Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 4
4 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Landhelgisgæslan sendi þyrluna á vettvang: Leitað að Eldey þrem- ur tímum eftir hvarf SJÓÖRYGGI Landhelgisgæslan heyrði Tilkynningarskylduna óska eftir grennslan báta á hvarfi sómabáts- ins Eldeyjar af sjálfvirku tilkynn- ingarskyldunni á neyðarbylgju skipa og báta sem kallast rás sextán klukkan 14.54 í gær. Báturinn hafði dottið út úr tilkynningarskyldukerf- inu rúmum þremur tímum fyrr, klukkan 11.41. Samkvæmt reglu- gerð hefur Tilkynningarskyldan hálfa klukkustund til að bregðast við. Jón Ebbi Björnsson, varðstjóri Landhelgisgæslunnar, segir það skyldu Tilkynningarskyldunnar að láta Landhelgisgæsluna vita af hvarfi bátsins. Starfsmaður Land- helgisgæslunnar hafi hins vegar haft samband við starfsmann Til- kynningarskyldunnar og áhöfn þyrlunnar hafi í kjölfarið verið köll- uð út. „Þetta fannst okkur dálítið langur tími þannig að það var bara tekið af skarið og kallað út.“ Jón segir að samkvæmt dagbók- um Landhelgisgæslunnar hafi starfs- maður hennar brugðist rétt við þegar hann sendi þyrluna á vettvang. „Hann fékk þær upplýsingar að báturinn hefði dottið úr sjálfvirku tilkynning- arskyldunni klukkan 11.41 og að til- raunir til að ná sambandi við bátinn hafi ekki borið árangur.“ Tilkynning- arskyldan hafði ekki óskað eftir að- stoð. Þórhallur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Neyðarlínunnar, segir að við fyrstu sýn sé ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin. Málið verði skoðað. ■ Vill sjá sátt Formaður Framsóknarflokksins vill sjá sátt um málefni fjölmiðla. Hann neitar að deila hafi komið upp milli stjórnarflokkanna um setningu laga um þjóðaratkvæði. FJÖLMIÐLALÖG „Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt,“ segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnar- flokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. „Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila,“ segir Halldór. „Við höf- um verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl.“ Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall at- kvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. „Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi,“ segir Halldór. „Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarand- stöðunni að koma að vinnslu máls- ins.“ Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. „Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna.“ Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsæt- isráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsam- starfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrum- varpsins gegnum þingið. „Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum ligg- ur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu,“ segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. „Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sam- mála og nú fá allir að koma að því borði.“ helgat@frettabladid.is Finnst þér veðrið hafa verið gott í sumar? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að fara á sumarútsölur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18% 82% NEI JÁ KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Erfitt að tapa þjóðarat- kvæðagreiðslu: Klókur leikur FJÖLMIÐLALÖG „Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur,“ segir Gunn- ar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það hefði verið erfitt fyrir að þá að beita sér við samningu nýrra fjöl- miðlalaga ef þeim gömlu hefði verið hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Með þessu eru þeir að tryggja að þeir eru að- alspilararnir í nýjum fjölmiðlalögum. Það væri athyglisvert ef þeir eru búnir að tala við stjórnarand- stöðuna og hún búin að samþykkja þetta því þá á forsetinn ekki frekari leiki. Hvort verður þjóðaratkvæða- greiðsla fer eftir því hvernig forset- inn tekur þessu frumvarpi. Hans þætti í málinu er ekki lokið. Þessi leikur stjórnarinnar opnar málið og dregur það á langinn.