Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 41
25MÁNUDAGUR 5. júlí 2004 Skeifan 19 • 108 Reykjavík • Sími 533 1060 • Fax 533 1069 • www.xhus.is • xhus@xhus.is Jón Magnússon Hrl. lögg. fasteigna og skipasali Hilmar Viktorsson, viðskiptafr. Bergur Þorkelsson, Sölufulltrúi gsm: 860 9906 Valdimar R. Tryggvason Sölufulltrúi gsm: 897 9929 Valdimar Jóhannesson Sölufulltrúi gsm: 897 2514 Guðbjörg Einarsdóttir, Ritari Hæðir Baldursgata 77.4 fm + 20 fm í útihúsi. Í gömlu uppgerðu steinhúsi. Skipta má hæðinni í tvær stúdíoíbúðir en þarna voru upphaflega tvær 2ja herb íbúðir. Hæðinni fylgir 20 fm pláss í uppgerðu útihúsi sem mætti nota sem aukaherbergi eða geym- slu. Verð 12.9 millj 4ra til 7 herb. Laufengi. Rúmgóð 107 fm endaíbúð á annarri hæð með sérinngangi. Þrjú góð svefnherbergi öll með skápum. Björt stofa með útgangi út á svalir. Þvottahús innan íbúðar. Húsið er í góðu ástandi. Ódýrasta 4ra herbergja íbúðin í Grafarvogi verð aðeins 13,2 millj. Mjóahlíð. Hæð og ris + bíl- skúr. Tvær stórar samliggjandi stofur til suðurs sem snúa út að fallegum, grónum garði. Stórt eldhús sem gefur skemmtilega möguleika. Stórt hjónaherbergi á hæðinni. Í risi eru 3 herbergi undir súð, geymsla og sjónvarpshol.Auðvelt að stækka risið með kvisti. Verð 15.9 millj. 3ja herb. Útsýnisíbúð á 1. hæð við Háaleitisbraut. Góð uppgerð íbúð í húsi sem hefur verið mikið endurnýjað. Gott útsýni til Esjunnar og Akrafjalls, einnig til suðurs yfir Háaleitis- hverfið. Örstutt í Ármúlaskóla. Prýðisíbúð á prýðisstað. Verð 13.2 millj Álftamýri. Góð 73,8 fm. íbúð á 4. hæð með útsýni Nýlegt parket á allri íbúðinni nema baði (flísar). Nýleg innrétting í eldhúsi. Bæði svefnherbergin með skápum. Suðursvalir. Góð sameign. Verð 10,9 millj. Veghús. Mjög björt og góð 3ja her- bergja endaíbúð á jarðhæð með sér- garði. Rúmgóð stofa með plastparketi, út- gangur út á hellulagða verönd til suðurs. Mjög stórt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Laus fljótlega. Holtsgata. Vorum að fá til sölu bjarta og vel skipulagða íbúð á 1 hæð í góðu húsi. Íbúðin er 85,2 fm fyrir utan sérgeymslu í kjallara. Húsið er í góðu ástandi og er búið að skipta um járn á þaki. Verð. 12,9 millj. 2ja herb. Möðrufell Mjög góð 2ja herbergja íbúð á 4.hæð. Hvít/mahoní innrétting í eld- húsi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Góð stofa með útgang út á svalir. Áhv. 5,0 millj. húsb. Verð 8,3 millj. FÍN FYRSTU KAUP. Álfhólsvegur ósamþykkt Vorum að fá litla enn mjög snyrtilega studíó íbúð á góðum stað í Kópavogi nálægt menntaskóla. Stutt í alla þjónustu. Húsið mjög snyrtilegt og vel við haldið. Sér merkt bílastæði. Stór hluti af innbúi fylgir. Mögu- leiki að taka bíl uppí á verðbilinu 500- 1.millj. Áhvíl. 2,1 millj. líf.sj. Verð 3,7 millj. Glæsileg 2ja herb. íbúð í Sól- túni Stæði í bílageymslu. Suður verönd með skjólveggjum. Öryggi og lúxus í fyrir- rúmi. 12.9 millj Sumarbústaðir Grímsnes - Hestland Sérlega glæsilegt nýtt sumarhús 65 fm + 31 fm svefnloft á frábærum stað rétt við Hvítá. Lóð- in er 0,8 hekt. eignarlóð. Húsið er byggt á staðnum og eru steyptir sökklar og gólfplata. Húsið verður fullkárað að utan með ca. 80 fm verönd, Að innan verður húsið einangrað og plastað, með öllum