Sagði Wardak ljóst að unnið yrði eftir lögunum sem kveða á um níutíu daga boðunartíma. Eftir að hafa hitt Hamid Karzai, forseta landsins, og fulltrúa Samein- uðu þjóðanna að máli dró Wardak hins vegar í land og sagði níutíu daga tímarammann sveigjanlegan. Telur Wardak meira samráð nauðsynlegt áður en boðað verður til kosninga en er bjartsýnn á að ákvörðun þar að lút- andi geti legið fyrir í næstu viku. Kosningum í Afganistan hefur þegar verið frestað en þær átti upp- haflega að halda í júní. Útilokað er að halda kosningarnar síðar en í október þar sem fjallaleiðir lokast vegna snjóa og opnast ekki aftur fyrr en næsta vor. ■ Sögulegar kosningar í Afganistan: Óvíst hvort kosið verður í september AFGANISTAN Ekki er víst hvort mögulegt verður að boða til kosninga í Afganistan í september eins og áætlað hafði verið. NATO hefur ákveðið að senda fjölda friðargæsluliða til landsins til þess að fylgjast með framkvæmd kosninganna. FUNDU 24 HASSPLÖNTUR Lög- reglan í Kópavogi lagði í fyrri- nótt hald á 24 kannabisplöntur sem ræktaðar voru í heimahúsi í Kópavogi. Tveir menn voru á staðnum og voru þeir handteknir. Annar mannanna játaði að eiga plönturnar við yfirheyrslur og telst málið upplýst. RÁKUST Á VÖRUBÍL Minniháttar meiðsl urðu á fólki í árekstri vöruflutningabíls og fólksbíls á Biskupstungnabraut til móts við Tannastaði í gær. Fólksbíllinn eyðilagðist í árekstrinum og var fluttur af slysstað með kranabíl. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Varnarmálaráðherra Ísraels: Vill endurskoða legu múrs JERÚSALEM, AP Varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, vill endur- skoða legu alls múrsins sem í byggingu er á vesturbakka Jórdanar. Hæstiréttur Ísraels úr- skurðaði í gær að stjórnvöld þyrftu að endurskoða hluta múrs- ins þar sem hann ylli Palestínu- mönnum of miklum þjáningum og bryti í bága við alþjóðalög. Mofaz hitti öryggisráðgjafa að máli í gær til þess að ræða úr- skurðinn. Þrír fjórðu hlutar múrs- ins eru enn í byggingu og telur Mofaz rétt að endurskoða legu alls múrinn með hliðsjón af at- hugasemdum hæstaréttar. ■ MÚRINN Varnarmálaráðherra Ísraels vill láta endur- skoða legu alls múrsins sem Ísraelsmenn eru að byggja á vesturbakka Jórdanar. Banaslys í vinnunni: Milljarður fyrir slys TEXAS, AP Karlmanni í Texas hafa verið dæmdar bætur að andvirði rúmra 1.200 milljóna króna vegna andláts konu sinnar í vinnuslysi. Konan kafnaði eftir að hún fest- ist milli kassa á færibandi. Öðrum starfsmönnum tókst ekki að stöðva færibandið vegna þess að þeir fundu ekki takkann til að stöðva vélina. Yfirmaður sem vissi hvar takkinn var er sagður hafa neitað að stöðva vélina af ótta við að skemma hana og farið að leita að viðgerðarmönnum svo þeir gætu stöðvað hana á hættuminni hátt. Í millitíðinni lést konan. ■ FORMLEG VIÐURKENNING VÆNT- ANLEG Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn segir formlega viðurkenn- ingu á nýrri bráðabirgðastjórn Íraks sem er væntanleg, nauð- synlegt skref til þess að Írak geti fengið efnahagslegan stuðning til enduruppbyggingar landsins. Mun gjaldeyrissjóðurinn að öll- um líkindum lána Írökum á bilinu 200–300 milljarða íslenskra króna næstu þrjú árin. SKOTIÐ Á AL-ZARQAWI Að minns- ta kosti fjórir létust þegar banda- rískar herflugvélar skutu á meint aðsetur hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawi í Fallujah í fyrradag. Al-Zarqawi er talinn standa á bak við mannskæðar árásir og aftökur í Írak. ■ ÍRAK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.