Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 40
3. júlí 2004 LAUGARDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Þegar ég var yngri þoldi ég ekki fólk sem átti Tupp- e r w a r e - box. Box- in þóttu sniðug því þau voru í misjöfnum stærðum og með mis- jafna lögun og það var hægt að geyma hvað sem er í þeim: ost, álegg, afganga og jafnvel heilu kökurnar. Það var eitthvað við stjórnleysingjann í mér sem vakti þessa andúð mína enda var skipulagið í ísskápunum hjá þeim sem áttu slík box betra en á góðu bókasafni. Mér fannst ekkert að því að geyma matvörurnar í plastpokum, litl- um sem stórum – jafnvel bara úr Bónus. Andúð mín á Tupperware jókst með tímanum og ég hét því að ég myndi aldrei kaupa slík box. En síðan fór ég sjálfur að búa. Innan tveggja vikna var ísskápurinn fullur af alls kyns plastpokum. Litadýrðin var slík að mér leið eins og ég væri að horfa á regnbogann auk þess sem ég átti erfitt með að henda reiður á því hvað pokarnir höfðu að geyma. Ég ákvað því að brjóta odd af oflæti mínu og keypti fyrstu boxin. Það leið ekki á löngu þar til þau slógu í gegn. Boxunum fjölgaði, í misjöfnum stærðum og gerðum, og nú er hver ein- asti hlutur í ísskápnum á sínum stað – allt frá eggjum upp í lambalæri. Boxin hafa reynst mér svo vel að ég hef ákveðið að nota þau annars staðar á heimilinu. Þannig get ég sett buxurnar, bolina, peysurnar, vídeóspólurnar, geisladiskana, bækurnar og tölvuna í box. Og það er bara byrjunin. Innan skamms verður allt mitt komið í box og ég get loks farið að lifa skipulögðu lífi. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON ÆTLAR AÐ UMTURNA LÍFI SÍNU MEÐ BOXUM Líf mitt í boxi M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. STÓRÚTSALA! Á ÖLLUM SUMARFATNAÐI Mjódd - Sími 557 5900 ÚTSALAN ER HAF IN Konungur Zombezi, N’Johnny III, var nokkuð sérvitur maður! Hann hafði þjóna sem mötuðu hann, þjóna sem báru hann, þjóna sem klæddu hann í og úr og meira að segja þjóna sem skeindu honum Er þetta ekki svona hjá öllum? Leitt að þú þarft að fara svona snemma! Það hefði verið gaman að borða morgunmat saman! Heldur betur! En morgun- ræktin er svo mikilvæg! Þú ert með númerið mitt! *Lestu inn nýja talhólfs- kveðju eftir tóninn* Yeschim! Al achabala- cam ye komir ay hocbir! Sinom bel yödur ellur! „Að kynnast þér“ Að hætti hundsins Jæja, ég ætla að fara og elda matinn. Þið ætlið að dunda ykkur hérna og vera góð. Ákveddu hvort!!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.