Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 10
Lýðræði felur í sér að lýðurinn, þjóðin, ráði sínum málefnum sjálf. Frá þjóðinni er allt vald komið og hún á endanlegt úr- skurðarvald. Fulltrúalýðræðið var á sínum tíma góður áfangi á leið til lýðræðis, en er langt í frá að vera helgur dómur og takmark í sjálfu sér. Margir hafa orðið til þess að vekja máls á því hin síðari ár, að rafeindatækni nútímans geri kleift að veita almenningi meiri þátt í löggjafarstarfinu og hefur Morgunblaðið gengið þar fram fyrir skjöldu, með þýðingu sinni fyrir nokkrum árum á greinabálki úr breska tímaritinu Economist. Af stjórnmálamönn- um hefur Björn Bjarnason helst orðið til að taka drengilega undir þessi sjónarmið. Það skýtur því skökku við, að nú gengur maður undir manns hönd og telur fulltrúalýðræði okk- ar eitt eiga að vera endanlegt lög- gjafarvald. Það sé atlaga að þing- inu (stundum jafnvel orðað þing- ræðinu) að setja því einhver vald- mörk. Möguleiki forseta til að synja lögum frá alþingi undir- skriftar, og þar af leiðandi mál- skot til þjóðarinnar, hljóti að stafa af einhverri óskiljanlegri slysni, og flaustri við að yfirfæra stjórn- arskrá konungsríkisins Íslands í búning, sem hæfði íslensku lýð- veldi. Því þurfi nú að setja reglur, sem takmarki úrskurðarvald al- mennings með kröfu um lág- marksþátttöku atkvæðisbærra manna og/eða aukinn meirihluta kjósenda þeirra sem vilja fella lögin. Það gangi ekki að einfaldur meirihluti kjósenda geti gengið gegn „þingviljanum“ (sem allir vita, að í þetta sinn er þó bara vilji eins manns og undanlátssemi ann- ars). Staðreyndin er sú, að stjórnar- skrárgjafarnir, þingið veturinn 1944, ræddu þetta ítarlega. Upp- hafleg tillaga um forsetaembætt- ið gerði ráð fyrir að hann yrði valdalaus og kjörinn af þinginu. Í nefnd varð það ofan á að hann yrði þjóðkjörinn og vald hans auk- ið á kostnað þingsins. Sjálfstæðis- maðurinn Magnús Jónsson (dós- ent) lýsti viðhorfum þingvalds- manna ágætlega í ræðu: „Mér kemur því mjög á óvart, hvað margir eru með því að auka vald forsetans. Ég hélt að Alþingi væri á þeirri skoðun, að því bæri að halda því löggjafarvaldi, sem það hefur nú. Það er og hefur alltaf verið á tilfinningu allra, að alþingi hafi eitt löggjafarvaldið. Ég vil að það hafi það áfram. Ég álít þó ekki hægt að komast hjá því að áskilja hon- um þennan málskotsrétt, þannig að hann geti fellt lög úr gildi, ef hann þykir réttari fulltrúi þjóðar- viljans en Alþingi.“ Aðrir þing- menn voru yfirleitt á þeirri skoð- un, að eftir að það varð ofan á, að forseti yrði þjóðkjörinn, þá hefði hann þennan rétt gagnvart þing- inu og var um það deilt hvort for- seta væri með því fært meira vald en Danakonungur hafði áður haft. Utan þings höfðu menn líka skoðun á þessu. Hannibal Valdi- marsson skrifaði grein um þetta í blað sitt, Skutul, 18. mars 1944: „Það vakti almennan fögnuð með- al þjóðarinnar, er Alþingi lét und- an kröfum hennar og breytti frumvarpi lýðveldisstjórnar- skrárinnar í það horf, að forsetinn skyldi í framtíðinni vera þjóð- kjörinn en ekki þingkjörinn.“ Nú sé hins vegar hætta á að forsetinn verði bara „valdalaus topp- fígúra“. Konungur hafi haft ótak- markað synjunarvald sem hann að vísu aldrei hafi beitt, en vit- neskja um þetta mikilsverða vald þjóðhöfðingjans hafi veitt Alþingi mikið aðhald og leitt til aukinnar varfærni þess í lagasetningu. Í frumvarpi að lýðveldisstjórnar- skránni hafi verið gert ráð fyrir frestandi synjunarvaldi forseta þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram. Nú hafi Alþingi hins vegar svipt forsetann öllu synjunarvaldi með því að ákveða að „lög frá Alþingi“, sem forseti treysti sér ekki til að staðfesta skuli samt verða að lögum. „Þetta er óþolandi með öllu“, heldur Hannibal áfram: „Með þessu gerir þingið enn eina tilraun til að sölsa undir sig allt vald þjóðfélagsins úr höndum þjóðarinnar sjálfrar.