“ ■ Samfélag á hvolf fyrir óbreytt ástand: Niðurlæging fyrir Davíð FJÖLMIÐLALÖG „Þetta er ekki kosninga- mál,“ segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur um ákvæði í nýju fjölmiðlafrumvarpi að það taki ekki gildi fyrr en eftir kosningar 2007. „Forsetinn getur skrifað undir lögin á þeim forsendum að það verði kosið um þau. En það er verið að taka af fólki þjóðaratkvæðakosninguna. Þetta er niðurlæging fyrir Davíð, að keyra þetta áfram af þvílíkum krafti og koma samfélaginu á hvolf yfir ein- hverju sem síðan skiptir engu máli og það er óbreytt ástand fram yfir næstu kosningar. Það er augljóst á þessu að Davíð er á leiðinni út.“ Hvað varðar breytingar á lögunum segir hann þau engu breyta í grundvallaratriðum. „Það tekur marga mánuði að semja svona lög. Ég held að það verði að draga þetta fjölmiðlafrumvarp alveg til baka og hætta við þingið.“ ■ T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g Vertu áskrifandi fyrir aðeins 2.495 kr. á ári Gönguferðir Skíðaferðir Fjallaferðir Jeppaferðir Vélsleðaferðir Vélhjólaferðir Fjallahjólaferðir Kajakferðir Fréttir og fróðleikur Feröasögur Búnaðarprófun Nýr búnaður Sérfræðingar svara Ljósmyndir Getraunir w w w. u t i v e r a . i s u t i v e r a @ u t i v e r a . i s S í m i : 8 9 7 - 1 7 5 7 Eina sinnar tegundar á Íslandi Í s l e n s k t t í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g Upphaflega gert ráð fyrir að draga lögin til baka: Lagalega umdeilanlegt FJÖLMIÐLALÖG „Þetta er lausn sem er upphaflega komin frá Sigurði Líndal en þá var gert ráð fyrir að lögin yrðu dregin til baka,“ segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Fyrst svo er ekki myndi ég halda að þjóðarat- kvæðagreiðslan þyrfti að fara fram. Það á að standa hreinlega að málunum og ekki vera að gera eitthvað sem er frá lagalegu sjónarmiði umdeilanlegt. Alþingi er búið að samþykkja lög og þá myndi ég halda að ríkisstjórnin gæti dregið þau til baka. Þess í stað eru þeir að breyta smá- atriðum í lögunum. Þeir eru að tala um samráð við stjórnarand- stöðuna en það er ekkert samráð um það hvernig er að staðið að þessu máli, þannig að það er ver- ið að stilla fólki upp við vegg. Hins vegar sýnist mér líka að Halldór Ásgrímsson sé orðinn forsætisráðherra og Davíð sé í raun hættur. Þeir hafa augsýni- lega ekki náð samkomulagi um hvernig ætti að hegða þjóðara- kvæðagreiðslu.“ ■ SVANUR KRISTJÁNSSON Stjórnin er að breyta smáatriðum í fjölmiðlalögunum. GUNNAR HELGI KRIST- INSSON Hjálmar Árnason: Kom skemmtilega á óvart FJÖLMIÐLALÖG „Þessi lausn kom skemmtilega á óvart,“ segir Hjálm- ar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frum- varp að lögum um fjölmiðla og ákvörð- un þess efnis að fella þau gömlu úr gildi. Að sögn Hjálmars fékk þingflokkurinn ekki að vita um ákvörðun formanna stjórnarflokkanna fyrr en á þingflokksfundi í gær- kvöld. „Formaður flokksins hefur haft mjög gott samráð við þing- menn og því vitað hvernig hjarta þingmanna slær í þessu máli,“ segir Hjálmar. Að sögn Hjálmars ríkir sátt inn- an þingflokksins með niðurstöðuna. „Þingflokkurinn telur að með þessu sé verið að stíga skref til þess að ná þverpólitískri þjóðarsátt um mál sem þjóðin lætur sig verulegu varða.“ ■ ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR Jón Ebbi Björnsson, varðstjóri Landhelgisgæslunnar, segir það skyldu Tilkynningarskyld- unnar að láta Landhelgisgæsluna vita af hvarfi bátsins. Steingrímur J. Sigfússon: Endurspegl- ar uppgjöf FJÖLMIÐLALÖG Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, segir að öðrum þræði sé nýtt lagafrum- varp uppgjöf að hálfu Davíðs Odds- sonar og Halldórs Ásgrímssonar. Hann segir þá ekki hafa þorað í kosningar um málið. „Síðan eru þeir að leita leiða til að komast hjá kosningunni á þennan lúalegan hátt með því að kalla frum- varpið til baka en leggja svo fram eins frumvarp,“ segir hann. „Það á eftir að vera umdeilt hvort þeir séu ekki bara að reyna að svindla sér undan þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta slær mann þannig,“ bætir hann við. ■ HJÁLMAR ÁRNASON HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segist sáttur við þá niðurstöðu að setja ný lög um fjölmiðla og fella þau gömlu úr gildi. Niðurstaðan hafi verið samþykkt samhljóða í þingflokki Framsóknarflokksins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.