Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 21
3LAUGARDAGUR 3. júlí 2004 Varahlutir sem þú getur treyst á ! sími 577 1313 • kistufell@centrum.is ✔ Pakkningarsett ✔ Ventlar ✔ Vatnsdælur ✔ Tímareimar ✔ Viftureimar ✔ Knastásar ✔ Olíudælur ✔ Legur VÉLAVERKSTÆÐIÐ TANGARHÖFÐI 13 Vélaviðgerðir Vélavarahlutir Draumabíllinn: Með viðurnefnið Bryndillinn Draumabíll Guðmundar Hall- grímssonar, bústjóra á Hvann- eyri, er Dodge Ambulance ár- gerð 1941. „Bíllinn var fluttur af hernum hingað til lands og var notaður til að keyra út sæði hér í Borgarfirði og einnig notaður sem skólabíll. Þetta er alvörubíll sem framleiddur var sem sjúkrabíll. Mér finnst bíllinn töff og er hrifinn af honum út af upp- runanum og einfaldlega vegna þess til hvers hann var notaður á sínum tíma. Það er líka gaman að segja frá því að lengi vel gekk bíllinn undir nafninu Bryndill- inn. Eftir góða nýtingu hafnaði hann að lokum hérna á Búvéla- safninu á Hvanneyri,“ segir Guðmundur. ■ Draumabíll Guðmundar er þessi glæsilegi Dodge Ambulance árgerð 1941 sem geymdur er á Búvélasafninu á Hvanneyri. Mazda Verisa er ætlaður fagurkerum á fertugsaldri. Verisa: Mazda Mini Ný Mazda, Verisa, var kynnt í Tókýó á mánudaginn. Mazda Motor Corporation, sem er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Jap- an, hefur þróað þennan nýja bíl á afar stuttum tíma. Margir telja að Verisa svipi nokkuð í útliti til gamla góða Austin Mini. Heitið Verisa er samsett úr latneska orðinu veritas, sem merkir sannleikur, og enska orðinu satisfaction eða full- nægja. Markhópurinn fyrir nýja bílinn er stór en fyrst og fremst verður markaðs- setningunni beint að pörum á fertugs- aldri með áhuga og smekk fyrir hönnun og gæðum. Grunnútgáfa bílsins er með 1,5 lítra bensínmótor en hann verður einnig fáanlegur með aukarafmótor sem knýr afturhjólin og gerir bílinn þar með fjór- hjóladrifinn. Önnur nýjung er innbyggð tónlist, 100 lög sem valin eru af ritstjórum leiðandi tísku- og lífsstílstímarita í Japan. Enginn þarf þó að óttast að fá ekki að velja tónlist við aksturinn sjálfur því lögin eru vistuð á hörðum diski sem rúmar alls 3.000 lög. ■ Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans, Fatjona Fuga, eru nýbúin að eignast Volkswagen Transporter, árgerð 1978. Parið var að skoða smáaug- lýsingarnar í Fréttablaðinu fyrir nokkru þegar þau sáu rúgbrauð- ið auglýst til sölu. „Bíllinn var búinn að standa ónotaður uppi í Breiðholti í nokkurn tíma og keyptum við hann á áttatíu þús- und. Það var búið að dæma bíl- inn ónýtan og voru margir búnir að reyna að gera við hann og því búið að snúa öllu við í honum. Eftir kaupin leit því út fyrir heil- mikla viðgerð. Ég fékk pabba minn sem er bílasmiður og fleiri reynda bílakalla sem kunna á svona gamla bíla til að kíkja á rúgbrauðið og þegar þeir byrj- uðu á viðgerðinni kom í ljós að búið var að tengja alla víra vit- laust í bílnum. Þegar þeir áttuðu sig á því voru þeir ekki lengi að kippa því í lag og koma bílnum í gott stand og flaug hann í gegn- um skoðun,“ segir Hrannar Smári. Viðgerðin reyndist ekki kostnaðarsöm því það eina sem þurfti að borga var fyrir stilling- una á bílnum, sem kostaði um 15.000 krónur. „Það tók heila viku að stilla hann því bíllinn er orðinn svo gamall og því ekki hægt að nota tölvu við stilling- una. Eftir stillinguna er bíllinn í toppstandi og lítur þokkalega vel út miðað við aldur þrátt fyrir smá ryð í honum,“ segir hann. Hrannar Smári og Fatjona ætla að ferðast eitthvað um landið í júlí á bílnum og hlakka til þess. „Aftur í bílnum er allt til ferða- laga, fínasti beddi, eldhús og all- ar græjur. Svo er hægt að hækka hluta þaksins um þrjátíu til fjörutíu sentimetra þannig að hægt er að standa uppréttur í honum. Hann eyðir ekki miklu því einhvern tíma hefur verið skipt um mótor í honum og sett- ur í hann bjöllumótor sem er ekki nema 55 hestöfl. Á lang- keyrslum eyðir hann rétt um tólf á hundraði. Við erum hæstá- nægð með bílinn og efumst um að við tímum nokkurn tímann að selja hann,“ segir Hrannar Smári. halldora@frettabladid.is Aftur í bílnum er allt til ferðalaga, fínasti beddi, eldhús og allar græjur. Sonurinn Bessi Blær situr hér í makind- um sínum á beddanum í bílnum og líkar það augljóslega vel. Hrannar Smári Hilmarsson og kærastan hans Fatjona Fuga eru nýbúin að kaupa þetta fína rúgbrauð sem þau ætla að ferðast á um landið í sumar. Bíllinn minn: Rúgbrauð í toppstandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.