Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 35
leiðingunum að Cliff Burton lést, aðeins tuttugu og fjögurra ára að aldri. Dauði Burton var mikið áfall fyrir Metallica, sem var komin langleiðina með að sigra heiminn. Hafði hljómsveitin ekki bara misst frábæran bassaleikara heldur líka góðan vin. Stórt skarð fyllt Eftir að hafa fylgt Cliff Burton til grafar og tekist á við sorgina reyndi Metallica að komast að nið- urstöðu hver fengi það erfiða verkefni að fylla skarð bassaleik- arans. Burton þótti ekki bara öfl- ugur bassaleikari heldur litríkur karakter á sviði. Margir merkir menn komu til greina (þ.á.m. Les Claypool úr Primus) en það var Jason Newsted úr Flotsam & Jetsam sem þótti henta best. Newsted var öflugur bassaleikari og mikill aðdáandi sveitarinnar. Hann sagðist „ekki hafa trúað því að vera kominn í Metallica“ þegar honum voru bor- in tíðindin. Virðing vottuð Með nýjan meðlim í pokahorn- inu ákvað Metallica að bíða með að hjóla í útgáfu á frumsömdu efni og votta gömlum áhrifavöldum sínum virðingu sína. Þröngskífan Garage Days Re- revisited er í alla staði stór- skemmtileg. Þar sýnir Metallica á sér nýjar hliðar, tekur lög eftir merkar hljómsveitir á borð við Killing Joke og Danzig. Lög eins og Last Caress urðu vinsæl hjá unn- endum Metallica enda hress og léttleikandi, ólíkt því sem hljóm- sveitin hafði gert áður. Ævintýrið heldur áfram Komandi plötu Metallica var beðið með mikilli eftirvæntingu um all- an heim. Gat hljómsveitin toppað fyrri verk? Gat Jason Newsted fyllt skarð Cliff Burton? Yrði eitt- hvað nýtt af nálinni? And Justice For All náði svo sannarlega að standa undir vænt- ingum og þó svo að bassaleikur sé vart heyrandi á plötunni, þá fékk hún frábæra dóma í hvívetna. Sér- staka athygli vakti ballaðan One, sem bauð upp á strauma sem höfðu ekki heyrst áður í þungu rokki. Það þótti einnig tíðindavert að Metallica sendi frá sér sitt fyrsta myndband við lagið One. Fram að þessu hafði hljómsveitin gert þrjár breiðskífur án þess að gera mynd- band. Metallica fullyrti að hún væri ekki að „reyna að selja sig“ með gerð myndbandsins. Þeim fannst þema One svo áhugavert að gerð myndbands væri óumflýjanlegt. Margir af hörðustu aðdáendum sveitarinnar voru bálreiðir yfir uppátæki hljómsveitarinnar en neikvæðar raddir voru fljótlega kvaddar í kútinn með útgáfu mynd- bandsins, sem þótti með frumlegra móti. Afdrifarík ákvörðun Vinsældir Metallica höfðu aldrei verið meiri við upphaf tí- unda áratugarins. Með öflugri sviðsframkomu og kraftmikilli spilamennsku hafði hljómsveitin komið sér upp stórum hópi áhan- genda. Þegar hér var komið var ljóst að sveitin gæti gert enn betur. Metallica þótti tilvalið að róa á ný mið og fá nýjan mann í hlutverk upptökustjóra. Landi Lars Ulrich, daninn Flemming Rasmussen, hafði stjórnað upptökum á síðustu þrem- ur breiðskífum og þótti hljómsveit- inni kominn tími á nýtt blóð. Lars Ulrich sagði að hvert sem hann hafði snúið sér hefði sama nafnið komið upp; Bob Rock. Rock hafði fram að þessu unnið með hljómsveitum á borð við Bon Jovi og Mötley Crüe og tók verkefninu fagnandi. Áhangendur Metallica voru þó ekki á sama máli, gátu ekki með nokkru móti séð að Rock myndi gera tónlistinni einhvern greiða. Metallica, eða Svarta platan, er söluhæsta plata Metallica frá upp- hafi og ljóst að þáttur Rock var mikilvægur. Hann hóf lagasmíð Hetfield og Ulrich upp á hærra svið. Það sem vakti þó mestu at- hygli var melódískur