Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 49
Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu hús- næðislánakerfinu og fóru fljótt að ná sér í peninga úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja út um land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa atvinnu. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Á næsta ári er hálf öld liðin síð- an þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka samþykktu á Alþingi að koma á fót Húsnæðis- málastjórn í andstöðu við þing- menn Alþýðuflokks og Sósíal- ista. Þetta má kalla upphaf opin- berrar húsnæðisstefnu hér á landi. Í framhaldi komu Hús- næðisstofnun og Byggingasjóð- ur ríkisins. Á þessum tíma voru sveitamenn að rífa torfbæina og „flóttinn“ úr sveitunum var löngu hafinn, enda ný tækni komin til fiskveiða og fólkið flykktist á mölina eins og sagt var. Í sveitinni byggðu menn yfir sig sjálfir og eins í þorpun- um. Byggingasjóðurinn var sniðinn eftir lánasjóði bænda og átti að lána fjölskyldum til að koma yfir sig þaki og þeir sem gátu héldu áfram að byggja sjálfir, líka í hér í Reykjavík, sem var aðeins eitt þorpið. Allt tók mið af því að hver fjölskylda kæmi sér sjálf upp framtíðar- húsnæði eins og í sveitinni. Þessi fjölskyldustefna ríkir enn, þrátt fyrir allt hringlið með lánakerfið, og er tíðkuð á fleiri sviðum. Ekkert tillit er tekið til þjóðfélagsbreytinga. Nú eru rúm 35 prósent landsmanna venjulegt fjölskyldufólk og um 27 prósent þeirra búa einir. Fólk flytur milli landa og staða á nokkurra ára fresti vegna vinnu og rúmur þriðjungur þjóðarinn- ar býr í Reykjavík einni og hef- ur enn ekki fullan atkvæðisrétt í þingkosningum! Annað eins býr í öðru þéttbýli. Reykvískir verkamenn knúðu fram með verkfalli stofnun Byggingasjóðs verka- manna til að byggja yfir al- þýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum út um alla borg. Ekkert hefur breytt Reykjavík meira til betri vegar en þetta framtak. Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu húsnæðis- lánakerfinu og fóru fljótt að ná sér í peninga úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja út um land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa at- vinnu í plássunum. Víða stóðu þessar íbúðir auðar enda þær dýrustu í þorpunum, meðan hér í Reykjavík vantaði íbúðir. Þá lögðu sveitakarlarnir sjóðinn niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema meiri lán. Hér í Borginni virkaði þetta alla tíð, en hefði átt fyrir löngu að vera búið að breyta því. Eftir þetta hefur verið hér alvarlegur hús- næðisvandi sem ráðamenn horfa fram hjá. Kenningin um „jafnvægi í byggð landsins“ er trúlega eitt stærsta rugl Ís- landssögunnar, a.m.k. á síðari öldum. Ég spyr því enn; hvar eru þingmenn Reykjavíkur? ■ 17MÁNUDAGUR 5. júlí 2004 Sannar hetjur Víða um lönd, svo sem í sumum grann- landa okkar, sitja ungir menn í fangels- um vegna þess að þeir neita að bera vopn eða starfa í her. Sú afstaða er hetjuleg, ekki hvað síst í samfélögum sem eru gegnsýrð af hernaðarhyggju og þjóðernishyggju sem leggur ofuráherslu á her og hermennsku. Múhameð Alí og aðrir þeir sem hafna því að bera vopn eru hinar einu sönnu hetjur nútímans. Ekki byssumenn í einkennisbúningi sem ráðast gegn minni máttar með al- væpni. Stefán Pálsson á fridur.is. Meirihlutakosning Forsetaembættið er breytt og er ekki það sama og áður eftir liðinn vetur. Það er orðið pólitískara en áður og ekki eins óumdeilt. Mér finnst einboðið að þegar forseti hefur brotið blað í sögu embætt- isins með nýtingu málskotsréttarins og gripið þannig fram fyrir hendur Alþingis og þeirra reglna sem unnið er eftir í okk- ar þingræðisskipulagi, þá verði þeim hluta stjórnarskrárinnar sem fjallar um kjör til forseta Íslands breytt á þann veg að forseti sé alltaf kjörinn með meiri- hluta atkvæða. Ef fleiri en tveir eru í framboði og enginn fær yfir helming at- kvæða í fyrstu umferð þá verði kosið milli þeirra tveggja efstu í annarri um- ferð. Gunnlaugur Júlíusson á hrifla.is. Sameiginlegar þarfir Það er e.t.v. ekki rétt að kalla velferðar- kerfi ríkisins góðgerðastarfsemi í þeim skilningi sem það orð er notað um slíka starfsemi einkaaðila að þeirra eigin frumkvæði. En ef leysa ætti úr neyð fólks, sem einhverra hluta vegna getur ekki framfært sér á afrakstri eigin vinnu eða t.a.m. greitt fyrir heilbrigðisþjón- ustu, með góðgerðum einstaklinga og fyrirtækja eingöngu þá væru það bara hinir örlátu sem legðu eitthvað af mörk- um. Aðrir, jafnvel meirihluti fólks, væru stikkfrí. Hversu réttlátt er það? Er það í raun og veru svo að fólk beri enga sam- félagslega ábyrgð og að það sé bara allt í lagi að það veiti engu fé til sameigin- legra þarfa? Þórður Sveinsson á mir.is. Dómur götunnar Morgunblaðið ætti að líta í eigin barm og spyrja sig hvort hluti skýringarinnar á dalandi vinsældum þess sé ekki að mestu leyti eigin sök. Vandi Morgun- blaðsins er fyrst og fremst hvað blaðið er leiðinlegt og ritstjórnarstefna þess kreddukend. Einar Mar Þórðarson á sellan.is. AF NETINU JÓN FRÁ PÁLMHOLTI FYRRV.FORM. LEIGJENDASAMTAKANNA UMRÆÐAN HÚSNÆÐISMÁL ,, ...og vandað úr að gjöf með 8 vikna áskrift ...og safnmappa og úr að gjöf með 12 vikna áskrift 70 ára afmælistilboð Andrésar Andar: 0 3Fyrstu blöðin á krónur! VANDAÐ ÚR AÐ GJÖF með 8 og 12 vikna áskrift 1 Þú velur 8 eða 12 vikna greiðslutímabil og færð í kaupbæti þrjú eldri blöð sem þú greiðir ekkert fyrir! 2 Ef þú velur 8 vikna greiðslutímabil færðu vandað úr að gjöf, en safnmöppu og úr að gjöf ef þú velur 12 vikur. 3 Fyrir hvert blað í áskrift greiðir þú síðan aðeins 295 kr. auk 30 kr. sendingargjalds. Hvert blað í lausasölu kostar 375 kr. svo sparnaðurinn er ótvíræður. 4 Á hverjum þriðjudegi færðu svo heitt og brakandi myndasögu- blað með Andrési Önd og félögum sent heimt til þín. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Tryggðu þér einstakt afmælistilboð og fáðu myndasögublaðið Andrés Önd inn um bréfalúguna í hverri viku. ... hringdu strax í síma 522-2020 eða skráðu þig á klubbar.is Ekki standa á öndinni ... © DI SN EY SAFNMAPPA AÐ GJÖF með 12 vikna áskrift!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.