Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 30
14 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR. www.hus.is Einbýlishús ÆGISGATA-STYKKISHÓLMI FALLEGT HÚS hlaðið úr holsteini 1968 og sléttpússað, seinna var byggt ofaná húsið myndarlegt ris úr timbri, 31 fm bílskúr. Lóðin er að mestu frágengin með holta- grjóti og plankahleðslum, stórt bílastæði með malarlögn. Ægisgata er lítil lokuð gata við sjóinn, húsið stendur ofan götu. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, hjónahergi, tvö minni herbergi, baðherbergi, eldhús inn af því er þvottaherb. og geymsla. Í risi er fjöldskyldurými, herbergi, baðherbergi og geymslupláss undir súð. V. 11,5 millj. GARÐSSTAÐIR-EINBÝLI Á EINNI HÆ GARÐSSTAÐIR- 152 fm. Einbýlishús á einni hæð ásamt 31 fm. innb. bílskúrs. 3. svefnherbergi og stórar stofur. Arinn. Allar innréttingar og gólfefni eru fal- leg og vönduð. Stórt terras út af stofu. Fal- legt útsýni frá húsinu. Aðkoma að húsinu er góð og fá hús við botnlangann. Góð lán áhvílandi. Seljandi vill skipti á góðri nýlegri 110-130 fm. íbúð gjarnan í góðu lyftuhúsi hels með bílskúr eða bílskýli. Sérhæðir GRUNDARHÚS MJÖG BJÖRT OG SKEMMTILEG 126,3 FM SÉR ÍBÚÐ Á EFRI HÆÐ Í SEX ÍBÚÐA HÚSI. Forstofa, þvottaherbergi+geymsla. Hol, gestasnyrt- ing. Eldhús með borðkrók. Stofa mjög björt og skemmtileg með útbyggðum stór- um glugga og er þaðan falleg fjallasýn, einnig útgangur á suður-svalir. Þrjú svefn- herbergi með fataskápum. Baðherbergi. Í risi er stór geymsla og er hún nýtt sem her- bergi. Á allri íbúðinni er fallegt plast beykiparket. Sameil.hjólageymsla.Tvö sér- bílastæði. Húsið málað fyrir tveimur árum og allar rennur voru endurnýjaðar fyrir nokkrum mánuðum. V. 16,8 millj. 4ra herbergja DALALAND MJÖG GÓÐ OG BJÖRT 4JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á ÞESS- UM EFTIRSÓTTA STAÐ. Hol með góðum fataskápum. Stofa með stórum suður- Sverrir Krisjánsson Gsm 896-4489 lögg.fasteigna sali í 33 ár Erla Waage Gsm 697-8004 sölumaður svölum. Herbergi sem nú er notað sem borðstofa. Tvö önnur herbergi. Eldhús með kork á gólfi og borðkrók. Baðherbergi flísa- lagt með baðkari, innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Á öðrum gólfum íbúðarinnar eru teppi. Sér-geymsla er á jarðhæð, einnig sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Sameign snyrtileg og á stigapalli eru viðar- skápar sem tilheyra íbúðinni. Góð bílastæði eru á plani. V. 14,9 millj. GVENDARGEISLI- LAUS Ný fjögra herbergja íbúð á 2. hæð með sérinn- gangi ásamt stæði í bílageymslu. Fataskáp- ar, hurðir og eldhúsinnétting ( maghony). Baðherbergi, forstofa, þvottahús og geym- sla eru flísalögð, en önnur gólf eru með eik- arparketI. Tvö herbergi eru með skápum en innaf hjónaherberginu er fataherbergi. Eld- húsið, borðstofa og stofa eru í raun eitt rými. Í eldhúsi eru góð tæki. Stofan er rúmgóð með útgengi út á góðar 13.2 fm. suðursval- ir. Gott útsýni. Þetta er góð og vel skipulögð íbúð í nýju þriggja hæða húsi með einni íbúð á hverri hæð, útitröppur og stigapallar eru með snjóbræðslukerfi. V. 17,9 millj. 