söngur Hetfield. Það voru töluverð átök fyrir tvíeykið að brjóta odd af of- læti sínu og láta Rock segja sér fyrir verkum. Lög eins og Unforgi- ven og Enter Sandman slógu í gegn og fá ennþá reglulega spilun. Svarta platan hefur selst í tæplega 15 milljónum eintaka og lög hennar lifa enn góðu lífi. Tónleikaferðalagið sem fylgdi í kjölfari svörtu plötunnar er það lengsta sem Metallica hefur lagt upp í, spannaði tæp þrjú ár og voru þeir dauðuppgefnir eftir her- legheitin. Sá sem þetta skrifar var einmitt svo heppinn að grípa sveitina glóð- volga á Gentofte í Kaupmannahöfn árið 1993, þegar Evróputúrinn stóð sem hæst. Tveggja og hálfrar klukkustunda dagskrá Metallica komst ágætlega til skila þó svo að sveitin hafi sýnt einhver þreytu- merki, enda langt liðið á ferðalagið. Útkoman engu að síður viðunandi og gaman að berja sveitina loks augum fyrir alvöru. Frekari breytingar Eftir að Metallica hafði farið nokkrar umferðir um heiminn og þreytt hverja sigurförina á fætur annarri, lagðist hljómsveitin í dvala og tók upp efni sem var gef- ið út á tveimur plötum, Load og Reload. Hér var tónlistin orðin létt- ari en á fyrri plötum og voru við- brögð aðdáenda mjög blendin. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á þungarokkurum að þeir skyldu skerða hár sitt (sem var algjört guðlast í bransanum hér áður), henda rokkgallanum og fara í axla- bönd! Hin nýja ímynd Metallica var því ekki það sem gömlu aðdá- endurnir vonuðust eftir. Engu að síður tók almenningur vel í breytinguna og þótti hljóm- sveitin og tónlist hennar mun að- gengilegri en áður. Deila má um ágæti platnanna tveggja en salan lét ekki á sér standa þó að ekki væri hægt að bera hana saman við svimandi háar tölur Svörtu plöt- unnar. Ræturnar og sinfónían Nokkur uppátæki, misgáfuleg þó, átti Metallica eftir í pokahorn- inu áður en tíundi áratugurinn hafði runnið sitt skeið. Fyrst ber að nefna plötuna Garage Inc., samansafn af gömlum og nýjum ábreiðum. Lagið Whiskey In The Jar eftir Thin Lizzy náði miklum vinsældum og virtist kán- trí-rokk fílingurinn fara hljóm- sveitinni nokkuð vel. Tónleikar Metallica ásamt Sin- fóníuhljómsveit San Francisco hafa varla farið framhjá nokkrum manni enda þótti það mikið tíma- mótaverk í sögu hljómsveitarinnar. Metallica breikkaði áhangendahóp sinn enn meira með þessu enda ekki á hverjum degi sem rokk- hljómsveit og sinfóníusveit leiða saman hesta sína. Jason Newsted hverfur á braut Eftir sinfóníuævintýrið sóttist Jason Newsted eftir því að hljóm- sveitin myndi taka sér árs frí. Jason hafði verið duglegur að stofna hinar og þessar hljómsveitir utan Metallica, sér til dægrastytt- ingar, enda tónelskur með eindæm- um, löngu ákveðinn að helga lífi sínu tónlistinni,. Hinir þrír meðlimir Metallica tóku ekki vel í hugmyndina og þá sérstaklega ekki Hetfield, sem hafði sínar hugmyndir um hvernig málum Metallica yrði háttað. Jason sagðist þá einfaldlega vera hættur og gerði langþráðan draum að veruleika, að gefa út plötu með hljómsveit sinni, EchoBrain. Marg- ir rokkspekúlantar vilja meina að brotthvarf hans hefði lengi legið í loftinu enda fékk hann sjaldan þá virðingu sem hann átti skilið. Meðferð og bassaleikaraleit James Hetfield hafði lengi blót- að vínguðinn og fram að þessu haft, að því er virtist, fulla stjórn á þeirri iðju. Ekki hefur allt verið sem sýndist og ákvað James að full ástæða til að leita aðstoðar fag- fólks. Úr varð að Hetfield náði sér að fullu af