Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 52
20 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Dregið í bikarkeppni Evrópu í körfubolta í München í Þýskalandi í gær: Keflvíkingar fá dönsku meistarana KÖRFUBOLTI Keflvíkingar voru mjög ánægðir með mótherjana í bikarkeppni Evrópu en dregið var í riðla í München í Þýskalandi í gær. Keflvíkingar fengu með sér í riðil dönsku meistarana úr Bakken Bears, franska liðið Reims Champagne og portúgalska liðið CAB Madeira sem Keflvík- ingar mættu einnig í sömu keppni á síðasta tímabili og unnu á heimavelli en töpuðu á útivelli. Árangur Keflavíkurliðsins á heimavelli sínum á Sunnubraut- inni í fyrra var frábær en liðið vann alla þrjá heimaleiki sína í riðlinum. Það var líka ljóst þegar leikjunum var raðað niður í Þýskalandi í gær að liðið spilar þrjá fyrstu leiki sína í keppninni á heimavelli á 15 dögum í nóvember en allir útileikirnir eru síðan spil- aðir í kjölfarið og er klárað mun fyrr en í fyrra en síðasti leikurinn fer fram 9. desember. Keflvíkingar lögðu mikið upp úr því að geta spilað tvo leiki í sömu ferð til að spara ferðakostn- að sinn og það tókst líkt og í fyrra. Liðið spilar í Danmörku 7. desem- ber og í Portúgal tveimur dögum seinna. Keflvíkingar komust áfram í fyrra í átta liða úrslitin en nú er keppnisfyrirkomulagið breytt. Það eru þrír fjögurra liða riðlar og átta lið komast áfram upp úr þeim. Tvö efstu sætin tryggja sætið í átta liða úrslitum en þang- að komast einnig tvö lið með best- an árangur af þeim sem eftir standa. ■ Sharapova og Federer fóru með sigur af hólmi Wimbledon-mótinu í tennis lauk um helgina á sögulegan hátt þegar Maria Sharapova varð fyrsta rússneska konan og þriðja yngsta til að vinna mótið og Roger Federer vann annað árið í röð. TENNIS Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska ung- lingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigur- vegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams. Það kom einnig á óvart hversu öruggur sig- ur Sharapovu var en að sjálfsögðu var þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti og einnig fyrsti úrslita- leikurinn. Sigurinn er að því leyti sögulegur að Sharapova er fyrsti Rússinn til að vinna sigur á Wimbledon-mótinu og hún er þriðji yngsti sigurvegarinn í sögu þess. Það var hins vegar ekki að sjá að hin sautján ára Maria Shara- pova, væri að spila til úrslita í fyrsta sinn á stórmóti – leikur hennar einkenndist af yfirvegun og öryggi. Það sama er ekki hægt að segja um hinn margreynda andstæðing hennar, Serenu Willi- ams, sem hefur sex sinnum sigrað á stórmóti og gat fagnað sigri á Wimbledon þriðja árið í röð.ÝLokatölur í tveimur settum voru 6-1 og 6-4 og hinn ungi sigur- vegari, Sharapova, mátti vart mæla eftir leikinn og þau voru ófá tárin sem hrundu niður vanga hennar: „Þetta er ótrúlegt, ég er algjörlega orðlaus,“ sagði Shara- pova og var í hálfgerðri geðs- hræringu: „Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna sigur hér á Wimbledon en í sannleika sagt þá átti ég ekki von á að það gerð- ist á þessu ári.“ Í karlaflokki áttust við í úr- slitaleiknum þeir Roger Federer, frá Sviss og Andy Roddick, frá Bandaríkjunum. Svo fór að Sviss- lendingurinn hafði betur í fjórum settum, 4-6, 7-5, 7-6 og 6-4. Þetta er annað árið í röð sem Federer sigrar á mótinu en í fyrra lagði hann Ástralann Mark Phil- ippoussis að velli í úrslitaleik. Með sigrinum sýndi Federer með óyggjandi hætti að hann er besti tennisleikarinn í heiminum í dag. Þó er óhætt að segja að Roddick hafi látið Federer hafa vel fyrir sigrinum og undir það tók Feder- er: „Hann spilaði af miklum krafti og ég verð að viðurkenna að spila- mennska hans kom mér nokkuð á óvart í byrjun. Ég náði þó að halda dampi og smám saman náði ég betri tökum á leiknum og það er alveg yndislegt að ná að verja tit- ilinn,“ sagði Federer. Andy Roddick tók tapinu af karlmennsku: „Ég gaf allt sem ég átti í leikinn en það var einfald- lega ekki nóg. Roger er frábær meistari og vonandi eigum við eftir að mætast oft í úrslitaleikj- um á komandi árum,“ sagði Rodd- ick. ■ JÜRGEN KLINSMANN Sést hér ásamt portúgölsku goðsögninni, Eusebio. Jürgen Klinsmann: Vill útlendan þjálfara FÓTBOLTI Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Jürgen Klinsmann, er á því að Þjóðverjar eigi að íhuga þann möguleika að leita út fyrir landsteinana þegar kemur að því að ráða nýjan landsliðs- þjálfara: „Það yrði ekkert vanda- mál – við verðum að velja besta mögulega þjálfarann. Það yrði nýtt skref fyrir Þjóðverja og mögulega fengjum við nýja sýn á þýska fótboltann. Við þurfum að gera eitthvað til að leysa okkar vandamál,“ sagði Klinsmann sem á sínum ferli með landsliðinu skoraði 47 mörk í 108 landsleikj- um og varð meðal annars Heims- meistari árið 1990 og Evrópu- meistari 1996. ■ Sunna Gestsdóttir: Íslandsmet í 100 metra hlaupi FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sunna Gestsdótt- ir úr UMSS setti glæsilegt Ís- landsmet í 100m hlaupi í undan- rásum á móti í Gautaborg í gær þegar hún hljóp á 11,76 sekúndum þrátt fyrir að hlaupa í mótvindi og rigningu sem gerir afrek hennar enn glæsilegra. Gamla metið var 19 ára gamalt en það átti Svanhildur Kristjónsdótt- ir, sem hljóp 100 metrana á 11,79 sekúndum árið 1985. Sunna stökk einnig 6,15 metra í langstökki en hún á einnig Íslandsmetið í þeirra grein frá því að hún stökk 6,30 metra á síðastliðnu ári. Sunna er við það met orðin fljót- asta íslenska konan frá upphafi. ■ EM Í FÓTBOLTA               !" #$%&   !"   '"     !(  " )"  # * *"$  !" $ $++  "   ! KEFLVÍKINGAR AFTUR Í EVRÓPU- KEPPNINNI Keflavík tekur annað árið í röð þátt í bikar- keppni Evrópu í körfubolta. LEIKIR KEFLAVÍKUR Í EVRÓPU- KEPPNINNI: Keflavík-Reims 3. nóv. Keflavík-Madeira 10. nóv. Keflavík-Bakken 18. nóv. Reims-Keflavík 23. nóv. Bakken-Keflavík 7. des. Madeira-Keflavík 9.des KOMU, SÁU OG SIGRUÐU Maria Sharapova fagnar hér að ofan óvæntum og glæsilegum sigri á Wimbledon-mótinu í tennis en til hliðar sést Svisslendingurinn Roger Federer fagna sínum öðrum Wimbledon- titli í röð eftir sigur á Bandaríkjamanninum Andy Roddick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.