Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 14
14 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Í STRÍÐI Safngestur svarar í síma undir málverki sem sýnir herflota Kína. Málverkið er til sýnis í Herminjasafni Kínverja í Peking. Kínverski herinn mun í þessum mánuði halda æfingar í Taívansundi en hernaðaryf- irvöld vilja leggja frekari áherslu á hótanir um innrás í Taívan. Blikastaðanesið í Mosfellsbæ: Golfvöllur stækkaður MOSFELLSBÆR Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar og Golfklúbburinn Kjölur hafa undirritað sam- komulag um stækkun Hlíða- vallar í úr níu holum í átján. Auk þess að stækka völlinn verður byggt nýtt æfingasvæði og nýtt áhalda- og starfsmanna- hús. Golfvöllurinn verður stækk- aður út á svonefnt Blikastaða- nes sem Mosfellsbær eignaðist nýlega í makaskiptum við Ís- lenska aðalverktaka. Bærinn lætur klúbbnum í té afnot af hluta landsins. Í skipulagi vallarins er gert ráð fyrir ósnortnum svæðum milli brauta. Samkvæmt ný- samþykktu deiliskipulagi fyrir Blikastaðanesið er þar einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir margvíslega aðra útivist svo sem göngu- og hjólastígum og reiðgötum. Sérstakt samkomu- lag hefur verið gert milli golf- klúbbsins og hestamannafé- lagsins Harðar um legu reið- leiða. Vinna hefst við þessar fram- kvæmdir á næstu dögum og er gert ráð fyrir að þeim ljúki að fullu eftir þrjú til fjögur ár. ■ Gert að greiða milljón í tryggingu Sýslumaður á Sauðárkróki krefur Landsmótshaldara um 2,4 milljónir í löggæslu- kostnað. Landsmótsnefnd ætlar ekki að greiða kostnaðinn og lítur á málið sem próf- mál um hvort innleiða eigi misrétti landsbyggðarinnar gegn höfuðborgarsvæðinu. NORÐUR-ÍRLAND Lögregla hindraði för um 2.000 mótmælenda um kaþólska hluta Portadown í ár- legri göngu Óraníureglunnar í gær. Þetta er sjöunda árið í röð sem gangan er stöðvuð á þessum stað. Leiðtogar Óraníureglunnar afhentu lögreglumönnum mót- mælabréf og kröfðust þess að fá að ganga Garvaghy-veg að miðbæ Portatown, en við þann veg hafa harðlínukaþólikkar haldið uppi mótmælum síðastliðinn áratug. Eftir viðræður við lögreglu var göngumönnum tjáð að þeim væri velkomið að mótmæla friðsam- lega við hindranir lögreglunnar. Einungis fáum mínútum síðar hvarf meirihluti göngumanna á brott án vandræða. ■               !"#$ %&'()* +,$+-+.+,$+-+/% Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 LÚÐA OG KEILA Á GRILLIÐ OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-14.30 SKRIFAÐ UNDIR SAMNING Samning um stækkun Hlíðavallar undirrit- uðu Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri og Skúli Skúlason, formaður golfklúbbsins. Norður-Írland: Portadown-ganga stöðvuð LANDSMÓT Sýslumannsembætti Sauðárkróks hefur sent Lands- mótsnefnd bréf og óskað eftir því að þeir greiði eina milljón króna í tryggingu fyrir lög- gæslukostnað fyrir mótið sem hefst á fimmtudag. Landsmóts- höldurum er gert að greiða rétt tæplega 2,4 milljónir í löggæslu fyrir bæði Landsmótið og Ung- lingalandsmótið á Sauðárkróki. Um 2.000 manns hafa skráð sig til þátttöku á fullorðinsmótinu. Von er á að sex til fimmtán þús- und gestir fylgi þátttakendum. „Það stendur ekki til af hálfu okkar sem undirbúum mótið eða að hálfu sveitarfélagsins að greiða þennan kostnað,“ segir Bjarni Jónsson, formaður Landsmótsnefndar og varafor- seti sveitarstjórnar. Bjarni segir að íþróttafélög af öllu landinu mæti til leiks. „Ef sambærilegt mót yrði haldið á Reykjavíkursvæðinu þá á ég ekki von á að farið væri fram á að slíkur kostnaður yrði greidd- ur frekar en verið hefur,“ segir Bjarni og bætir við: „Við teljum að stjórnvöld eigi að standa það vel við lögreglu- og sýslumanns- embætti í landinu að þau ráði við slíkt og jafnréttis sé gætt.“ Bjarni segir dómsmálaráð- herra hafa boðað nefndina á fund eftir landsmótið. „Mér finnst að sá fundur ætti allavega að fara fram áður en við förum að reiða fram tryggingar á með- an við bíðum eftir farsælli nið- urstöðu.“ Bjarni segir sömu stöðu um allt land. „Ég veit að það er fyl- gst með þessu máli hér alls stað- ar á landinu hjá lögregluemb- ættum, sveitarfélögum, íþrótta- félögum og við lítum á þetta sem prófmál um það hvort það eigi að innleiða þetta misrétti til framtíðar. Menn munu hugsa sinn gang með að leggja í það hvort fara eigi í svona á lands- byggðinni og ég trúi því ekki að stjórnvöld ætli að láta það ger- ast.“ Ekki náðist í Ríkharð Másson, sýslumann á Sauðárkróki. gag@frettabladid.is ÓRANÍUMENN STOPP Lögreglan stöðvaði árlega göngu Óraníumanna í gær. SAUÐÁRKRÓKUR Bjarni segir að það kæmi flatt upp á mótshaldara Landsmótsins ef þeir yrðu látnir greiða sérstakan löggæslukostnað sem sé aðeins krafist þar sem mótið sé haldið á landsbyggð- inni. Þeir vilji að jafnræðis landbyggðar og höfuðborgar gætt. Landsmótsnefnd hefur þeg- ar samið við björgunarsveit um gæsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.