Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 16
Sáttasemjarinn mikli? Það var létt á Davíð Oddssyni í viðtali við Elínu Hirst á Ríkissjónvarpinu í gær, enda augljóst að hann ætlaði að koma fram sem höfðinginn mikli á friðarstól. Þetta er pólitískur leikur sem hann hef- ur oft tekið áður, eins og til dæmis í bolludagsmálinu. Fyrst segir hann eitt- hvað sem kemur stórum hluta samfé- lagsins í uppnám. Síðan eftir nægjan- legan tíma mætir hann í viðtal hjá Rík- issjónvarpinu, pollrólegur, skilur ekkert út á hvað uppnámið gekk, en er nú samt búinn að finna lausn á þessu öllu sem hann segir að allir skynsamir menn ættu að samþykkja. Þar sem hann hefur eflaust talið að sín fyrsta til- laga væri nokkuð sem allir skynsamir menn ættu að samþykkja er kannski spurning hvort skilgreining hans á skyn- sömum mönnum sé eitthvað að breyt- ast? Hin endalausa spurning Hin endalausa spurning, sem hangið hefur í loftinu í allt sumar en sjaldan hefur verið rúm til að spyrja, er hvað taki við hjá Davíð eftir 15. september. Ekki fyrir svo löngu síðan töldu margir spekúlantar að 15. september yrði hreinlega frestað. Nú telja sumir að Davíð beri þess öll merki nú að hann sé ekki bara að hætta í stóli forsætisráð- herra, heldur sé hann að fara að kúpla sig úr pólitíkinni. Ef eitthvað er að merkja varnaðarorð Styrmis Gunnars- sonar í Morgunblaðinu um að vargöld- in sé bara rétt að byrja ætti að taka slíka spádóma með mikilli varúð. Morgun- blaðið segir að nú eigi eftir að taka á valdi auðhringjanna í landinu. Davíð hefur gengið á milli manna og varað þá við hversu miklir glæpamenn sumir stjórnendur þessara auðhringja eru. Því er harla ólíklegt að Davíð treysti öðrum en sjálfum sér til að takast á við Golíat. Næsti snúningur verður kannski að koma Davíð í viðskipta- og iðnað- arráðuneytið. Einskær tilhugsunin um að einn maður hafi eitt atkvæði til ráðstöfunar virðist vera óhugn- anleg fyrir ráðamenn þessa lands, og skjóta þeim slíkan skelk í bringu að þeir leita allra leiða til að koma í veg fyrir slíka óhæfu. Það er ekki að undra. Óskertur kosningaréttur myndi jaðra við byltingu. Hinar skringilegu skýringar Sjálf- stæðismanna á úrslitum for- setakosninganna – þar sem einn maður hefur einmitt eitt at- kvæði – benda til þess að þar á bæ sé mönnum það gersamlega ofviða að horfast í augu við út- komuna úr slíkum kosningum. Svo róttækt lýðræði hefur aldrei tíðkast hér á landi heldur hefur vægi atkvæðisins farið eftir búsetu – því hversu göfug- um stað maður býr á og hversu brýnt það er talið af stjórnvöld- um að maður búi þar áfram – og hafa báðir stjórnarflokkarnir löngum hagnast á þessu andlýð- ræðislega fyrirkomulagi, eink- um Framsókn eins og kunnugt er, sem væri sennilega varla til sem flokkur ef ekki væri þetta misvægi atkvæða. Í rauninni hefur kosninga- kerfið um árabil verið svo flók- ið hér á landi að maður hefur eiginlega ekki hugmynd um hvað maður er að kjósa. Kjósi ég Vinstri græna í Reykjavík – er ég þá í rauninni að kjósa Jón Bjarnason? Eða kannski Einar K. Guðfinnsson? Og kjósi ég sjálfstæðismenn í Suðurkjör- dæmi – verður þá atkvæði mitt til þess að samfylkingarmaður frá Siglufirði sleppur inn á þing? Þetta veit maður aldrei. Kosningar á Íslandi eru svo ógagnsæjar að í rauninni má það teljast undravert hversu duglegir Íslendingar hafa verið að mæta á kjörstað og kjósa og ímynda sér að þar með hafi þeir eitthvað að segja um stjórn landsins. Íslenskir stjórnmála- menn eru enda þeir einu í heim- inum sem bjóða kjósendum sín- um upp á hugtakið „að ganga óbundnir til kosninga“, þetta er séríslensk hugsun sem hvergi finnst orðuð í nokkru öðru tungumáli, og sýnir líka sérís- lenska virðingu stjórnmála- manna fyrir kjósendum; þeir eru með þessum orðum að segja okkur það að okkur komi það ekkert við sem gerist eftir kosningar, okkur komi það ekk- ert við hvað séum að kjósa um, þeir séu „óbundnir“; þess vegna hefur aldrei verið hægt að kjósa um ríkisstjórn hér á landi. Sú hugmynd að kosningar séu til þess að leiða í ljós vilja almennings er ráðamönnum ný- stárleg og ískyggileg. Þegar þetta er skrifað á sunnudags- morgni liggur ekki fyrir til hvaða ráða ríkisstjórnin hyggst grípa í því skyni að takmarka kosningarétt fólks en hitt virð- ist nokkuð ljóst að ekki stendur til að fara að stjórnarskránni um það hvernig standa á að þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin heldur setja menn sem fyrr allt sitt