3ja herbergja LAUGAVEGUR 18 - ÍBÚÐ Í HÚSI MÁL OG MENNINGAR - nýstandsett og falleg íbúð á 5. hæð sem skiptist í gang, fallegt ný standsett flísalagt baðherbergi með innréttingu og sturtuklefa, stofu með eldhúsinnréttingu á einum vegg, fallegt og vel hannað. Svefnherbergi með stórum skápum og stórt vinnuherbergi sem er í raun skipt í tvennt með skáp og er notað sem vinnuherbergi annarsvegar og sem svefnherbergi. Gólf í gangi, stofu og her- bergjum er parket. Áhv. Íblsj. 9,4 millj. V. 15,5 millj. EIGN FYRIR MIÐBÆJARFÓLK. SÓLVALLAGATA FALLEG OG BJÖRT 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Í VESTUR- BÆNUM. Gengið er inn í forstofu með góð- um skápum. Þaðan er gengið í rúmgóðar stofur/borðstofu með stórum gluggum og útgengi út á suður-svalir. Innaf stofu er her- bergi með góðum skápum. Til vinsti frá for- stofu er herbergi með litlum svölum út af. Við hlið þess er eldhús með nýrri innréttingu og tækjum. Baðherbergi með flísum á gólfi, sturtuklefa og aðstöðu fyrir þvottavél. Á öll- um gólfum er parket nema á baðherbergi. Húsinu fylgja bílastæði á baklóð. V. 13,9 millj. 2ja herbergja KÓNGSBAKKI GÓÐ 2JA HER- BERGJA ÍBÚÐ Á ANNARRI HÆÐ Á VIN- SÆLUM STAÐ. Hol með skápum. Hjónaher- bergi með skápum. Baðherbergi flísalagt að hluta, þvotthús og geymsla inn af því. Stofa með austur-svölum og eldhús með góðri innréttingu eru samtengd. Gólfefni eru plast-parket og flísar. Í kjallara er sér-geym- sla og sameiginlegt þurrkherbergi. V 9,4 millj. Landsbyggðin ÞVERVEGUR-STYKKISHÓLMI Þvervegur 8 er byggt 1958, íbúðin er talin 210 fm og bílskúr byggður 1978 er ca. 36,0 fm samtals 246,0 fm. Húsið er byggt úr hol- steini en síðan er húsið klætt með lavella plastklæðningu utanhúss. Hefðbundin hús- gerð kjallari hæð og rishæð með kvistum, járn á þaki. Eigninnni er vel viðhaldið og öll er eignin snyrtileg innandyra sem utan. Lóð- in er frágengin og vel hirt. V. 15,0 millj. HEGRANES-GBÆ Byggt um 1980 teikning Páli V. Bjarnasyni arki- tekt. Húsið stendur eitt og sér við botlanga, lóðin er eignarlóð ca 1700 m2. Bílaplanið er stórt með hitalögn að hluta. Garðurinn er skjól- góður og með gróðri sem m.a. á ekki að geta lifað á Íslandi, m.a. evrópska eik og blóðbeyki. Bílskúrinn er tvöfaldur, rúmir 50 m2 með raf- magnsopnun. Húsinu hefur verið ágætlega viðhaldið og sömu eigendur hafa átt það frá upphafi. Húsið hentar mjög vel stórri fjölskyldu þar sem hægt er að velja um að hafa samgang eða allt sér. Í húsinu eru tvær íbúðir. Á efri hæð eru 3 til 4 svefnherbergi, eld- hús, sjónvarpsstofa, stofa með arni, borðstofa og sólstofa.Úr borðstofunni er gengið út á pall þar sem er innbyggður útiarinn, tilvalin til að grilla í eða sitja fyrir framan með kon- íakið á sumarkvöldum. Á neðrihæð er þriggja herb. íbúð ofl.. Á íbúðum er gegnheilt nið- urlímt parket á öllum gólfum utan baðherbergi, forstofu, geymslu og þvottahúsi. Úti- hurð uppi er gegnheill sedrusviðarhurð. Innihurðir eru nýlegar úr gegnheilun cedroar- ana við. Innréttingar og fataskápar úr góðu efni. GARÐHÚS- SÉRHÆÐ Til sölu góð og falleg 132 fm Sérhæð ásamt 28 fm. bílskúr. Gengið er slétt inn. Mjög fallegar stofur og eldhús, vönduð gólfefni m.a. mjög fallegt massíft niðurlímt 16mm parket og flís- ar. Þinglýst sérlóð. þrjú