Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 42
30 3. júlí 2004 LAUGARDAGUR SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 B.I. 16 SÝND kl. 10.15 B.I. 16 SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30SÝND kl. 12, 3 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6 og 8 SÝND kl. 12, 1.30, 3, 5.30, 8 og 10 SÝND kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. HHH Skonrokk HHHH "Stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com HHH Ó.Ö.H. DV HHH1/2 H.L. Mbl. HHH1/2 kvikmyndir.is Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Frá framleiðanda Spider-Man SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ...hreinn gullmoli ...Brilljant mynd. Þ.Þ. FBL SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og og 10.10SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SÝND kl. 9 og 10.30 B.I. 12 NÚ EINNIG MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær, gamansöm og spennandi ævin- týramynd sem byggð er á sígildu skáld- sögu Jules Verne. Með hinum hressa og sparkfima Jackie Chan en með honum leika líka Steve Coogan, Arnold Schwarzenegger, John Cleese, Rob Schneider, Owen Wilson og Luke Wilson. HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH Kvikmyndir.is HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com Forsala hafin! - Frumsynd 9. júlí! ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ F o r s ý n i n g HÁDEGISBÍÓ 400 kr. miðaverð á allar myndir kl. 12 um helgar í sambíóum Kringlunni Hættulega fyndin, rómantísk hryllingsmynd. Yfir 8000 miðar seldir Sun. 4. júlí kl.17.00 upps. lau. 10 júlí kl. 17.00 upps. Lau. 10 júlí kl 19.30 upps. fim. 15 júlí kl. 19.30 Fös 16 júlí kl.19.30 fim. 22 júlí kl. 19.30 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Leikarinn James Doohan, sem erbest þekktur sem Scotty úr sjón- varpsþáttunum Strar Trek, greind- ist nýlega með Alzheimer. Það er þó langt frá því að vera það eina sem leikar- inn þjáist af. D o o h a n , sem er 84 ára, er ein- nig með Parkinsons- veiki og syk- ursýki auk þess sem hann hefur átt við lang- varandi háls- bólgu að stríða. Eigin- kona hans, Wende Doohan, segir kallinn vera óhemju hressan, þrátt fyrir veikindi sín. Að sögn Wende leikur gamli á alls oddi og er minn- ið ennþá merkilega gott. Þess má geta að fljótlega verður haldin athöfn í Hollywood í virðingarskyni við Doohan. Leikarinn gamalkunni, Bill Cosby,sendi þeldökkum Ameríkönum skýr skilaboð nýverið þegar hann skipaði þeim að hætta að berja eig- inkonur sínar. Cosby var ómyrkur í máli, sagði að s v e r t i n g j a r gætu ekki kennt hvíta m a n n i n u m um félagsleg vandamál í s a m f é l a g i svertingja á borð við þunganir tán- ingss te lpna og uppgjafar- nema. Hann bætti við að sér þætti stefnuleysið óhugnanlegt. „Þau halda að þau séu svöl, kunna ekki að lesa né skrifa, hlæjandi og skríkj- andi þegar allir sjá að stefna þeirra er engin,“ sagði Cosby. Hann sagð- ist kæra sig kollóttan um að orð hans yrðu notuð af hvítum kyn- þáttahöturum og bætti við að þeir mættu mjálma að vild. Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hró- arskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukku- tíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjöl- farið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titr- andi hendur eins og Parkinson- sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eft- irdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikun- um. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumar- himinn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskr- andi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjald- svæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risa- stórum gulum kubb, með flug- vélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meist- araverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pix- ies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004 ANNAR Í HRÓARSKELDU BIRGIR ÖRN STEINARSSON BLOGGAR FRÁ HRÓARSKELDU Ekki dropi, heldur Korn sem fyllti mælinn LOKBRÁ OG KEFLAVÍKURMAFÍAN Ólíkt Lokbráarstrákunum er Biggi búinn að sjá Blonde Redhead, Scratch Perverts og TV on the Radio auk Korn. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.