Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 2
2 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar: Furðuleg ósvífni FJÖLMIÐLALÖG Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin sé sigur fyr- ir andstæðinga laganna og staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í mál- inu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. „Það er í raun furðuleg ósvífni af þeim að ætla sér að kalla aftur eða fella úr gildi gömlu lögin en knýja síð- an fram ný lög sem eru nákvæmlega eins og gömlu lögin nema hvað mark- aðsráðandi aðilar mega nú eiga tíu prósent í fjölmiðlum en ekki fimm prósent eins og áður,“ segir hann. „Ég dreg sömuleiðis þá ályktun að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu dauðhræddir menn sem þora ekki að leggja mál, sem þeir hafa þröngvað í gegnum þingið með þjösnalegum vinnubrögðum, í dóm þjóðarinnar. Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæða- greiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni,“ segir Öss- ur. Um það hvort Samfylkingin muni taka sæti í nefnd um fjölmiðla eins og boðað hefur verið til af hálfu forsæt- isráðherra segir Össur að hann geti ekki sagt til um og það verði rætt inn- an Samfylkingarinnar og innan stjórnarandstöðunnar sem að sögn Össurar hefur staðið saman „sem einn maður í þessu máli“. ■ FJÖLMIÐLALÖG „Tillögur ríkis- stjórnarinnar voru samþykktar samhljóða,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. „Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyr- irtækja til þátttöku í útvarps- rekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosn- ingar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breyt- ingar á þessum lögum; fresta gild- istöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum.“ Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. „Enda væri þá kominn upp skrípa- leikur í landi sem ég held að eng- inn vilji stuðla að.“ Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórn- arflokkanna heldur hafi ágrein- ingur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðarat- kvæðagreiðsluna verið djúpstæð- ur. „Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu,“ segir Davíð og bætir við: „Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi.“ Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. „Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar ef menn samþykktu. Viðbrögð for- setans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt.“ Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnar- skrárákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu. Það sé algerlega ófram- bærilegt „... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt.“ gag@frettabladid.is Sjálfstæðisflokkur: Alger sátt FJÖLMIÐLALÖG Einar Kristinn Guð- finnsson, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokks, segir algera sátt vera innan þingflokks- ins um breytt fjöl- miðlalög. „Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægð- ir og sáttir við nið- urstöðuna.“ Einar telur að niðurstaðan styrki samvinnu stjórn- a r f l o k k a n n a . „Þetta var auðvitað mál sem var þess eðlis að það gat reynt á hana og það sýndi sig, eins og alltaf í þeim málum sem við höfum verið að takast á við á okkar langa sambúð- arferli, að okkur hefur tekist að leysa málið að lokum. Það tókst ein- nig í þetta skipti.“ Aðspurður hvort málið sé það erfiðasta sem stjórnar- flokkarnir hafi fengist við segir Einar: „Ég held nú að andstæðurnar milli þingflokkanna hafi verið magnaðar upp umfram það sem til- efni var til.“ ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR It’s a classic. Kristinn Júníusson, söngvari hljómsveitarinnar Vín- yls, er á leið til Bandaríkjanna ásamt hljómsveit sinni til að freista gæfunnar. SPURNING DAGSINS Kristinn, er Vínyllinn vinsæll í Banda- ríkjunum ? SMS-hátíð í Galtalækjar- skógi: Mikil ölvun ungmenna LÖGREGLA Í Galtalækjarskógi söfn- uðust um fjögur hundruð ung- menni saman um helgina í tengsl- um við svo kallaða SMS-hátíð. Þrátt fyrir mikla ölvun á svæðinu fór allt nokkuð vel fram. Þó komu upp þrjú fíkniefnamál á svæðinu. Fjölmenni var á tjaldsvæðinu að Skógum um helgina en þar er talið að um fimm hundruð manns hafi safnast saman. Að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli fór allt vel fram á svæðinu. ■ Engar forsendur fyrir forsetann að hafna Fjölmiðlalögin verða afturkölluð og ný lög lögð fyrir sumarþing Alþing- is. Forsætisráðherra fékk hugmyndina fyrir þremur dögum. Hann segir forseta Íslands ekki hafa forsendur til að hafna nýju lögunum. DAVÍÐ ODDSSON „Nú hafa menn ennþá lengri aðlögunarfrest til að laga sig að lögunum. Eins geta menn, ef þeir vilja, barist fyrir því að fá sér hliðhollan meirihluta á Alþingi ef þeir vilja að lögum verði hagað með öðrum hætti en þessum lögum.“ EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON. Metaðsókn á Metallicu: Geðveikt í Egilshöllinni TÓNLEIKAR Átján þúsund manns gafst kostur á að kaupa sér miða á tónleika Metallicu sem haldnir voru í Egilshöllinni í gær. Þrátt fyrir að nokkrir miðar voru óseld- ir, voru þetta stærstu innitónleik- ar sem nokkurn tímann hafa verið haldnir á Íslandi. Greinilegt var að tónleikagestir þekktu hljóm- sveitina vel og var stemningin eft- ir því. Þrátt fyrir aðskilnað í svæði A og B var um nokkurn troðning að ræða, sérstaklega þegar nær dró hljómsveitinni. Það var mikið um sveitta og þreytta en mjög káta gesti að tónleikunum loknum. ■ JAMES ALAN HETFIELD Það reyndi á söngvara Metallicu, einnar stærstu rokkhljómsveitar í heimi, á stærstu innanhússtónleikum sem haldnir hafa ver- ið á Íslandi. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir ríkisstjórnina dauðhrædda um að tapa kosningum um fjölmiðlalög og reyni því að komast hjá henni. Stjórnarformaður Norðurljósa: Sýndar- breytingar FJÖLMIÐLALÖG Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breyting- arnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna lag- anna. „Fyrri lög brutu í bága við EES og stjórnarskrá og ég geri ráð fyr- ir að þessar sýndarbreytingar sem verið er að gera hafi engin áhrif á það,“ segir hann. „Mér finnst hálfdapurlegt hvernig með þessu er verið að hæðast bæði að forsetanum og þjóðinni,“ segir Skarphéðinn. ■ Sigurður Líndal lagaprófessor: Getur leitt til þráteflis FJÖLMIÐLALÖG Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki geta sagt til um það hvort breyting- ar á lögum um fjölmiðla geri það að verkum að lögin séu lík- legri en áður til að standast stjórnarskrá. Hann segir að sér hefði þótt eðlilegra að fella lögin úr gildi og í kjölfar þess færi fram und- irbúningur og umræða um nýja lagasetningu. Hann bendir ein- nig á að „einkennilegt þrátefli“ geti orðið ef Alþingi kemst hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um lög með því að gera minniháttar breytingar á þeim eftir að þeim hefur verið skotið til þjóðarinn- ar. Jónatan Þórmundsson laga- prófessor segir að nýr kafli í fjölmiðlamálinu taki við eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær. Hann segir að það verðs- kuldi athugun hvort það stand- ist stjórnarskrá að Alþingi aft- urkalli, eða felli úr gildi, lög sem vísað hefur verið til þjóð- aratkvæðagreiðslu en fljótt á litið telur hann að þingið geti gert það. „Þingið getur fellt úr gildi þessi lög. Ég held að formlega séð fái það staðist. Hitt er svo annað mál hvernig það lítur út lýðræðislega þegar búið er að taka ákvörðun um að þjóðin fái að segja skoðun sína. Ég hugsa að þetta standist lögfræðilega en ég er í meiri vafa um þetta lýðræðislega,“ segir Jónatan. ■ SIGURÐUR LÍNDAL Telur að eðlilegra hefði verið að afnema lögin. JÓNATAN ÞÓRMUNDSSON Segir aðferðina standast lagalega en er í vafa um hvort hún sé lýðræðisleg. RÓLEGT Í MIÐBÆNUM Lítill erill var lögreglunni í Reykjavík um helgina því margir lögðu leið sína úr úr bænum. Umferð var með minnsta móti og fáir að skemmta sér í miðbænum. FJÖLDI Á AKUREYRI Margt var um manninn á Akureyri um helg- ina þar sem pollamótið í knatt- spyrnu fór fram. Fimm skemmti- ferðaskip voru þar um helgina og því fjöldi erlendra ferðamanna í bænum. Rólegt var hjá lögregl- unni þrátt fyrir fólksfjöldann í bænum. HRAÐAKSTUR VIÐ VÍK Mikið var um hraðaakstur í nágrenni Víkur í Mýrdal um helgina en að öðru leyti var rólegt hjá lögreglunni þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.