traust á það fólk sem kýs ekki. Að skila auðu, að sitja heima, að taka ekki þátt – eins og góð- ur maður segir stundum: það er vissulega sjónarmið. Það er líka afstaða – sem ber að virða. Sá/sú sem skilar auðu eða mæt- ir ekki á kjörstað er þar með að segja: ég vil ekki velja á milli þeirra kosta sem bjóðast, ég vil ekki taka þátt í þessari kosn- ingu. Til þess hefur fólk allan rétt. En það er vitaskuld frá- leitt að sú afstaða skuli fá vægi í kosningum: að sú/sá sem segir „ég vil ekki taka þátt í kosning- unum“ hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna, og jafnvel meiri áhrif en sá/sú sem þó mætir og ráðstafar atkvæði sínu. Þar með er verið að ræna þann sem skilar auðu eða situr heima rétti sínum til þess að taka ekki þátt, það er verið að neyða við- komandi upp á svið. Hlutleysi er breytt í þátttöku. Auðum seðli er breytt í raunverulegt atkvæði. Viðkomandi er þröngvað til að segja já eða nei, og þar með annað en viðkom- andi hafði ætlað að segja. Þetta hefði maður ætlað að væri augljóst og að meira að segja lögfræðingar Flokksins skildu þetta. ■ D avíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lendingformanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sátt-um um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll. Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnar- skrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum und- ir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagn- vart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eign- arrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Ís- lendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og auk- ið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni. Það var flestum ljóst – meira að segja flest- um stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar. Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarp- inu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin út- varpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsrétt- arnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007. Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæða- greiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum? Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenju- legu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir? Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt. ■ 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ríkisstjórnin gafst upp á að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðlsu. Óvenjuleg lending – en ekki snjöll Hinn ískyggilegi kosningaréttur ORÐRÉTT Ekki segja upp áskriftinni Að óbreyttu er Morgunblaðið nánnast eini einkarekni fjölmið- illinn, sem ekki er í eigu þessara samsteypna, sem hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir al- menning á Íslandi. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 4. júlí Styður framtíðarlög Afstaða Morgunblaðsins til fjöl- miðlalaganna og væntanlegrar löggjafar um stóru viðskiptasam- steypurnar byggist á því sjónar- miði, að það séu almannahags- munir að koma í veg fyrir að nokkrir aðilar eignist Ísland. Telja verður víst að það sé einnig af- staða yfirgnæfandi meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 4. júlí. Kindakúltúr Það er ein gella sem er að vinna fyrir okkur úti sem kom í heim- sókn til landsins í fyrra. Hún er með æði fyrir kindum svo við erum að spá í að færa henni einn sviðahaus að gjöf sem tákn fyrir íslenskan kúltúr. Kristinn Júníusson tónlistarmaður í Fréttablaðinu 4. júlí. Lífið hjá rokkurum Á sunnudaginn mun ég taka upp myndband. Platan mín kemur svo út á mánudaginn, svakalegt líf og fjör, jarðarber, konur og kampavín. Tónlistarmaðurinn Love Guru í Fréttablaðinu 4. júlí. Hefði haft Ozzy Ég svosem skil þetta ekki. Ég hef ekki horft á þáttinn síðan ég hætti með hann. En mér fannst synd að sjá hann vera kominn fyrir neðan Osbournes í vinsæld- um. Ég fékk aldrei neinn botn í af hverju mér var sagt upp. Þorsteinn J. um Viltu vinna milljón í Fréttablaðinu 4. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll. ,, Í DAGKOSNINGARÉTTUR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í rauninni hefur kosningakerfið um árabil verið svo flókið hér á landi að maður hefur eigin- lega ekki hugmynd um hvað maður er að kjósa. ,, Frábært tækifæri til að gera góð kaup 30% afsláttur af völdum vörum sumarútsala degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.