“ Vitnað er til þeirra orða Björns Þórðarsonar forsætisráð- herra, „að með þessu sé forsetan- um ekki ætlað annað hlutverk en að verða eins konar afgreiðslu- stjóri þingsins, og ríkisráðinu að verða afgreiðslustofnun þess.“ Það er eina klúðrið við marg- umrædda 26. grein stjórnarskrár- innar, að „lög frá Alþingi“, sem forseti hefur synjað staðfesting- ar, skuli meðhöndluð eins og bráðabirgðalög, sem fram- kvæmdavaldið setur á eigin ábyrgð og taka strax gildi og halda því, nema meirihluti Alþingis felli þau. Hitt er alveg ljóst, að þing- menn á þessum tíma gerðu sér fulla grein fyrir því hvað þeir voru að gera með málskotsrétti forseta og ákvæðinu um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hefði meirihluti þingsins þá haft sömu hugmyndir og nú eru uppi um heilagleika þingvaldsins, sem ekki skyldi haggað nema með skilyrðum um lágmarksþátttöku kjósenda og með mismunandi atkvæðavægi þeirra eftir því hvort þeir eru með frumvarpinu eða móti, hefðu þeir sett um það sérstök stjórnar- skrárákvæði. Fyrst svo er ekki, hlýtur lög, sem sett eru eftir á, af öðrum aðila málsins, að skorta alla lagastoð og alla siðferðisstoð. Hættið að fikta við lýðræðið! Leyfið okkur að ganga til atkvæða eftir þeim sömu kosningalögum og gilda um ykkar eigin kosningu til Alþingis! ■ Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til aðstaðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnis-atriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til- kynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Dag- inn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóð- aratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss. Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundur- inn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála. Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknar- menn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátssem- inni. Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðis- flokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlund- uð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í að- draganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjöl- miðlalaganna. Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnar- samstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumann- anna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum. Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráð- herrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru upp- teknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla. Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu. ■ 3. júlí 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Enn og aftur er kominn upp sú staða í ríkisstjórninni að Davíð Oddsson notar Halldór Ásgrímsson til að fá framsóknarmenn til að kyngja því sem þeim býður við. Kunnugleg staða í ríkisstjórninni ORÐRÉTT Sjálfskipaðir málsvarar Í lýðræðisríki hafa menn, málgögn þeirra og lýðræðislega kjörinn for- sætisráðherra og forseti allan rétt til að takast á um málefni. Það er augljóst að það eru skiptar skoðan- ir meðal þjóðarinnar, jafnvel gjá, um fjölmiðlafrumvarpið. En það er ósköp eðlilegt að