Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 11
Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi lands- manna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. ,, Núna, þegar við höfum séð og heyrt þær niðurstöður sem álits- gjafar hafa komist að, vekur nokkra furðu að enginn sé búinn að koma auga á þessa: Í kosning- unum árið 1996 var Ólafi Ragnari Grímssyni spáð allt að 70 pró- senta fylgi. Niðurstaðan varð rétt um 35 prósent þeirra sem máttu kjósa. Núna var honum spáð allt að 90 prósentum. Niðurstaðan varð 42,5 prósent þeirra sem máttu kjósa. Þegar tillit er tekið til þess, að við Íslendingar stöndum nokkuð vel með forseta okkar, verður að viðurkenna að þetta er frekar lélegur fengur eftir átta ár. Ég held að óhætt sé að segja, að Ólaf- ur Ragnar hafi í báðum tilfellum verið kosinn af sínu fasta vinstra fylgi og ekkert fengið þar fram- yfir, nema lítils háttar aukningu sem sitjandi forseti. Við erum 57,5 prósent sem kusum hann ekki. Höfundur er eftirlaunaþegi. Þjóðaratkvæði í stjórnarskrá Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka end- anlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjöl- miðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarð- anir sem hefðu afdrifaríkar af- leiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inn- göngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnar- skránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðla- laganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við (“markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði“ eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Við- skiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óá- sættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi lands- manna gæti krafist þess að þjóð- aratkvæði réði úrslitum um laga- frumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að upp- fylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosn- ingabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðis- bærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða ann- að. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í „reykfylltum bakherbergum“ ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörð- unum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann. ■ 11LAUGARDAGUR 3. júlí 2004 DR. JÓHANN M. HAUKSSON UMRÆÐAN STJÓRNARSKRÁIN HELGI ORMSSON SKRIFAR UM FORSETAKOSNINGARNAR BESSASTAÐIR Greinarhöfundur segir úrslit forsetakosn- inganna lélegan feng fyrir sitjandi forseta eftir átta ár í embætti. SIGRÚN Á. REYNISDÓTTIR FORMAÐUR SAMTAKA GEGN FÁTÆKT UMRÆÐAN SKULDIR Fátækir skuldarar Þann 30. júní síðastliðinn segir Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík í viðtali við Frétta- blaðið að skuldarar mæti ekki til fyrirtöku mála og bendir á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi að gera lagabreyt- ingu þannig að gera megi fjár- nám að skuldara fjarstöddum, önnur leiðin er sú að leita að- stoðar lögreglu og sú þriðja að fara oftar í fjárnám út í bæ. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk lendir í svona hremmingum, ein af ástæðun- um er sú að fátækt hefur auk- ist gífurlega undanfarin ár. Þeir sem lenda í fátækragildr- um eiga ekki auðvelt með að losna úr þeim. Oft getur þetta fólk ekki staðið við sínar skuld- bindingar og þegar krafan er svo send til lögfræðings er kostnaðurinn orðinn svo mikill að skuldarinn ræður ekki við neitt. Þegar svona er komið brotna sumir undan álaginu, verða jafnvel þunglyndir og treysta sér ekki til að mæta hjá sýslumanni. Ég veit um dæmi þar sem innheimtulögfræðingar hafa gengið hart að fólki sem er bæði andlega og líkamlega veikt og hótað því lögreglu. Það er oft talað um að lögregl- an sé fáliðuð svo varla hefur hún mikinn mannskap til að sinna svona hlutum. Sýslumað- ur segir líka að ekki takist alltaf að hafa uppi á skuldurun- um. Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir því en sumt fátækt fólk er á hrakhólum með húsnæði og á hvergi heima. Þriðja leiðin sem sýslumaður talar um er að gera fjárnám út í bæ. Hvaða áhrif getur það haft á sálarlíf fólks og barna þeirra sem ekki á fyrir mat eða reikningum og fær slíkar heimsóknir? Stjórnvöld þurfa að finna leiðir og hjálpa þessu fólki úr gildru fátæktar, því hertar að- gerðir leysa ekki vanda þessa fólks. Oftast er það vilji þessa fólks að borga skuldir sínar en það verður að hafa nóg til þess að geta það. ■ Ég veit um dæmi þar sem innheimtu- lögfræðingar hafa gengið hart að fólki sem er bæði andlega og líkamlega veikt og hótað því lögreglu. ,, Úrslit kosninganna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.