Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 18
Ef þú ert að spá í að flytja til útlanda til frambúðar er ekki vitlaust að heimsækja landið nokkrum sinnum í eitt ár. Þá kynnistu landinu í raun og veru og sogar í þig menninguna og tíðarandann. Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Sumartilboð Amerískar lúxux heilsudýnur – Betra verð, betri gæði – GLUGGAR OG GARÐHÚS LEIÐANDI FYRIRTÆKI Í 20 ÁR Við höfum reist sólstofur um land allt í hundraða tali, lokað enn fleiri svölum og framleitt ótal glugga og útihurðir. GLUGGAR OG GARÐHÚS leggja metnað sinn í vönduð vinnubrögð. Verkin tala sínu máli, þau bera okkur vitni í dag - það er okkar styrkur. Aldrei að mála - Alltaf sem nýtt - Íslensk sérsmíði GLUGGAR OG GARÐHÚS Smiðsbúð 10 - Garðabæ www.laufskalar.is S: 5544300 - gluggar@laufskalar.is Verslunin Jón Bergsson ehf. við Lyngháls 4 í Reykjavík hefur ver- ið með örlítið öðruvísi nuddpotta til sölu síðustu fjögur árin. Nudd- pottar þessir heita Softub og hafa farið sigurför um Bandaríkin og Kanada á undanförnum árum. Softub-pottarnir eru gerðir úr einangrunarefni sem er eins kon- ar loftkennt plastefni og vega þeir aðeins um þrjátíu kíló. Pott- arnir eru mjög vel einangraðir og því er orkukostnaður við þá mjög lágur. Pottarnir eru einstaklega mjúkir og þægilegir en þó eru brúnirnar það sterkar að þær geta borið fullvaxinn mann. Pott- arnir eru einnig mjög barnvænir þar sem börn geta buslað eins og þau vilja og eiga ekki í hættu að meiða sig þar sem engar hvassar brúnir eru á pottunum. Auðvelt er að koma pottunum fyrir og koma þeir tilbúnir til notkunar úr versluninni. Það eina sem þarf að gera er að finna sléttan föt fyrir pottinn, stinga honum í samband við rafmagn og fylla hann af vatni með garðslön- gu. Innbyggður hreinsibúnaður er í pottinum og þarf að skipta um vatn í honum 2–4 sinnum á ári. Þrjár stærðir eru til af þessum pottum. Hægt er að fá tveggja, fjögurra eða sex manna pott. Nudd er í pottunum og lok fylgir með mjög öruggri læsingu. Í sex manna pottunum er ljós. Einnig er hægt að fá aukabúnað í pott- ana eins og yfirbreiðslu og timburbekki í kringum þá. Softub-pottarnir passa í öllum veðrum og alls staðar; á svalir, í garðinum eða í sumarbústaðnum og auðvelt er að rúlla þeim milli staða. ■ Léttir og meðfærilegir nuddpottar: Henta öllum, alls staðar Gluggaþvottur: Örtrefjaklútur og engin sápa Ný aðferð er að ryðja sér til rúms í gluggahreinsun, einkum að innanverðu. Hún er fólgin í að úða hreinu vatni úr brúsa á rúðuna og strjúka hana með ör- trefjaklút. Klútarnir eru svo fín- ofnir að ef 35x30 cm klútur væri rakinn upp myndi þráðurinn ná héðan til London og þar sem engin sápa er notuð myndast engir taumar og gluggarnir haldast lengur hreinir en ella. „Það er viss kúnst að nota klút- inn,“ segir Friðrik Ingi Friðriks- son, sölumaður í Bestu. „Það á að brjóta hann saman eins og handklæði og nota hverja hlið einu sinni. Síðan skipta yfir á næstu hlið og þannig koll af kolli. Þegar allar hliðar hafa verið óhreinkaðar er klúturinn settur í þvottavél. Þar er hann þveginn en ekki má nota mýkingarefni í vélina.“ Friðrik segir sápuvatn, kúst og sköfu yfirleitt gagnast betur utanhúss, þar sem um seltu og önnur grófari óhreinindi sé að ræða. Aðalatriðið sé að hafa réttu áhöldin. „Ég mæli með góðum kústi með svínshárum og uppþvottalegi út í vatnið. Skafa síðan allt af með gúmmísköfu. Ef menn kunna hinar átta hreyfingar gluggaþvottamanna þá er það gott, annars bara skafa beint niður.“ ■ Softub-nuddpottarnir eru nógu sterkir fyrir fullvaxinn mann. Softub-nuddpottur, sem hér sést í ítölsku húsi, fæst einnig hjá versluninni Jón Bergsson ehf. Þrif með örtrefjaklút eru um- hverfisvæn. Bindum upp blómin: Stuðnings- grindur prýða garðinn Nú er gróður í örum vexti í görð- unum og þær fjölæru blómateg- undir sem teygja sig upp með veggjum geta þurft að fara að fá stuðning, ef þær eiga ekki að falla fram og verða rytjulegar þegar næsta lægð með stormi gengur yfir landið. Þá þarf að stinga nið- ur grindum upp við vegginn og binda plönturnar við þær. Þeir sem laghentir eru og lúra á viðar- renglum af einhverri tegund geta auðveldlega útbúið svona stuðn- ingsgrindur sjálfir. Eiga kannski spírur frá því að þeir söguðu til trén í vor og geta nú gripið til þeirra og bundið saman með snæri eða hampi. Mjög umhverf- isvænt! Einnig er hægt að kaupa grindur af ýmsum stærðum í blómamörkuðum. Ef vel er að þessum þætti staðið eru svona grindur til prýði. ■ Bakgarðar í Reykjavík eru margir hverjir hið mesta augnayndi. Eldgömul tré sem hefðu frá mörgu að segja mættu þau mæla, geymsluskúrar og snúrur setja svip sinn á þá. Örlitlar svalir fyrir rúmlega einn stól gnæfa yfir og af einstaka svölum liggur stigi niður í garðinn. Þessi mynd er tekin milli Brávallagötu og Ljósvallagötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.