milliveggjagrindum og millilofti klæddu að ofan. Raflagnir verða komnar með nauðsynlegum vinnuljósum ásamt rafmagnstöflu í geymslu. Hitatúpa verður tengd og lokað frostlangakerfi á geilsahita í gólfum. Verð 11,5 millj. Sumarbústaður í Skorradal Nýtt og afar vandað 70 ferm sumarhús í norðanverðum Skorradal í landi Dagverðar- ness með miklu útsýni til vatnsins. Húsið er framleitt hjá Finndomo Oy og smíðað úr kjör- viði (T24). Grind og einangrun í útveggjum 200 mm (heildarþykkt veggjar 30 cm), glugg- ar með þreföldu gleri. Reiknað með þremur svefnherbergjum, rúmgóðu baði og stórri stofu með eldhúsi en þessu má breyta að vild.Verð tilboð Hraunborgir Vandaður- rúm- góður- töluverð gróðursetn- ing. Bústaðurinn er að mestu leyti tilbúinn með vandaðri eldhúsinnréttingu, vönduðu parketi á hæðinni og allur klæddur að innan. Tvö svefnherbergi en að auki 25 fm rúmgott svefnloft. Hér getur því stórfjölskyldan gist. Verð tilboð Óska og skiptaskrá ÁTT ÞÚ 2ja, 3JA eða 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Okkur hefur verið falið að leita fyrir stórt leigufélag, eftir fjölda íbúða til kaups. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á höfuðborgasvæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingatími. Frekari upplýsingar er hjá sölufulltrúum XHÚSS. Bergur Þorkelsson s: 860-9906 Valdimar Tryggvason s:897-9929 Valdimar Jóhannesson s: 897-2514 Reykjavík: Endurskipulagning á slippsvæðinu við Reykjavíkurhöfn Um þessar mundir er unnið að endurskipulagningu á svokölluðu Mýrargötu- og slippsvæði í Reykjavík og er verkið unnið í samvinnu Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Nýja skipulag- ið er hugsað sem íbúða- og skrif- stofusvæði ásamt einhverri hafn- arstarfsemi og hefur verið lögð ríkuleg áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu. „Það er gaman að segja frá því að við höfum átt gott samstarf við alla sem þarna koma að málinu sem er mjög jákvætt. Þarna eiga að byggjast upp íbúðir og skrifstofur í bland við einhverja hafnarstarf- semi sem verður aðallega smábáta- útgerð sem fær að halda sér þarna á svæðinu. Í dag er hafnarstarf- semi ekki mikil þar og er hún helst tengd slippnum en hún mun smám saman leggjast af. Gert er ráð fyr- ir að Mýrargatan breytist og fari í stokk niður í jörðina og er hug- myndin að eldri götur í Vesturbæn- um eins og Bræðraborgarstígur, Seljavegur og fleiri götur fram- lengist niður að höfninni,“ segir Haraldur Sigurðsson, skipulags- fræðingur hjá Reykjavíkurborg. Verkinu stjórnar stýrihópur sem í sitja fjórir borgarfulltrúar Reykja- víkurborgar og er Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður hópsins. Með stýrihópnum starfa forstöðumenn skipulags- og byggingarsviðs og um- hverfis- og tæknisviðs Reykjavíkur- borgar, hafnarstjóri og skipulags- fulltrúar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. Umsjón með verkinu hefur sérstakur ráðgjafa- hópur sem samanstendur af arki- tektafyrirtækjunum VA arkitektum ehf., arkitektastofu Björns Ólafs ásamt Landmótun ehf., landslags- arkitektum og verkfræðistofunni Hönnun hf. ■ Nýja skipulagið er hugsað sem íbúða- og skrifstofusvæði ásamt einhverri hafnarstarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.