þjóðin sé ósam- mála. Hitt er óeðlilegt að menn skipi sjálfa sig til að tala í nafni þjóðarinnar í máli sem þjóðin er klofin um. Glúmur Baldvinsson, DV 2. júlí. 30 km af 700 færðir til Hæstiréttur Ísraels úrskurðaði í fyrradag að færa þyrfti ákveðinn kafla aðskilnaðarmúrsins, sem liggur umhverfis svæði Palestínu- manna á Vesturbakkanum [...] Al- þjóðadómstóllinn í Haag hefur tek- ið lögmæti múrsins til umfjöllunar og mun birta úrskurð sinn í næstu viku. Dómar Alþjóðadómstólsins eru ekki bindandi og varla er búist við stefnubreytingu af hálfu ísrael- skra stjórnvalda þótt úrskurðurinn yrði þeim óhagstæður. En ríkis- stjórn Ariels Sharons getur ekki hunsað Hæstarétt Ísraels. Morgunblaðið 2. júlí. Gunnars majónes Mér finnst þessi auglýsing ljót og stinga í stúf við fegurðina sem við eigum að hafa að leiðarljósi. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra um umdeilda auglýsingu. DV 2. júlí. Fulltrúar þeirra sem kjósa Margir hafa talið Davíð vera for- sætisráðherra allrar þjóðarinnar síðustu þrettán ár, og borgarstjóra allra Reykvíkinga í áratug þar á undan, en svo er semsagt ekki: að áliti tvímenninganna hefur hann bara verið forsætisráðherra og borgarstjóri sjálfstæðismanna, í gerðum sínum og öllu framferði, inn á við og út á við. Einar Kárason, Morgunblaðið 2. júlí. Spyr sá sem ekki veit Má ekki skoða hvort markaðs- lausnir geti ekki gert sama gagn í landbúnaði og öðrum greinum? Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Agnarsson, Morgunblaðið 2. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG KOSNINGALÖG ÓLAFUR HANNIBALSSON Þeir vissu hvað þeir voru að gera Fleiri á móti Á þriðjudag var haft eftir Halldóri Ás- grímssyni, þar sem hann var staddur á fundi Atlantshafsbandalagsins í Istan- búl, að flestir virtust sammála um að eðlilegt væri að setja skilyrði í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í nýrri könnun Gallups um afstöðu til skilyrða kemur hins veg- ar fram að rúm 52% eru á móti skilyrð- um um lágmarksþátttöku og 41% meðmælt. Spurning er hverjir þessir flestir eru sem utanríkisráðherrann vís- ar til og hvort hann þyrfti ekki að fara að stækka viðmælenda- hópinn. En líta verður þó til þess að hann var staddur í útlöndum þeg- ar þessi svör voru gefin. Leyniþjónusta BNA Á heimasíðu leyniþjónustu Bandaríkj- anna (CIA) er að finna gagnlegar upp- lýsingar og staðreyndir um ýmis lönd heimsins. Þar er til að mynda ýmislegt sagt um land okkar, veðurfar og landslag og því bætt við til saman- burðar fyrir Bandaríkjamenn að land- ið sé örlítið minna en ríkið Kentucky. Athygli vekur að á síðunni kemur fram fjöldi karla sem hæfir eru taldir til að gegna herþjónustu. CIA áætlar að þeir séu 66.503 talsins, á aldrinum 15 til 49 ára. Heildarfjöldi á þessu aldursbili segir leyniþjónustan hins vegar að sé 75.568 og því ljóst að 9.065 eru að mati stofnunarinnar óhæfir til slíkra verka. Úthlutanir menningarsjóðs Í lok maí var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði fyrir árið. 122 um- sóknir bárust, en 60 styrkir voru veitt- ir, samtals að fjárhæð 15,4 milljónir króna. Meðal styrkþega er Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem fær styrk fyrir bókina Fleyg orð á íslensku, en hann gefur bókina út sjálfur. Hannes fær hálfa milljón fyrir að búa fleygu orðin til prentunar, en einungis þrír fá hærri styrk fyrir einstök verk, JPV út- gáfa og Ferskeytlan ehf. sem fá 750 þúsund krónur og Birtingarholt ehf. sem fær milljón. degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.