rúmgóð svefnherbergi og tvær góðar fallegar stofur. Eign fyrir vand- láta. V. 18,5 millj. OPIÐ VIRKA DAGA – FRÁ kl. 09:00-18:00. – WWW.FMG.IS Meðal stórra athafnasvæða á þessum árstíma eru smíðavellir landsins sem spretta upp á skólalóðum og auðum svæðum. Þar tekur æska landsins til hendinni og þarf ekki að hafa áhyggjur af lánum eða öðrum fylgifiskum húsbygginga hinna fullorðnu. Húsbréf breytast í peningalán: Breyttur lánstími og vextir „Meginbreytingin sem fylgir þessu er að lánstími breytist og einnig vaxtaprósentan,“ segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Nú hafa þær breytingar gengið í garð hjá Íbúðalánasjóði að hús- bréfum er breytt í peningalán. Nú er hægt að taka peningalán til tutt- ugu, þrjátíu eða fjörutíu ára en einungis var hægt að taka lán til 25 eða 40 ára í gamla húsbréfa- kerfinu. „Áður fyrr fengu seljendur greiðslu í formi fasteignaveðbréfs sem var skiptanlegt fyrir húsbréf hjá Íbúðalánasjóði. Húsbréfin gengu síðan kaupum og sölu á fjár- málamarkaði og báru ýmist afföll eða yfirverð. Nú fær seljandinn greidda peninga í samræmi við ákvæði ÍLS-veðbréfa sem taka við af fasteignaveðbréfunum,“ segir Hallur. „Á meðan húsbréfakerfið var og hét fékk seljandi til dæmis 1.000.000 króna húsbréf en vegna affalla þá fékk hann aðeins 900.000 greitt. Þá hafði það oft áhrif á lán- takanda því seljandi vildi að hann tæki þátt því hann vildi auðvitað fá 1.000.000 en ekki 900.000 krónur. Þá þurfti lántakandi oft að greiða meira en uppsett verð.“ Vextirnir breytast einnig tals- vert með þessum breytingum. „Undanfarin tíu ár hafa þessi fast- eignaverðbréf verið verðtryggð og fastir vextir á þeim sem voru 5,1 prósent. Eftir breytingarnar breytast vextirnir á ÍLS-verð- bréfum á milli tímabila. Ef keypt er í janúar til dæmis þá eru ákveðnir vextir sem eru fastir all- an lánstímann. Vextirnir gætu svo verið aðrir til dæmis í maí. Nú bjóðum við íbúðabréf út og sú ákvöxtunarkrafa sem markaðsað- ilar vilja greiða er grunnvaxta- ákvörðun útlánanna. Það gæti til dæmis verið fjögur prósent og síðan bætast ofan á þá prósentu ákveðið álag,“ segir Hallur, en Íbúðalánasjóður hyggur að svona verði vextir á útlán- um lægri en áður fyrr. Starfsmenn Íbúðalána- sjóðs hvetja fólk eindregið til að leita sér upplýsinga í bönkum og sparisjóðum þegar haldið er í greiðslu- mat. „Greiðslumat er ekki aðeins til að sýna fólki sína fjár- hagslegu stöðu heldur líka hvað það á mikið afgangs eftir mánaðar- neyslu til að greiða af lánum sín- um. Ráðgjafar í greiðslumati geta þá bent fólki á bestu mögulegu leiðina í lánatöku,“ segir Hallur. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs vilja enn fremur benda á það að besti sparnaðurinn er að taka styttri lán frekar en lengri ef fólk hefur val á því þar sem fjörutíu ára lánin hafa reynst dýrari á heildina litið. ■ Nú er hægt að taka peningalán fyrir íbúða- kaupum til tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára. Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengsla- sviðs Íbúðalánasjóðs. - mest lesna blað landsins Á MIÐVIKUDÖGUM Sparnaður, hlutabréf, lífeyrir o.fl. Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.