Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 34
Ég man eftir mér níu ára gömlum inn í herbergi að lemja trommu- settið mitt af miklum móð með Hit The Lights af Kill’em All á fónin- um. Lars Ulrich var nánast goð hjá mér, slík var hrifningin af kauða. Þetta voru mín fyrstu kynni af Metallica. Féll mjög snemma í rokkgryfjuna og voru fjórmenn- ingarnir frá San Francisco fljótir að festa sig í sessi hjá mér. Hreifst strax af beittum lagasmíðum félag- anna og kraftmikilli spilamennsku og þá sérstaklega Ulrich, sem skaut öðrum trommurum skelk í bringu á þessum tíma. Lífið og leðrið Það voru söngvarinn og gítar- leikarinn James Alan Hetfield og trommarinn Lars Ulrich sem stofn- uðu Metallica árið 1981. Tvímenn- ingarnir höfðu báðir auglýst í tíma- ritinu The Recycler eftir hljóð- færaleikurum til að stofna hljóm- sveit. Það fór strax vel á með þeim félögum, enda með áþekkan tón- listarsmekk og sterka ástríðu gagnvart tónlist. Fljótlega gengu bassaleikarinn Ron McGovney og Lloyd Grand gít- arleikari til liðs við tvíeykið ógur- lega. Þeir stoppuðu stutt við, enda höfðu Hetfield og Ulrich háleit markmið hvernig hljómsveitin átti að vera. Grand var látinn fara og David Mustaine ráðinn í staðinn. Úr hljómsveitinni Trauma fékk Metallica bassaleikarann Clifford Lee Burton til liðs við sig og loks- ins komin mynd á bandið sem þeir gátu sætt sig við. Hið sögufræga demó, No Life Til’ Leather, kom hljómsveitinni á kortið hjá plötufyrirtækjum ves- tra. No Life Til’ Leather er illfáan- legt í sinni upprunalegu mynd, gengur á uppsprengdu verði á upp- boðum um allan heim. Samningur og slagsmál Eftir að hafa landað plötusamn- ingi hóf Metallica upptökur á sinni fyrstu breiðskífu. Skömmu áður hafði soðið upp úr milli Mustaine og Hetfield sem endaði með slags- málum og var sá fyrrnefndi settur út í kuldann. Kirk Hammett, stofnandi hljóm- sveitarinnar Exodus, var fenginn í hlutverk sólógítarleikarans og Metallica orðin fullmönnuð. Fyrsta breiðskífan, Kill’em All, sló svo um munaði í gegn. Þótti Metallica hafa gert eitthvað al- gjörlega nýtt og var hljómsveitin lofuð í alla staði. Tónlistinni var lýst sem „thrash“ eða „speed“ metal og fetuðu margar hljóm- sveitir í fótspor Metallica með áþekkri stefnu. Ljóst var að hér var komin tónlistarstefna sem myndi seint logna út, svo mikil var gróskan á þessum tíma. Metallica túraði um Bandaríkin með nýju plötuna í farteskinu, með byr undir báða vængi eftir að platan hafði fengið framúrskar- andi dóma. Hljómsveitin þróast Fyrstu ár sín á ferlinum var Metallica iðin við kolann hvað út- gáfumál snerti. Ride The Lightn- ing kom út aðeins ári á eftir frum- burðinum. Með henni sýndi Metallica og sannaði að fjórmenn- ingarnir voru færir í flestan sjó. Lagasmíðin orðin öflugri og platan skref í rétta átt. Það var alveg sama hvar var gripið niður, Metallica hafði það allt. Lars Ulrich þótti frumlegur með eindæmum, þéttari rytmagít- arleik en hjá Hetfield var vand- fundinn, söngurinn engu síðri, beitt textagerð, sóló Kirk Hammett sýndu mikinn karakter og bassaleikur Burton traustur. Meistaraverkið Eftir útgáfu á tveimur frábær- um plötum, grimmu tónleikahaldi og framúrskarandi umsögnum, hélt Metallica í hljóðver á ný til að hljóðrita sína þriðju breiðskífu. Sjálfsagt hefur margur spekúlant- inn haldið að fyrri verk yrðu seint toppuð. Master Of Puppets er enn þann dag í dag, talin ein allra besta þungarokksplata sögunnar, enda massíft stykki hvað allt snertir. Hljómsveitin þótti sína á sér nýjar hliðar án þess að tapa styrk sínum. Platan stækkaði áhangendahóp Metallica