Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 18
18 3. júli 2004 LAUGARDAGUR Já, þetta var ánægjulegt enstrembið,“ segir Úlfur Eldjárn um þýðingu og staðfærslu Fame. „Ég hafði aldrei gert svona lagað áður og fyrirvarinn var skammur en ég hef þá skemmtilegu til- hneigingu að segja yfirleitt já við því sem ég er beðinn um að gera og spýtti bara í lófana. Það vita það ekki allir en maður verður geðveikur á svona löguðu, ekki síst að þýða söngtexta á stuttum tíma. Á tímabili var ég að hugsa um að hringja í Þorstein Eggerts- son og bjóða honum viskíflösku fyrir að snara nokkrum textum. En þetta er reynsla sem ég hafði gaman af og gagnast mér eflaust í framtíðinni.“ Úlfi er ekki að fullu ljóst hversvegna aðstandendur sýn- ingarinnar leituðu til hans um þýðinguna, í ljósi þess að hann hafði enga reynslu af slíkum störfum. „Það voru einhverjir baktjaldamenn sem bentu á mig, einhverjir nafnlausir huldumenn sem stjórna öllu á bak við tjöld- in,“ segir hann. „Þetta liggur ágætlega fyrir mér, ég hef unnið við hugmynda- og textagerð á auglýsingastofu í tæp fimm ár og get sagt að ég sé löggilt iðnaðar- skáld.“ Talsverður tími fór í verkið en Úlfi er ekki ljóst hve mikill. „Þetta var rosaleg törn á tímabili og það vildi þannig til að ég sinnti nokkrum öðrum verkefnum sam- hliða. Vökustundirnar voru því nokkrar.“ Er lítið fyrir söngleiki Söngleikurinn Fame er byggður á samnefndum þáttum og kvikmynd sem nutu vinsælda á níunda ára- tugnum. Úlfur var kunnugur þátt- unum en þekkti ekki söngleikinn sem slíkan. „Ég er reyndar afskap- lega lítið fyrir söngleiki en hef hins vegar gaman af öllu sem tengist af- þreyingu. Þessi litli söngleikjaá- hugi minn var kannski að hluta til ástæða þess að ég tók verkefnið að mér. Þetta var talsverð áskorun.“ Uppfærslan hefur hlotið mis- jafna dóma en gagnrýnendur hafa lokið nokkru lofsorði á þýðingu og staðfæringu Úlfs og hann er yfir höfuð sáttur við gagnrýnina. „Jájá, ég er þokkalega ánægður. Ég átti svosem aldrei von á einhverjum glimrandi dómum og vissi líka að hér væri ekki verið að brjóta blað í íslenskri leikhússögu. Enda ekki markmiðið. Fame er fyrst og fremst aðgengileg skemmtun fyrir mjög breiðan hóp og íslenska upp- setningin er örugglega með þeim skemmtilegri í heiminum. Mér heyrist allavega að maður götunn- ar sé nokkuð ánægður með þetta.“ Úlfur bendir á að söngleikir séu snúið form og um margt ófullkom- ið. Oft sé sögð mikil saga á stuttum tíma og þessi söngleikur sé þar engin undantekning. „Þó að ég hafi fengið talsvert svigrúm þá hafði ég auðvitað ekki leyfi til að semja þetta upp á nýtt, sagan kemur beint frá Broadway og uppfyllir auðvitað alla ameríska gæðastaðla um at- burðarás og efnistök.“ ÚLFUR ELDJÁRN Í KAFFIVAGNINUM ÚTI Á GRANDA „Ég reyndi að láta söngtextana ganga upp sem einhvers konar millistig af talmáli og dægurlagaþvaðri, sem uppfyllti þó lág- markskröfur um stuðla og rím. Ég skamm- ast mín hinsvegar lítið fyrir að sletta og nota „vonda“ íslensku þar sem við á.“ Úlfur Eldjárn hefur mörg járn í eldinum. Hann er í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet, vinnur á auglýsingastofu og er nýbúinn að þýða Fame. Úlfur lítur lífið jákvæðum augum og hefur erft sitt skemmtilega lífsviðhorf frá fjölskyldunni. Plata Get ekki nefnt eitthvað eitt. Í tilefni tónleikasumarsins mikla segi ég bara Metallica: Master of Puppets, Kraftwerk: Computer World og Pixies: Surfer Rosa. Heil- steyptar plötur, óháðar tíma og rúmi, sem hafa haft gífur- leg áhrif á alla æðri tónlist síðustu ára. Bók Erfitt. Flestar bækur eftir Haruki Murakami, Paul Aust- er, „stóru skáldsögurnar“ eft- ir Laxness og allt eftir pabba minn. Non-Fiction: The Dirt, ævisaga Mötley Crüe. Wouldn’t It Be Nice, ævisaga Brian Wilson. „Ég vil nú eiga mínar konur sjálfur“ og „Áfram með smérið piltar“, ævisagnabækur Ólafs á Oddhóli. Kvikmynd Some Kind of Monster, heimildarmyndin um Metall- ica, og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Bestu myndir sem ég hef séð ný- lega. Margar, margar aðrar í uppáhaldi. Matur Tom Kha Kai súpan hjá Ban- Thai er betri en kynlíf og heróín til samans. Drykkur Espresso kaffi: kaffi 90%, vatn 10%. Borg Engin ein uppáhalds. Á nokkra uppáhaldsbari í Helsinki. Leiðinlegasta borg- in er hins vegar Groningen í Hollandi. Í uppáhaldi hjá Úlfi Spillum ekki gleðinni með skynsemi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.