Fréttablaðið - 05.07.2004, Page 1

Fréttablaðið - 05.07.2004, Page 1
● í sigri á kínverjum Jón Arnór Stefánsson: ▲ SÍÐA 22 Skoraði fimmtán stig fyrir Dallas MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR ÍSLENSKI BOLTINN Fram og Keflavík mætast á Laugardagsvelli klukkan 19.15 í keppninni um VISA-bikar karla. Einnig eru tveir leikir í Landsbankadeild kvenna á dag- skrá. Valur og ÍBV mætast á Hlíðarenda og Þór/KA/KS tekur á móti KR á Akureyrarvelli. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA BJART MEÐ KÖFLUM Síst með suðurströndinni og þar kann að dropa lítilsháttar. Einnig geta síðdegisskúrir fallið í borginni. SJÁ SÍÐU 6. 5. júlí 2004 – 181. tölublað – 4. árgangur SLÆMT ÁSTAND Ástandið er hvergi í heiminum eins slæmt og í Darfur-héraði í Súdan. Refsiaðgerðum hótað ef stjórnvöld láta ekki af stuðningi við arabíska her- flokka. Sjá síðu 6 FATLAÐIR Í ÁHÆTTUHÓPI Forstöðu- maður Barnaverndarstofu segir fötluð börn í sérstökum áhættuhópi hvað kynferðisbrot varðar. Hann vill sjá umræðu í landinu um hvað hægt sé að gera til þess að vernda þessi börn. Sjá síðu 4 VILJA EKKI BORGA Sýslumaðurinn á Sauðárkróki krefur Landsmótshaldara um 2,4 milljónir í löggæslukostnað. Landsmótsnefnd ætlar ekki að greiða kostnaðinn. Sjá síðu 14 ÁHRIF CLINTONS OG MOORE Rætt er um hugsanleg áhrif poppmenningar á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóv- ember. Bók Bill Clinton og kvikmynd Mich- ael Moore gagnrýnar á Bush. Sjá síðu 10 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Hallur Magnússon: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Húsbréf breytast í peningalán ● hús ● fasteignir Valdimar Örn Flygenring: ▲ SÍÐA 18 Á toppi sjálf- elskunnar ● 45 ára í dag Jóhanna Helga Þorkelsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Lætur konur hverfa með hárblásara ● sýnir í Klink og Bank BANDARÍKIN Við hátíðlega athöfn hófst bygging Frelsisturnsins, the Freedom Tower, þar sem áður stóðu tvíburaturnarnir tveir á Manhattan í New York. Horn- steinninn, sem er tuttugu tonna granítsteinn, var því lagður á þjóðhátíðardegi Bandaríkja- manna. Á honum stendur; „Til að heiðra og minnast þeirra sem létu líf sitt þann 11. september, 2001 og í virðingarskyni við frelsishug- sjónina, 4. júlí, 2004.“ Hornsteinn- inn verður grafinn undir bygging- unni. Skipuleggjendur segja að þessi turn sem er úr snúnu gleri og stáli muni verða hæsti skýja- kljúfur heims, 1776 fet, eða 553 metrar, sem á táknrænan hátt eigi að vísa til ártalsins þegar Bandaríkin fengu sjálfstæði frá Bretum. Einnig á turninn að minna á frelsisstyttuna. Áætlað er að byggingu turnsins verði lokið eftir 5 ár og ætlar Larry Silverstein, sá sem á byggingar- rétt á þessu svæði, að reisa fjóra aðra turna á árunum 2009 til 2015. ■ FJÖLMIÐLALÖG Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Rík- isstjórnin samþykkti í gær að aft- urkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkis- stjórnarinnar þýðir að engin þjóð- aratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lög- unum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvaka- miðlum en samkvæmt eldri lögun- um var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarps- leyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórn- arflokkanna heldur hafi ágrein- ingur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðarat- kvæðagreiðsluna verið djúpstæð- ur. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. „Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að,“ segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnar- flokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. „Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila,“ segir Halldór. „Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl.“ Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin stað- festi undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veiga- miklar. „Þeir leggja ekki í þjóðarat- kvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni,“ segir Össur. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem greiddi atkvæði gegn eldri lögunum var ekki á þingflokks- fundinum í gærkvöld. Hann segist eiga eftir að skoða málið. “En mér líst vel á að afnema lögin,” segir hann. Sjá nánar á síðum 2 og 4 ■ Nýtt frumvarp - engin þjóðaratkvæðagreiðsla Ríkisstjórnin hefur ákveðið að afturkalla fjölmiðlalögin sem forseti Íslands hafði skotið til þjóðar- innar. Forsætisráðherra segir forsetann ekki hafa neinar forsendur til að hafna nýju lögunum. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir málsmeðferðina. Unnið fram á nótt við slökkvistörf: Olíuleiðslur sprengdar ÍRAK AP Ein af helstu olíuleiðslum Íraka, sem flytur olíu frá olíulind- um í norðurhluta landsins til suð- urhlutans, var sprengd upp rétt sunnan við Bagdad í gær, að sögn þarlendra lögreglumanna. Slökkviliðsmenn og lögregla frá þremur nálægum borgum unnu við það fram á nótt að slökkva elda nærri Musayyib, um 80 kílómetra suðvestur af Bagdad. Á síðustu vikum hefur þrisvar verið ráðist á olíuleiðslur á því svæði. Meirihluti þeirra sem hafa skemmst eru olíuleiðslur sem liggja til olíuhreinsunarstöðvar í Bagdad. ■ GRIKKIR EVRÓPUMEISTARAR Theodoros Zagorakis, fyrirliði gríska liðsins, sést hér lyfta Evrópubikarnum hátt á loft við mikla gleði félaga hans. Grikkland bar sigurorð af Portúgal, 1–0, í úrslitaleiknum í gærkvöld. Sjá nánar á síðu 22 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Hornsteinn Frelsisturnsins lagður: Táknrænn fyrir frelsi þjóðarinnar HORNSTEINNINN AFHJÚPAÐUR Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, afhjúpar hornstein Frelsisturnsins sem mun rísa þar sem World Trade Center áður stóð. Með honum eru James McGreevey, ríkisstjóri New Jersey, og George Pataki, ríkisstjóri New York.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.