svo um munaði og var sjálfur Ozzy Osbourne svo hrifinn að hann bauð hljómsveitinni að hita upp fyrir sig á Ameríkutúr. Lars Ulrich staðhæfði að þetta hafi verið „blautasta tónleika- ferðalag sem hann hafði upplifað“ enda Ozzy þekktur drykkjudallur og Hetfield engu síðri. Ozzy aðdá- endur og aðrir viðstaddir tóku Metallica vel og voru Ulrich og fé- lagar ekkert nema bjartsýnin upp- máluð. Stysta stráið - Burton deyr Haustið 1986 hélt Metallica til Evrópu til að fylgja útgáfu Master Of Puppets eftir. Ævintýrið byrj- aði skrautlega og endaði hræði- lega. James Hetfield handleggs- brotnaði í hjólabrettaóhappi og neyddist John Marshall, aðstoðar- maður Kirk Hammett, til að sjá um gítarleikinn á flestum tónleik- um ferðalagsins. Það átti þó ekki eftir að verða jafn afdrifaríkt og endir ferðarinnar. Ástand rútunnar sem Metallica ferðaðist í um Evrópu var ábóta- vant. Við hlið einnar kojunnar var gluggi (sem er ekki leyft í dag) sem þótti stórvarasamt. Metall- ica-menn drógu „stysta stráið“ um hver ætti að sofa í kojunni og varð Burton að bíta í það súra epli. Það var í Svíþjóð eftir að ferða- laginu var lokið að rútan lenti utan vegar og valt með þeim af- 22 3. júlí 2004 LAUGARDAGUR Kill’em All Risa ís- brjótur í sögu rokktón- listar. Ekki veikur punkt- ur, hvað þá lag. Inniheld- ur sígild lög eins og Seek and Destroy, Jump In the Fire og Metal Militia. Metallica setti mark sitt á sögu rokksins með þess- um frumburði. Ennþá í miklu uppáhaldi. Ride the Lightning Mjög ólík fyrirrennara sínum en ekkert síðri. Metnaðurinn öllu meiri hvað lagasmíðar snertir og styrkur hljómsveitar- innar á hraðri uppleið. Öflugri opnun á plötu (Fight Fire With Fire) er vandfundin. Annað meistaraverk Metallica í röð. Master of Puppets Besta plata Metallica. Heil í gegn hvað allt varðar. Orion fékk að óma reglulega í frímínút- unum, nýr og skemmti- legur keimur prýddi The Thing That Should Not Be, Battery var ólýsanlegt og hvað þá Damage Inc.? Fæ gæsahúð bara við tilhugsunina um þessa plötu. ...And Justice For All Man ennþá eftir því þegar ég setti Justice í fyrsta sinn á fóninn. Blackened er enn í dag eitt af þeirra sterkustu lögum og platan í heild fremur sterk. Það er einna helst hljómur hennar sem mætti vera öflugri, lítið sem ekkert ber á bassanum og heildin frekar þurr. Metallica Ein um- deildasta plata Metallica. Mun útvarps- og sölu- vænni en þeirra fyrri verk. Ég var á sínum tíma frekar hrifinn af þessari plötu en hins vegar hefur hún ekki elst vel í mínum eyrum. Finnst hljómur hennar ekki góður einfaldlega vegna þess hversu háar trommurnar eru. Hetfield sýnir nýjar hliðar í söngnum. Load Load hefur aldrei átt almennilega upp á pallborðið hjá mér. Finnst hljómur hennar alveg einstaklega leiðin- legur og hljómsveitin búin að létta sig enn frekar. Metallica átti líka eftir að ná betri tökum á þessari nýju stefnu sinni. Mama Said er engu að síður einn af gullmolum James Hetfield. ReLoad Ég á erfitt að gera upp við mig hvor platan mér finnst lélegri, Load eða ReLoad. Það er einstaka lag sem hægt er að tína til, það er einna helst Devil’s Dance sem kveikir eitthvað í mér. Ein plata úr þess- um tveimur hefði verið sigurstranglegri hug- mynd. Áhuginn á Metall- ica dvínaði til muna eftir útgáfu ReLoad. Pl öt ur M et al lic a Metallica, ein stærsta rokkhljómsveit heims, spilar í Egilshöll á morgun. Smári Jósepsson rifjar upp kynni sín af sveitinni og stiklar á stóru í sögu hennar. Eðalmetall í Egilshöll [1983] [1984] [1986] [1988] [1991] [1996] [1997]

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.