Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 20
Þegar þú hugar að bílakaupum er gott að þú hafir í huga þarfir þínar. Ef þú átt fjölskyldu er best að kaupa bíl sem nýtist sem best en ef þú ert einhleyp(ur) gæti minni bíll eða sportbíll verið meira við þitt hæfi. [ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ] Ford Focus WRC World Rally Car Tryllitæki þessarar viku er Ford Focus WRC World Rally Car rallíbíll í eign Sigurð- ar Braga Guðmundssonar. Hann er verksmiðjusmíðaður og árgerð 1999. Sigurð- ur eignaðist hann þó ekki fyrr en nú á vormánuðum og er skemmtileg saga að segja frá því. Bílar þessir voru bannaðir fyrir stuttu í arabalöndunum, en allir furstarnir þar voru á svona bílum. Sigurður frétti af því og keypti bílinn af sjeik í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar sem þeir voru skyndilega bannaðir fékk Sigurður bílinn á mjög hagstæðu verði og keypti annan til í vara- hluti. Bílnúmerið á honum er SHJ 605 sem þýðir að sjeik númer 605 hafi eitt sinn átt hann. Sigurður keppir í rallíi og fékk bílinn alveg í toppstandi og er enn að venjast honum. Eina sem hann hefur gert fyrir hann er að þrífa hann á milli rall- ía. Bíllinn er mjög flókinn og þarf Sigurður að læra betur á hann og til dæmis þarf hann að ýta á ellefu takka aðeins til að kveikja á bílnum. Bíllinn er með tveggja lítra vél, 300 hestöfl og er eini sinnar tegundar á landinu. Verslun & Varahlutir Grjóthálsi 1 • Sími: 575-1240 • www.bl.is WOLFRACE ÁLFELGUR Vörumerki þekkt fyrir einstök gæði í öllum stærðum og gerðum sjá vöruúrval á www.wolfrace.co.uk Kawasaki götuhjól Mikið úrval – frábært verð Láttu langþráðan draum rætast og kíktu í heimsókn. Alltaf heitt á könnunni! Ní t ró · Já rnhá ls i 2 · 557-4848 · ww.n i t ro . i s - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SÓLTÚN 3 - SÍMI 562 1075 Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Í september verður nýr Audi Sportback kynntur á Íslandi og kemur Audi þar fram með nýjan gæðaflokk í hópi minni bíla. „Sportback hefur bestu eigin- leika snaggaralegra sportbíla, fjölhæfni fimm dyra fólksbíla og háþróaðan tæknibúnað auk þess sem hann er einstaklega ná- kvæmur og mjög sprækur í akstri,“ segir Jón Trausti Ólafs- son, markaðs- og kynningarstjóri hjá Heklu hf. Hægt er að velja á milli fjög- urra og sex strokka véla sem skila allt að tvö hundruð og fimmtíu hestöflum og framhjóladrifs eða quattro-sídrifs á öllum hjólum. „Það er með vilja að Audi Sport- back er flokkaður alveg út af fyrir sig í hópi bíla af miðlungsstærð því í honum er að finna sportlega eiginleika og frágang þrennra dyra gerðarinnar Audi A3 auk þess sem notast er við sama drif- búnað, öflugan fjöðrunarbúnað og hjólabúnað og í þeim bíl,“ segir hann. Audi A3 Sportback er það fal- legur bíll að eftir honum er tekið. Framendinn er mjög áberandi og heilsteypt kæligrindin er ein- kenni sem margir þekkja af hin- um tólf strokka Audi A8 og nýja Audi A6 bílnum. Hliðarnar mjókka upp og ökuljósin eru með glæru gleri og sportleg að sjá. „Í A3 Sportback er að finna sérstak- lega kraftmiklar útgáfur véla af FSI-gerð sem nú koma á markað í fyrsta sinn. Þar er um að ræða 2.0 TFSI, fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar tvö hundruð hestöflum. Boðið er upp á sjö vélarstærðir og er bíllinn búinn fimm eða sex gíra gírkassa, allt eftir því hvaða vélarstærð er valin,“ segir Jón Trausti. Í Audi Sportback er Direct Shift gírkassi (DSG) sem er al- veg einstakur kostur. Jón Trausti segir það vera mjög framsækna skiptingu sem sæki hugmyndir sínar í tækni kappakstursbíla. „DSG sameinar kosti hefðbund- innar sex gíra beinskiptingar og eiginleika nútímalegrar sjálf- skiptingar og er því yfirburða- kostur í akstri. Ökumaðurinn nýt- ur mikillar snerpu og aksturs- ánægju, hröðun er samfelld og öflug án þess að truflun verði á því að flytja vélarafl til hjólanna. Bíllinn er engu að síður hag- kvæmur í rekstri vegna lítillar eyðslu og hagstæðs skipulags.“ Forsala á Audi A3 Sportback hófst í síðasta mánuði og stefnt er að því að fyrstu bílarnir verði afhentir í fyrri hluta september- mánaðar hér á landi og í Evrópu. halldora@frettabladid.is smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Í haust er væntanlegur á markað nýr Audi Sportback. Stefnt er að því að fyrstu bílarnir verði afhentir í fyrri hluta september- mánaðar hér á landi og í Evrópu. Rammasamningur undirritaður Nýlega skrifuðu Ríkiskaup undir svo- kallaðan rammasamning um bílaleigu- bifreiðar við Bílaleigu Flugleiða ehf., Hertz og Höld ehf. ásamt Bílaleigu Akureyrar. Í vor auglýstu Ríkiskaup fyrir hönd stofnana ríkisins eftir þátttakend- um í útboði sem fór fram og var þá óskað eftir tilboðum í fjóra flokka bifreiða af öllum stærðum og gerðum. Í útboðslýsingu kom fram að leigutök- um skyldi heimilt að skila bifreiðunum á viðkomandi flugvöllum auk af- greiðslustöðva bjóðanda á höfuðborg- arsvæðinu, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöð- um, Höfn, Keflavík og þar sem bjóð- andi hefði aðsetur sitt, án tillits til þess hvar bifreiðarnar hefðu verið teknar á leigu. Þá var tekið fram að boðnar bílaleigubifreiðar skyldu að jafnaði ekki vera eldri en tveggja ára. Ekki er hægt að gefa sér fyrir fram hversu mikil við- skiptin verða en til þess að gefa hug- myndir um umfang notkunar keypti ríkið þjónustu bílaleiga fyrir um 30 milljónir króna á síðasta ári. Nýr Audi Sportback á markað: Sprækur og snaggaralegur sportbíll

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.