drykkjuástríðu sinni en höfðu Kirk og Lars á orði að biðin hafi verið mjög erfið. Hún var engu að síður þess virði og fullyrtu heiðursmennirnir þrír að meðferð- in hefði gert þá samheldnari en nokkru sinni fyrr. Hugarfar Hetfields eftir með- ferðina var greinilega ólíkt því sem að meðbræður hans voru vanir. Kallinn var opnari fyrir hugmynd- um annarra og St. Anger tímamóta- verk hvað það snerti. Hammett og Ulrich sögðust aldrei hafa haft jafn gaman af því að vinna tónlist á St. Anger. Metallica var að vísu bassa- leikaralaus meðan á upptökum stóð en Bob Rock bjargaði þeim fyrir horn og sá um bassastrengjaplokk. Útkoman var í takt við það sem sveitin lagði upp með, að leita aftur í ræturnar og rokka hlutina meira upp en áður. Nú horfði Metallica fram á að þurfa að finna þriðja bassaleikara hljómsveitarinnar. Margir voru orðaðir sem eftir- menn Newsted. Duff McKagan, fyrrum Guns’n Roses meðlimur (nú í Velvet Revolver) var lengi vel ætlað að fylla skarð Newsted. Þá varð þeim hugsað til Rob Trujillo, sem hafði hitað upp fyrir Metallica 10 árum áður, með Suici- dal Tendencies. Trujillo, fastráðinn sem bassaleikari hjá Ozzy Osbour- ne, gat ekki afþakkað slíkt gylliboð, sagði skilið við Osbourne og gerð- ist fullgildur meðlimur Metallica. Hann þykir hafa fallið vel inn í hópinn enda reyndur með eindæm- um og líflegur á sviði. Metallica eiga rúmlega tveggja áratuga litríkan feril að baki, hafa selt hátt í 100 milljón eintök af plöt- um sínum og hvergi slegið slöku við síðan þeir skutu niður kollinum árið 1983 með Kill’em All. Það er því mikill heiður fyrir okkur hér á Klakanum að fá þessa rokkguði í heimsókn. smari@frettabladid.is LAUGARDAGUR 3. júlí 2004 23 James Hetfield hand- leggsbrotnaði í hjóla- brettaóhappi og neyddist John Marshall, aðstoðarmaður Kirk Hammett, til að sjá um gítarleikinn á flestum tónleik- um ferðalagsins. Það átti þó ekki eftir að verða jafn afdrifa- ríkt og endir ferðarinnar. ,, ar gu s 04 -0 40 4 Garage Inc. Tvöföld plata stappfull af ábreið- um frá hljómsveitum eins og Thin Lizzy, Black Sabbath og Killing Joke. Þrátt fyrir öflugar tilraunir hjá Metallica þá nær hljómsveitin ekki að toppa gömlu Garage Days þröngskífuna (innfalin í þessari útgáfu) í nýju upp- tökunum. S&M Hér eru upptökur frá Metallica ásamt Sin- fónuhljómsveit San Francisco. Skemmtileg til- breyting að heyra gamla slagara með klassísku ívafi. Svo var No Leaf Clover í miklu uppáhaldi, sem gaf góða von um að komandi efni yrði sterkt. St. Anger Fyrsta plata sveitarinnar án Jason New- sted. Það eru sprettir á þess- ari plötu sem höfða til mín en trommusándið finnst mér nánast bjánalegt. Þeir hefðu mátt halda áfram á sömu braut frekar en að þykjast vera harðir, enda löngu búnir að sýna sig og sanna á því sviði. Grátsöngur Hetfields í Unnamed Feeling (eins og Jonathan Davis gerði fyrir 10 árum) verður seint talinn aðdáunarverður. Þjófurinn Lars Ulrich? Nafnið Metallica er fengið frá Lars Ulrich, sem fullyrti á sínum tíma að hann hefði stolið nafninu frá manni sem varð á vegi hans. „Já, ég stal því af honum,“ segir Ulrich. „ Hann var að setja í gang tímarit um rokkhreyfinguna í San Francisco og vantaði nafn á blaðið. Hann var með lista yfir nöfn sem komu til greina og spurði mig álits. Ég rak augun í Metallica, benti honum á eitthvað annað og hélt nafninu fyrir mig,“ sagði trommarinn og skellti uppúr. [1998] [2003][1999]

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.